8.12.2008 | 10:16
Dýrt verður það
Sjálfstæðisflokkurinn verður þjóðinni dýrkeyptur áður en yfir lýkur. Hagstjórn a la Hannes Hólmsteinn, óhæfir embættismenn og ráðherrar sem sofa á verðinum - þingmenn sem kyngja hverju sem er. Eiginhagsmunagæsla, valdapot, spilling og siðleysi.
Árni Mathiesen hefur sjálfsagt haldið að hinn breski starfsbróðir hafi bara hringt til að heyra hvernig gengi og sýna vandamálum Íslendinga áhuga. Það er eins og hann hafi ekki hugleitt það að orð hans gætu orðið svo afdrifarík og dýr. Svo segir maðurinn ekki einu sinni af sér!
Nú er svo unnið með hraði að sameiningu BYR, SPRON og SPKEF. Ríkið ætlar að leggja 20 miljarða af almannafé í þann gjörning en Árni fjármálaráðherra er einn af eigendum BYR, sjá hér. Lesið endilega það sem Gunnar Axel skrifar um þessar svikamyllur.
![]() |
Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 10:07
Den tid, den sorg
Þá vitum við það - Geir hefur tvo kosti og báða slæma. Annars vegar að fara gegn vilja 90% þjóðarinnar, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Heimdalls, verkalýðsfélaganna og fl. Hins vegar að Davíð fari aftur í framboð.
Hann hlýtur að meta það svo að Sjálfstæðisflokkurinn klofni í tvo eða jafnvel fleiri hluta og að það sé það versta sem gæti gerst. Þannig lætur hann hagsmuni flokksins ganga fyrir hagsmunum fólksins í landinu.
En er þetta annars ekki dæmigert fyrir Davíð - viðtal í Fyens Stiftstiende!? Eins og svo oft áður lætur hann orðin berast manna á milli vitandi að þau rata alltaf rétta leið. Nú ef hann gerir alvöru úr hótun sinni þá verður það bara "Den tid, den sorg".
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 11:39
VG hlustar ekki á kjósendur sína
Steingrímur og fleiri áhrifamenn innan VG telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir kjósendum sínum. Líkt og í gamla Alþýðubandalaginu telja þeir sig vera "raddir fólksins" en eru í raun ekki í ýkja góðu sambandi við fólkið sjálft. Þeir skella skollaeyrum við því að töluverður meirihluti kjósenda þeirra er jákvæður fyrir inngöngu í ESB og finna þess í stað sambandinu allt til foráttu. Ekki er upplýstri umræðu heldur fyrir að fara á þeim bæ frekar en í hópi Sjálfstæðismanna.
Sjálfur tel ég að umhverfismálin séu sumum hjá VG ekki hjartans mál. Það á þó alls ekki við alla þingmenn flokksins. Sá grunur minn að þeim dreymi í raun um ríkisstjórnarsamstarf með heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins að vitbættum einhverjum flóttamönnum úr Framsóknarflokknum (Kristilegi þjóðarflokkurinn?) er vonandi ekki á rökum reistur. Það hefur þó vakið mikla athygli hvað Steingrímur J. hefur algjörlega forðast að tala illa um Davíð Oddsson að undanförnu þó svo að ærin ástæða hafi verið til.
VG ættu að minnast þess hvernig skoðanakannanir sýndu þau skjótast upp snemma á árinu 2007 en falla aftur í sama farið þegar nær dró kosningum. Flokkurinn virðist því miður alltaf toppa á vitlausum tíma.
![]() |
Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 15:21
Ó fyrir framan

![]() |
Þarf að stilla mótmælum í hóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2008 | 12:02
Farið hefur flón betra
Það þarf greinilega að spúla skrifstofu útvarpsstjóra svo og þeirra yfirmanna sem stjórnmálaflokkarnir hafa í mörgum tilfellum tekið þátt í að troða þarna inn. Sumir þeirra gera lítið annað en að flækjast fyrir og þiggja fúlgur fjár fyrir. 11 æðstu stjórnendur RÚV fengu að meðaltali 850 þúsund í laun á mánuði fyrir síðasta uppgjörsár og fæstir þeirra koma nálægt dagskrárgerð stofnunarinnar nema með afskiptasemi og almennum leiðindum.
Fólk áttar sig ef til vill ekki á því að nýlegar sparnaðaraðgerðir munu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á dagskrá RÚV. Af 44 mönnum sem missa starf og verkefni vinna flestir við dagskárgerð, bæði sem fréttamenn, tæknimenn og í leikmyndadeild. Vinnuálagið var mjög mikið fyrir. Þeir sem helst mega missa sín sitja hins vegar enn sem fastast.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 11:30
10 milljónum of mikið - fyrir hvað?
![]() |
Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2008 | 02:03
Byrjað öfugu megin
Jeppalingur útvarpsstjóra er að vísu svartur og myndin samsett, en var ekki byrjað á vitlausum enda í niðurskurðinum eins og venjulega? Mánaðarlegar afborganir RÚV ohf af þessu farartæki eru líklega á við laun eins fréttamanns.
28.11.2008 | 15:13
Í boði Bláu krumlunnar
Enn er Sjálfstæðisflokkurinn að þrengja að RÚV - núna á að segja upp 44 starfsmönnum (verktakar eru að sjálfsögðu taldir með) en örugglega engum stjórnendum. Frumvarp menntamálaráðherra sem hefur óhjákvæmilegan niðurskurð í för með sér hefur enn ekki verið sent þingflokkunum en samt er búið að tilkynna um niðurskurðinn meðal starfsmanna RÚV - til hvers halda alþingismenn eiginlega að þeir séu?
Alþingi hefur afhent framkvæmdavaldinu alræðisvald og er í raun orðinn kjaftaklúbbur af síðustu sort. Af hverju er þingmennska ekki bara gerð að hlutastarfi - einn dag í viku til að samþykkja frumvörpin sem ráðherrarnir afhenda? Það myndi eflaust sparast milljarður þar eða tveir. Best væri að loka búllunni og opna þar götueldhús.
Útvarpsstjóri þiggur þreföld þingmannalaun fyrir það hlutskipti sitt að vera málaliði "Bláu krumlunnar". Heyrst hefur að hann muni lækka um 10% í launum ásamt öðrum æðstu yfirmönnum RÚV en af hverju er aldrei hagrætt með því að fækka yfirmönnum? Öðrum starfsmönnum er fækkað og munu margir þurfa að taka á sig umtalsverðar launalækkanir.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hætta fyrr en öllu hefur verið komið í þrot?
![]() |
700 milljóna sparnaður hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 09:59
Í boði Flokksins
Ég ætla nú rétt að vona að Katrín mæti aftur næsta laugardag og fylgi ræðunni eftir.
Annars finnst mér þessar kvartanir nema við HR vera þeim til skammar. Hvað nú ef einhver þeirra sjálfra hefði haldið innblásna ræðu á fjölmennum fundi fyrir ári síðan þar sem nýfrjálshyggja hefði verið umræðuefnið? Eru þetta eintómir plebbar sem ekki þurfa að leggja mikið á sig í náminu til að fá öruggt starf á vegum Flokksins?
![]() |
Óánægð með ræðu á heimasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 01:29
Boðorðin 10
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2008 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)