Nýja stjórnarskráin er forsenda sáttar og trausts

Enn eina ferðina horfir fólk forviða á ráðamenn þjóðarinnar sýna yfirlæti og hroka. Sömu ráðamenn og hafa í rúm 6 ár hunsað ákall eftir nýrri stjórnarskrá og afgerandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er skýrt kveðið á um skyldur ráðherra gagnvart þingi og þjóð:

93. gr. Upplýsinga- og sannleiksskylda.

Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum.

Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum.

Upplýsingar sem ráðherra veitir Alþingi, nefndum þess og þingmönnum skulu vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi.

Gleim-mér-ey


mbl.is Þegar þú ert boðaður þá mætir þú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú heldur þá semsagt að það sé nóg að skrifa í stjórnarskrá að það sé bannað að ljúga (sem er nú örugglega einhvers staðar í núverandi stjrkrá, kannski bara ekki orðað eins) til þess að pólitíkusar hætti að ljúga?

Er þá ekki tilvalið, fyrst þetta stórmerka plagg er greinilega að þínu áliti æðra náttúrulögmálunum, að skrifa í það líka að það eigi alltaf að vera gott veður, nóg á grillinu og allir rallhálfir alltaf? Og alltaf gaman?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þorsteinn, stjórnarskrá er samfélagssáttmáli og grunnlög þjóðarinnar. Þar er bæði að finna fyrirheit og fyrirmæli, ákvæði um ábyrgð, réttindi og skyldur, skilgreiningar á ýmsu sem varðar okkur miklu. Þú ræður því sjálfur (mín vegna) hvort og hvenær þú ert rallhálfur en ég efa að margir vilji hafa eitthvað í stjórnarskránni þau sérstöku áhugamál sem þú nefnir.

Sigurður Hrellir, 16.1.2019 kl. 16:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki um neitt almennt "ákall eftir nýrri stjórnarskrá" að ræða, Sigurður! Tilbúningur Þorvaldsplaggsins og hans meðvirku lögbrjóta var ekki í samræmi við gildandi lög í landinu og byggður á upphlaupi róttæklinga utan þings og innan; og aldrei hefur meirihluti kjóenda lagt blessun sína yfir þennan ESB-meðvirka óskapnað.                                               

Jón Valur Jensson, 16.1.2019 kl. 17:53

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Jón. Þú hefur þína skoðun á nýju stjórnarskránni og ég mína. Það er hins vegar óumdeilanlegt hvernig niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 var. Af þeim sem tóku afstöðu til frumvarps Stjórnlagaráðs voru 66,9% fylgjandi og 33,1% mótfallin. Það var Alþingi sem boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar og kjósendur svöruðu. Kosningin var lögmæt og algjörlega óásættanlegt að hún skuli enn liggja á ís.

Sigurður Hrellir, 16.1.2019 kl. 20:52

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0aratkv%C3%A6%C3%B0agrei%C3%B0sla_um_till%C3%B6gur_stj%C3%B3rnlagar%C3%A1%C3%B0s

Sigurður Hrellir, 16.1.2019 kl. 20:53

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trúir þú því í alvöru Sigurður, að ef það er skrifað í stjórnarskrá að pólitíkusar megi ekki ljúga, þá hætti þeir að ljúga?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 23:04

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hvað varðar þetta ferli er Jón Valur hér á réttri leið. Ferlið var ólöglegt, nefndin sem á endanum var skipuð hafði í raun ekkert umboð og stór hluti þjóðarinnar andmælti þessu brölti með því að taka ekki einu sinni þátt í atkvæðagreiðslunni. Plaggið er svo auðvitað meingallað og mestan part eitthvert þvaður.

En svaraðu endilega spurningunni sem ég er að reyna að spyrja þig.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2019 kl. 23:06

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

"Plaggið er svo auðvitað meingallað og mestan part eitthvert þvaður."

Það er auðvitað bara þín skoðun.

Jón Ragnarsson, 16.1.2019 kl. 23:11

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þorsteinn, þig langar að vita hvort ég trúi því að pólitíkusar hætti að ljúga ef stjórnarskráin segir að það megi ekki. Nú er það svo að pólitíkusar eru margir og mismunandi. Sumir virðast koma sér í þá stöðu að þurfa að ljúga á meðan aðrir gera það sjaldnar. En ef þú lest greinina hér að ofan sem er beint úr nýju stjórnarskránni þá er ekki sagt þar beinum orðum að þeir megi ekki ljúga. Einungis er áréttað að upplýsingar til Alþingis skulu vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi.

Jón Valur veifar hér röngu sverði og Þorsteinn slær sömuleiðis um sig með röngum fullyrðingum. Það var ekkert ólöglegt við ferlið. Stjórnlagaráð var skipað af meirihluta Alþingis líkt og margar aðrar stjórnarskrárnefndir í gegnum tíðina. En ólíkt mörgum öðrum slíkum nefndum skilaði stjórnlagaráð fullbúnum tillögum að nýrri stjórnarskrá þó svo að mikið af þeirri eldri væri þar óbreytt eða lítið breytt. Jón Valur gaf sjálfur kost á sér en hlaut lítinn stuðning í kosningu til stjórnlagaþings. Þorvaldur fékk hins vegar flest atkvæði af 522 frambjóðendum. Hvort um afbrýðissemi eða sárindi er að ræða veit ég ekki en að tala um fólk í stjórnlagaráði sem lögbrjóta er vitaskuld algjört bull.

Og að halda því fram að stór hluti þjóðarinnar hafi andmælt þessum tillögum að nýrri stjórnarskrá með því að sitja heima er svo auðvitað túlkun sem stenst enga skoðun. Kjörsóknin í þjóðaratkvæðagreiðslunni var 49% sem hlýtur að teljast alveg þokkalegt m.v. hversu flókið málið var. Fólk þurfti að hafa töluvert fyrir því að lesa textann og mynda sér skoðun á 114 greinum. Þeir sem voru málinu andsnúnir mættu auðvitað á kjörstað og sögðu "nei". En þeir voru einungis tæpur þriðjungur af kjósendum.

Sigurður Hrellir, 17.1.2019 kl. 00:31

10 Smámynd: Landfari

Í þessari tilvitnuðu grein er ekki minnst einu orði á upplýsingaskyldu alþingismanna og því hefði hún engu breitt í þessu máli. Hún tekur aðeins á upplýsingaskyldu framkvæmdavaldsins til löggjafarvaldsins en segir ekkert um upplýsingarskyldu þeirra sem með löggjafarvaldið fara hvers til annars.

Atkvæðagreiðslan á sínum tíma snerist um afmarkaða þætti nýju stjórnarskránnar en alls ekki umm hana í heild sinni. Í henni eru margir liðir sem suma hverja á flokka unidr óframkvæmanlega óskhyggju og annað sem á heima í lögum en ekki stjórnarskrá. Hún ber þess greinileg merki um að vera samsuða og hrossakaup til að allir nefndarmenn gætu skrifað undir.

Í henni er hinsvegar að finna margt til fyrirmyndar og nokkrar nauðsynlegar breytingar sem æskilegt væri að kæmu til framkvæmda sem fyrst.

Landfari, 17.1.2019 kl. 01:26

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jafnvel naumur meirihluti þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslu hefur ekki heimild til að brjóta með henni gildandi lög. Lögin um stjórnlagaþing voru þá enn í fullu gildi og ekki heimilt parti af þingheimi (30 manns) að fela nýrri og umboðslausri nefnd að taka að sér lögákveðin verkefni stjórnlagaþings.

Jón Valur Jensson, 17.1.2019 kl. 06:43

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kæri Hrellir. Það sem kallað var þjóðaratkvæði um Stjórnarskrá fallaði ekki um þessa samsuðu í heild eins og hún endaði heldur voru lagðar fram sex loðnar og almennar spurningar sem rétt um 30% kjósenda nennti að mæta og svara. Enginn spurninganna varðaði framsal valds til stofnanna og ríkja, sem er lykilatriðið í þessu og ástæða sjónarspilsins frá upphafi.

Sjá hér frá feb. 2009: http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Þessi samsuða var send Feneyjanefnd evrópusambandsins til umsagnar og hún skilaði áliti sínu 2013. Það álit var alger falleinkun og þar með ákvað samfylkingin sjálf að stinga henni undir stól samhliða því að leggja umsóknina um esb "á ís." Gagnrýnin sneri m.a. að of miklum fyrirvörum a framsali sem gerði inngöngu í esb ókleyfa jafnt sem áður.

Nú snýst málið fyrst og fremst um að reyna að breyta stjórnarskrá til að rýmka þessa framsalsheimild því ella verður ekki farið í "samninga" um inngöngu aftur.

Ef þú vilt þetta mat Feneyjanefndarinnar þa er það hér.

https://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Spurðu þig svo hvers vegna ESB er haft með í ráðum frá upphafi og hafi síðasta orðið um þetta allt ef þetta er innanríkismál sem snýr að lögum og velferð í landinu.

Svaraðu því svo skipulega hvað þú teljir aðkallandi í að umbylta núverandi stjórnarskrá og til hvers. Já og í hvaða samhengi ef því er að skipta. Varð hrunið vegna galla í stjórnarskrá?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 08:51

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að þetta nægi til að þú skiljir í eitt skipti fyrir öll að stjórnarskrármálið og ESB umsóknin voru og eru sama málið.

Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 09:04

14 identicon

Ef 1% þjóðar tekur þátt í atkvæðagreiðslu og 99% þeirra sem taka þátt segja já er þá afgerandi stuðningur þjóðarinnar til málsins? Þessi afstaða þeirra sem eru að presentara hina "nýju stjórnarskrá" gerir það að verkum að allur málflutningur þeirra verður marklaus. Og hrokinn sem felst í að nefna þessa hugarsmíði afmarkaðs hóps hina nýju stjórnarskrá bætir ekki úr skák.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 10:38

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Upphaflega samþykkti þingið að boða til stjórnlagaþings. Það mistókst vegna þess að kosningin var í skötulíki, en stjórnlagaþingið átti að hafa ákveðið umboð sem slíkt. Þá var skipuð nefnd og í hana settir þeir sem flest atkvæði höfðu fengið í hinni ólöglegu kosningu. Nefndin hafði ekki það umboð sem stjórnlagaþingið hafði átt að hafa. Plaggið sem kom frá nefndinni hafði í sjálfu sér ekkert meira vægi en hverjar aðrar hugmyndir að breytingum á stjórnarskrá sem einhver kynni að senda Alþingi til meðferðar. Stjórnarskrá landsins mælir fyrir um hvernig breytingum á henni verði komið fram og það er aðeins með því að þær séu samþykktar á tveimur þingum. Þar við situr. Það er engin "ný stjórnarskrá" til, aðeins tillögur einhvers fólks sem aldrei hafði neitt umboð umfram aðra landsmenn til að gera breytingar á stjórnarskrá.

Og það er alþekkt að mikill fjöldi þeirra sem andvígir voru þessu hringli sat heima þegar atkvæði voru greidd um þetta, einfaldlega vegna þess að þeir töldu, réttilega, að atkvæðagreiðslan væri alveg marklaus.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2019 kl. 10:58

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ennfremur: Þú lætur að því liggja að ef "ný stjórnarskrá" væri í gildi myndu ráðamenn uppfylla skyldur sínar eitthvað betur og veita réttari upplýsingar (les: ljúga ekki). En svona staðhæfing er auðvitað bara út í bláinn. Stjórnmálamenn ljúga og halda því áfram sama hvað stendur í stjórnarskrá. Því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2019 kl. 11:01

17 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kæri Jón Steinar. Sumt er álitamál og annað staðreyndir. Þú ferð rangt með staðreyndir í athugasemd þinni því það voru 49% kjósenda sem "nenntu" að mæta á kjörstað. Það tel ég talsverðan árangur þar sem að stjórnmálaflokkar létu málið að mestu afskiptalaust og lítil sem engin pólitísk umræða átti sér stað í aðdraganda kosninganna. Það er auðvitað þannig að sumt fólk hefur nákvæmlega engan áhuga á pólitík og mun seint fara að sökkva sér í lestur á tillögum að nýrri stjórnarskrá eða bera saman kosti og galla við þá gömlu. Það er líka rangt hjá þér að ekki hafi verið spurt um skjalið í heild því að fyrsta spurningin snerist nefnilega um það: "Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" Þau sem svöruðu þessu játandi voru amk. að lýsa sig fylgjandi nýrri stjórnarskrá og að þeim hugnaðist tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni.

Eitt af vandamálunum við gömlu stjórnarskrána (þau eru ansi mörg) varðar framsal valds. Margir sérfræðingar segja t.d. að EES samningurinn brjóti í bága við hana. Við erum m.ö.o. með stjórnarskrá sem hefð er fyrir því að brjóta. Sú ástæða ein og sér ætti að vera góð og gild fyrir því að þörf sé á nýrri stjórnarskrá. Ýmsar greinar um forseta Íslands eru líka arfleið frá danska kónginum og í raun afar hættulegar ef einhverjum siðblindum sjarmör tækist að ná flestum atkvæðum í forsetakjöri. Þannig gæti frambjóðandi náð kjöri með 20-25% atkvæða ef margir góðir kostir væru í boði.

Hvað Feneyjanefndina varðar þá er álit hennar fremur innlegg í umræðu frekar en endanlegur dómur. Nefndin var beðin um álit en fékk afar stuttan tíma til að kynna sér málið til hlítar. Ábendingar nefndarinnar voru teknar til umræðu og endurskoðunar, bæði innan Alþingis og líka hjá fulltrúum úr stjórnlagaráði sem komu saman að ósk Alþingis. Einhverjar breytingar voru gerðar í ljósi þess. Það er rangt að nefndin hafi gefið tillögunum "falleinkun" enda var það ekki tilgangurinn með aðkomu hennar. Stendur það einhvers staðar í skjalinu?

Það er einhver þráhyggja að tengja þetta mál sífellt við ESB. Alþingi lofaði þjóðinni nýrri stjórnarskrá strax við lýðveldisstofnun og það loforð hefur Alþingi enn ekki efnt. ESB er þessu máli óviðkomandi og ég hef hvergi séð þess merki að sambandið hafi reynt að hlutast til um stjórnarskrárbreytingar á Íslandi.

Að lokum get ég upplýst þig um það að ég hef reglulega velt fyrir mér stjórnarskrármálinu sl. 8-9 ár og tel mjög áríðandi að fá nýju stjórnarskrána í gildi sem fyrst. Heiður Alþingis er að veði og hér mun ekki skapast traust til stjórnmálaflokka á meðan þetta mál er enn í lausu lofti. Stjórnarskráin þarf að endurspegla valdajafnvægi í landinu. Hér er að lokum pistill sem mér finnst gott innlegg í hina almennu umræðu um stjórnarskrár:
https://stundin.is/pistill/spurningar-um-vold-en-ekki-um-rett/

Sigurður Hrellir, 17.1.2019 kl. 11:44

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn hefur kannski slegið prósentutölunni saman við hina sáralitlu þátttöku borgarbúa í kosningu Ingibjargar Sólrúnar, árum áður, um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

En samkvæmt lögunum um stjórnlagaþing átti að endurtaka kosningu til þess, ef brestur yrði á réttri framkvæmd kosningarinnar til þingsins 27. nóv. 2010. 

Í samhljóma úrskurði allra dómara í fullskipuðum Hæstarétti Íslands reyndust slíkir ágallar á framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að niðurstaða hennar var úrskurðuð ógild, og samkvæmt lögunum um stjórnlagaþing bæri að endurftaka kosninguna.

Þá gekk fram Illugi Jökulsson með kröfu um að Alþingi sniðgengi þau lög og tæki að sér að skipa umboðssvipta frambjóðendur í nefnd ("stjórnlagaráð") til að hremma verkefni stjórnlagaþings -- og undir þá ólögmætu kröfu tóku lögbrjótarnir í ríkisstjórninni, Jóhanna og Steingrímur, og allmargir leiðitamir jábræður þeirra og jásystur. Afleiðingin varð hið hið umboðslausa, ótrúverðuga "stjórnlagaráð" sem meirihluti þjóðarinnar vildi ekki bletta sig á að koma með neinum hætti nálægt.

Jón Valur Jensson, 17.1.2019 kl. 12:08

19 Smámynd: Ingólfur

6 ár frá þjóðaratkvæagreiðslunni og enn veltur vitleysan upp úr risaeðlunum.
Maður þarf að búa djúpt ofaní helli til þess að sjá ekki ákall eftir nýrri stjórnarskrá.
Og maður þarf að vera blindur til að sjá ekki gallana á gömlu dönsku stjórnarskránni.

Ég geri svo sem ekki ráð fyrir því að þið áttið ykkur á því að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. En hún er það samt.
Þið getið deilt um það eins og þið viljið hvort Stjórnlagaráð hafi haft umboð þingsins eða þjóðarinnar, því þjóðin var spurð um sitt álit í þjóðaratkvæagreiðslu og vildi fá nýja stjórnarskrá grundvallaða þeim tillögum.

Svo er greinilegt að þeir sem tala um falleinkun Feneyjarnefndarinnar hafa ekki lesið hann dóm því sumar stærstu athugasemdirnar snéru að atriðum sem voru óbreytt frá gömlu stjórnarskránni. Restin voru atriði sem voru löguð af stjórnskipunar og eftirlitsnefnd.

Nýja og gamla stjórnarskráin eru eins og dagur og nótt þegar kemur að gagnsæi stjórnvalda.

Gamla stjórnarskráin er úrelt bráðabirgðaplagg. Við erum búin að bíða í næstum 75 ár eftir nýrri stjórnarskrá. Hún er loksins komin, klárum málið.

Ingólfur, 17.1.2019 kl. 23:13

20 Smámynd: Sigurður Hrellir

Og varðandi það sem sumir hér gefa í skyn um takmarkaðan áhuga á nýju stjórnarskránni þá get ég upplýst að litla kverið hér að ofan er raunar í 2.-3. sæti á metsölulista Máls og menningar. Nýleg skoðanakönnun MMR sýnir líka að meirihluti landsmanna telur það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/731

Sigurður Hrellir, 17.1.2019 kl. 23:17

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú reynir ekki einu sinni að hrekja rök mín!

Það er afleitt, við endurskoðun á hvaða stjórnarskrá sem er, að byrja það ferli á alvarlegum lagabrotum!

Jón Valur Jensson, 17.1.2019 kl. 23:24

22 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón Valur, aðalatriðið er að haldin var fullkomlega lögmæt þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Tillögurnar voru samdar af hópi fólks sem meirihluti Alþingis skipaði til verksins. Tillögurnar voru grundvallaðar á niðurstöðum þjóðfundarins sem slembivalinn hópur næstum 1000 manns tók þátt í. Í sjálfu sér hefðu tillögurnar getað verið samdar af einhverju allt öðru fólki, t.d. þér, Þorsteini, Jóni Steinari og nokkrum örðum, en þá er ekki víst að þær hefðu hlotið stuðning kjósenda.

Sigurður Hrellir, 18.1.2019 kl. 00:19

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta var ekki þjóðaratkvæðagreiðsla heldur skoðanakönnun. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru haldnar til að taka ákvarðanir. Þetta var svonefnd ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla, sem hefur nákvæmlega sömu þýðingu og skoðanakönnun hefur.

Leiðin til að bæta eða endurnýja stjórnarskrá er ekki sú að byrja á að brjóta lög um hvernig slíkt skal gert og segja síðan ósatt um það ferli sem á eftir fylgir, þýðingu einstakra skrefa í því og svo framvegis.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 08:30

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Þorsteinn, þetta var ráðgefandi skoðanakönnun. Með ólögmætinu frá grunni (sbr innlegg mín) var fjöldi manns fældur frá því að vilja taka þátt í markleysunni, en byltingar-mennirnir af Illugataginu voru bara ánægðir með það, þannig myndi líta út fyrir að þeirra stefnumál hefðu meira fylgi en ella.

Og fullyrðingum Hrellis hér kl.0.19 hafna ég.

Jón Valur Jensson, 18.1.2019 kl. 09:07

25 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kæru félagar, Þorsteinn og Jón Valur, þið hljótið að geta betur en þetta. Það er verið að gjaldfella umræðuna með því að tala um lögmæta þjóðaratkvæðagreiðslu sem skoðanakönnun. Það er enginn eðlislegur munur á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni og þeirri sem hér er til umræðu. Í báðum tilvikum er formlega séð um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur að ræða en það stenst auðvitað enga skoðun að þingið geti hunsað þær, hvorki hér né í Bretlandi. Hvernig litist ykkur á það ef breska þingið ákveddi einhliða að hætta við útgönguna úr ESB og bæri fyrir sig "pólitískum ómöguleika"? Hér á Íslandi hefur ekki einu sinni farið fram efnisleg umræða á þinginu um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Það mætti halda að sumir stjórnmálaflokkar telji sig handhafa fullveldisins.

https://en.wikipedia.org/wiki/Referendums_in_the_United_Kingdom

Sigurður Hrellir, 18.1.2019 kl. 10:28

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æ, þetta er nú meiri vitleysan. Ríkisstjórnin skuldbatt sig til að fara eftir niðurstöðu Brexit atkvæðagreiðslunnar. Það var ekki um neina slíka skuldbindingu að ræða varðandi þetta stjórnarskrármoð hérlendis. Engin skuldbinding. Þess utan var atkvæðagreiðslan alls ekki um þessi drög sem heildstætt frumvarp að stjórnarskrá heldur um hvort það ætti að leggja niðurstöðurnar til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá, vitanlega líka með hliðsjón af svörum við þeim sértæku spurningum sem var spurt auk spurningarinnar um afstöðu til plaggsins í heild.

Ferli við breytingu á stjórnarskrá í þinginu er alveg skýrt. Það var skipuð nefnd til að gera tillögur um breytingar. Hún kom með margar mjög mikilvægar tillögur en vegna þess að einhverjir hálfeinhverfir píratar gátu ekki sætt sig við að þetta margfræga plagg væri ekki bara stimplað eins og það lagði sig tókst þinginu ekki að klára þessar mikilvægu umbætur því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 11:26

27 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ríkisstjórnir eða löggjafi á ekki að þurfa að gefa út neinar þannig yfirlýsingar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Í siðmenntuðum lýðræðisríkjum eru niðurstöður virtar. Á Norðurlöndum og meira að segja á Íslandi hefur það alltaf verið þannig - þangað til núna.

Sigurður Hrellir, 18.1.2019 kl. 12:03

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lestu bara tilkynninguna um þessa skoðanakönnun. Þá sérðu nákvæmlega hvernig átti að meðhöndla niðurstöðurnar. Þingið geri tilraun til að gera breytingar byggðar á þeim, en það var stoppað af apaköttum.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 14:47

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott lesefni fyrir Sigurð hrelli og hans hrellda samherja Ingólf:

PRÓFESSOR TELUR ÝMSAR BREYTINGAR STJÓRNLAGARÁÐS ALLTOF RÓTTÆKAR

 

 

Óhjákvæmilegt að leggja frumvarpið til hliðar

„Mér finnst þær athugasemdir sem gerðar hafa verið við frumvarpið vera þannig að það sé óhjákvæmilegt að leggja þetta mál til hliðar. Ber þar sérstaklega að nefna merkingarlítil ákvæði. Það er alltof mikið af þeim. Þá verður ekki séð að þeim markmiðum sem að var stefnt sé náð, svo sem með aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds. Það hefur alls ekki tekist sem skyldi,“ segir Sigurður um frumvarpið sem að hans mati veldur margvíslegri óvissu.

 

„Staða ýmissa stjórnarstofnana verður óljósari en áður og þar á ég við forsetann sérstaklega og að nokkru leyti Alþingi, svo sem með víðtækum heimildum til þjóðaratkvæðagreiðslna. Þær hljóta að veikja þingið. Óvissan nær líka til ríkisstjórna með því að staða ráðherra verður óljósari. Þeir sitja ekki á þingi sem ég tel alltof róttæka breytingu og alls ekki fullnægjandi rök fyrir. Það er ekkert á móti því að ráðherrar leggi af þingmennsku en ég tel að það sé æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að þeir sitji á þingi, þannig að þeir geti fylgst með og vitað hvað er á seyði,“ segir Sigurður sem telur af og frá að sátt geti skapast um tillögur stjórnlagaráðs. Breytingarnar frá núverandi stjórnarskrá séu enda alltof miklar.

„Heildarendurskoðun eins og þessi er ekki líklegur grundvöllur samfélagssáttamála. Sú stjórnarskrá sem nú gildir á sér djúpar rætur. Hún hefur smám saman verið löguð en ekki gerbreytt og æskilegast er að þannig verði framvegis staðið að málum. Hún hefur þannig orðið samfélagssáttmáli kynslóðanna. Aðdragandinn að stjórnlagafrumvarpinu var ekki gæfulegur.

Sú tillaga sem nú liggur fyrir er sett fram í þeirri ímyndun að með lagabókstaf megi breyta þjóðfélagi. Sú ímyndun verður einungis til að stuðla að réttaróvissu sem veldur deilum og sundrungu. Hún er ekki samfélagssáttmáli heldur sundrungarplagg. Þessar tillögur ber því að leggja til hliðar í heild. Hins vegar má vinna á grundvelli gildandi stjórnarskrár við aðlögun stjórnskipunar landsins eftir því sem þörf knýr hverju sinni og þá mælir ekkert gegn því að skoða hugmyndir í þeim stjórnarskrártillögum sem fyrir liggja. Stjórnlög þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga að nýjum aðstæðum, ekki síst á breytingatímum eins og nú, en varast skal snöggar breytingar, hvað þá kollsteypur.“

 

Á skrifstofunni í Bergstaðastræti Sigurður Líndal er forseti Hins íslenska bókmenntafélags.

Á skrifstofunni í Bergstaðastræti Sigurður Líndal er forseti Hins íslenska bókmenntafélags. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

 

(Óljós róttækni stjórnlagaráðs, Mbl. 19.12. 2012, nánar þar,  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1448429/ )

Jón Valur Jensson, 18.1.2019 kl. 17:55

30 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nafni minn er gagnrýninn í þessari grein hér að ofan, enda hefur hann margsinnis lýst ánægju sinni með gömlu stjórnarskrána og telur litlar ástæður til að breyta henni mikið. Tilgangurinn með því að skipa hann sem formann stjórnarskrárnefndarinnar 2013 var trúlega að koma í veg fyrir að stórar breytingar næðu í gegn. Þó var hann fyrstur nefndarmanna til að segja sig frá starfi nefndarinnar 10 mánuðum síðar. Við það tilefni sagðist hann enn eina ferðina ekki telja þörf á miklum breytingum nema þá helst að setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýrari forsetaákvæði.

En það er líka hægðarleikur að benda á greinar eftir aðra fræðimenn sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta og fá aldrei nein boð um nefndarsetur eða vel borguð sérverkefni fyrir stjórnvöld. Eftirtaldir fræðimenn við virta erlenda háskóla eru öllu jákvæðari í garð nýju stjórnarskrárinnar og þess ferlis sem hún spratt upp úr. Til viðbótar við greinina sem ég nefndi í athugasemd #17 eru hér nokkrar til viðbótar. Vinsamlegast lesið þær allar vel og vandlega.

Lawrence Lessig, prófessor við lagadeild Harvard háskóla: http://www.visir.is/g/2016160309307

Marc Fleurbaey, prófessor við Princeton-háskóla: http://www.visir.is/g/2016160419529

Antoni Abat y Ninet, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla: http://www.visir.is/g/2016160318733/nytt-taekifaeri-til-ad-efla-lydraedid-

3 fræðimenn við lagadeild Berkeley-háskóla: http://www.visir.is/g/2016160439992/islendingar-thad-skal-takast-

Arne Hintz við Cardiff-háskóla: http://www.visir.is/g/2016160519071

Lena Ramstetter og Zoe Lofkofridi við háskólann í Salzburg: https://kvennabladid.is/2016/08/25/thatttaka-med-islensku-snidi-hvad-getur-stjornarskra-sem-samin-er-med-almennri-thatttoku-kennt-okkur-um-beint-lydraedi-eftir-brexit/

Sigurður Hrellir, 19.1.2019 kl. 01:59

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þessar eilífu greinar sem hann Þorvaldur Gylfason hefur trúlega verið að herja út úr mönnum ókunnugum okkar aðstæðum og ekki upplýst um hina hlálegu forsögu þessa "stjórnlagaráðs"!

En þeir eru líka ófáir lögfræðingarnir og fræðimennirnir íslenzku sem hafa hafnað útkomunni sem arfaslakri og jafnvel mótsagnakenndri, því sem rogginn ÞG kallar þó "nýju stjórnarskrána"!!!

Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 02:13

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í Reykjavíkurbréfi Moggans í dag (raunar merktu sunnudegi) er minnzt á "ein[n] flokk núorðið, flokk sem aldrei býður fram," og þar segir:

"Við höfum séð það margoft í ógeðfelldu fitli þessa eineggja stjórnmálaliðs við stjórnarskrá landsins. Þær fréttir sem teknar eru að berast nú um væntanlega niðurstöðu þess samkrulls benda til að forðum stórflokkar ráðgeri að leggjast flatir fyrir Samfylkingu og Viðreisn og eru sársaukafullt merki þessa."

Þetta eru kannski vonarefni fyrir hrellinn og þann hrellda?

Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 06:06

33 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón Valur gefur hér í skyn að fjölmargir fræðimenn við virta háskóla erlendis sem engra persónulegra hagsmuna hafa að gæta skrifi greinar án þess að hafa kynnt sér málið til hlítar. Þetta er ekki svaravert. Ég nenni heldur ekki að velta vöngum yfir því hvað stendur í nafnlausum dálki í Mogganum. Það er ansi langt seilst ef vitna á í Reykjavíkurbréf Moggans sem marktæka skoðun. Útgerðaraðallinn sem borgar fyrrum húmorista 5 milljónir á mánuði fyrir að hrauna yfir pólitíska andstæðinga byggir vitaskuld grjótbólgna auðsöfnun sína á því að þjóðin fái ekki í sinn hlut fullt verð fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Útgerðarmenn hafa augljóslega mikinn hag af því að ekkert auðlindaákvæði sé í stjórnarskránni. Það er í mjög mikilli andstöðu við vilja þjóðarinnar þar sem 82,9% þeirra sem afstöðu tóku í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu vilja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á náttúruauðlindum.

Sigurður Hrellir, 19.1.2019 kl. 09:32

34 identicon

Dæmigerð umræða þar sem þessi drepleiðinlegi JVJ fer hamförum og drepur niður allan vilja til skoðanaskipta fólks sem er ekki með íhaldsfrostpinna í heilastað. 

DSJ (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 10:46

35 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessar greinar, kenndar hinum og þessum fræðimönnum í BNA eiga það flestar sameiginlegt (utan þess að höfundarnir þekkja ekkert til málsins), að ef þessir menn yrðu spurðir hvort þeir myndu mæla með sömu vinnubr0gðum við breytingar á eigin stjórnarskrá og þeim virðist þykja í lagi gagnvart stjórnarskrá útnárans Íslands myndu þeir súpa hveljur allir sem einn. Í einni greininni sem ég man eftir segir höfundurinn, lagaprófessor að sögn, að sýni skoðanakönnun að meirihluti landsmanna vilji einhverja tiltekna breytingu á stjórnarskrá þá sé það skylda stjórnvalda að gera breytinguna, og geri þau það ekki sé bylting réttlætanleg. Svona er þetta allt saman meira og minna því miður.

Er ekki einu sinni viss um að þessir aðilar hafi í raun og veru skrifað greinarnar. Kannski Þorvaldur hafi gert það sjálfur?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 11:39

36 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auk þess er það ekki gilt svar við röksemdum Sigurðar Líndal að afgreiða þær bara með því að hann sé á móti breytingum á stjórnarskrá af því að hann sé á móti þeim. Og telja svo upp allar þesar einkennilegu þýddu eða frumsömdu greinar frá BNA, án þess einu sinni að spyrja sig þeirrar augljósu spurningar hvers vegna her lögfræðinga í Ameríku er allt í einu farinn að skipta sér af stjórnmálaumræðu á Íslandi, og allar greinarnar lýsa nákvæmlega sömu skoðun og viss náungi hér þreytist ekki á að lýsa, eru eins uppbyggðar, röksemdirnar og tilvísanirnar þær sömu ...

Hvernig væri nú að reyna að kynna sér gagnrýni Sigurðar Líndal sjálfur, leitast við að skilja röksemdirnar þar að baki og svara þeim svo? Namedropping er ekki það sama og rökræða.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 12:20

37 Smámynd: Ingólfur

Hvernig er eiginlega hægt að rökræða við menn sem halda því í alvöru fram að virtir fræðimenn láti Þorvald Gylfason skrifa greinar í þeirra nafni? Í alvöru talað. Eða skrifi án þess að kynna sér nokkuð málefnið?

Hingað hafa komið tugir fræðimanna til þess að kynna sér nýju íslensku stjórnarskrána og ferlið í kring um hana. Tveir fræðimenn hafa flutt hingað um tíma til þess að stúdera ferlið betur. Og flestir líta á ferlið, þrátt fyrir ýmiss mistök í því, vera módel fyrir aðrar þjóðir þar á meðal þeirra eigin.

Staðreindin er að þeir vilja bara halda dauðahaldi í gamla danska stjórnarskrá sem var breytt í flýti til að nota til bráðabirgða fyrir 75 árum, og munu aldrei hlusta á nokkuð sem ekki styður þeirra últra íhaldssömu skoðun.

Ingólfur, 19.1.2019 kl. 14:16

38 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er alls ekki að afskrifa gagnrýni Sigurðar Líndal í heild sinni eins og sumir hér gera með margar greinar erlendra fræðimanna við virta háskóla báðum megin Atlandshafsins. Sigurður bendir sérstaklega á mikilvægi þess að setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana. Því er ég sammála, en hvað með ykkur? Hann nefnir líka þörfina á skýrari ákvæðum um völd og skyldur forseta Íslands. Um það held ég að við flest séum sammála nema helst þau sem vilja leggja forsetaembættið niður.

Svo nefnir hann nokkur atriði í tillögum stjórnlagaráðs sem hann telur ekki til bóta en viðhorf hans þar lýsa ákveðinni íhaldssemi sem fólk greinir eflaust á um. Ég ætla ekki að gera lítið úr skoðunum hans og vangaveltum en bendi þó á þversögnina sem blasir við þegar hann segir að tillögurnar séu "settar fram í þeirri ímyndun að með lagabókstaf megi breyta þjóðfélagi". Sú skoðun hans hlýtur að teljast hæpin því það er þjóðfélagið eða amk. stór hluti þess sem hefur kallað eftir nýrri stjórnarskrá sem betur endurspeglar kröfur 21. aldarinnar til þess hvernig stjórnskipun landsins er háttað, hvernig fara megi með völd í umboði kjósenda og hvernig skipta skuli arði af sameiginlegum auðlindum svo eitthvað sé nefnt.

Auk þess heldur Sigurður því fram gamla stjórnarskráin sé samfélagssáttmáli kynslóðanna en að sú nýja sé öllu heldur "sundrungarplagg" og ekki líkleg til að vera grundvöllur samfélagssáttmála. Um þetta hef ég helst það að segja að gamla stjórnarskráin sem lítið hefur verið breytt sl. 75 ár var samþykkt til bráðabirgða af körlum sem allir eru komnir undir græna torfu. Ekki ein einasta kona kom nálægt því að semja þessa stjórnarskrá, einungis karlar úr forréttindastétt, margir danskir og líklega með takmarkaða þekkingu á íslensku þjóðfélagi eins og það var fyrir 75 árum, hvað þá núna. Þetta er skoðun Sigurðar Líndal sem er sjálfur karlmaður úr forréttindastétt og kominn hátt á níræðisaldur (var rúmlega áttræður þegar greinin var skrifuð). Nær væri að spyrja fólk á mismunandi aldri og úr mismunandi þjóðfélagshópum hvort þau telji betri samfélagssáttmála, þann gamla eða þann nýja. Þetta hefur reyndar verið gert, bæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og einnig í nokkrum skoðanakönnunum á vegum MMR. Niðurstaðan er alltaf mjög svipuð, af þeim sem taka afstöðu eru tveir þriðju hlutar hlynntir tillögum stjórnlagaráðs en einungis þriðjungur hlynntari gömlu stjórnarskránni. Skoðanir Sigurðar Líndals eru hvað þetta varðar mjög litaðar af stöðu hans sjálfs og aldri. Ég er þó alls ekki að reyna að gera lítið úr skoðunum hans og ábendingum sem ég tel fyllilega eiga rétt á sér.

Sigurður Hrellir, 19.1.2019 kl. 15:20

39 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvernig í ósköpunum getur það verið gild gagnrýni á stjórnarskrána hvers kyns þeir voru sem komu að gerð hennar? Og hvað kemur kyn og aldur Sigurðar Líndal efnislegum röksemdum hans við?

Hér er andlegur hrærigrautur á ferð eins og svo oft í svona umræðu á Íslandi. Fólki er gjarna alveg fyrirmunað að beina sjónum sínum að málefnum heldur verða alls kyns aukaatriði til þess að trufla svo á endanum lendir hugsunin öll í graut.

Varðandi stjórnarskrá er það innihaldið sem skiptir máli, að stjórnarskrá sé traustur grunnur að stjórnskipun ríkisins og grundvallarréttindum þegnanna. Það hverjir semja hana kemur málinu ekki við, aðeins það hvað stendur í henni og það er einvöruðungu það sem ræða ber þegar afstaða er tekin til hennar.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 15:44

40 Smámynd: Sigurður Hrellir

Úr því þú lýsir eftir efnislegri umræðu, Þorsteinn, þá minni ég á að þið Jón Valur og fleiri hér hafið sjálfir gert aðdraganda og formsatriði að aðalatriðum í athugasemdum ykkar. Því legg ég til að þú nefnir einhver haldbær dæmi um það hvernig INNIHALD nýju stjórnarskrárinnar stangast á við væntingar og skoðanir fólks á 21. öldinni eða með hverjum hætti INNIHALDIÐ er "meingallað og mestan part eitthvert þvaður" eins og þú sjálfur komst að orði hér að ofan.

Sigurður Hrellir, 19.1.2019 kl. 17:57

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

DSJ, ég veit ekki betur en umræðan sé hér á fullu, þótt rúmir 3 sólarhringar séu frá því að grein hrellisins birtist, yfir 40 lesendur komnir á hana í viðbót í dag, og ef enginn svaraði mér, þá væri það ekki mér að kenna. En aðrir hafa einmtt haft tíma í umræðuna, meðan ég hef ekki haft hann í dag, en sjáum nú til ...

  Góð svörin hér frá Þorsteini í sambandi við þessa dularfullu Ameríkana, ugglaust vini ÞG, sem og í sambandi við álit Sigurðar Líndal, sem er nú einn al-marktækasti maðurinn á landinu um stjórnarskrármál og hefur skrifað sitthvað um þetta bröllt ÞG-hópsins sem vert væri að birta hér!

Ingólfur þarf að átta sig á því, að stjórnarskráin er fremur evrópsk en dönsk og að hún er jafnvel með amerísk áhrif að auki, en líka frönsk og belgísk.

Já, ég er sammála Sigurði Líndal, að nýja kraðakið (sem hefur hér enga réttarstöðu og er EKKI "ný stjórnarskrá") sé "sundrungarplagg", svo sannarlega. Þessu var þvingað hér í gegn með réttarbrotum, bara af því að vinstri menn vildu það, sem og Evrópusambands-innlimunarsinnarnir með Þorvald landlausa Gylfason í fararbroddi, en sérstakt kapp var á það lagt (m.a. með fjárstyrkjum) að koma sem flestum ESB-sinnum inn í þetta ólögmæta "stjórnlagaráð" (a.m.k. 10 slíkir eyrnamerktir náðu inn), og tvær tillögugreinar þess öðrum fremur staðfestu þann ljóta ásetning, með billegum ákvæðum sem gera myndu innlimun einkar auðvelda, en um leið torvelda útgöngu!!!

Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 18:05

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjálfur "aðdragandinn og formsatriðin", Hrellir, voru nú einmitt af þeirri alvarlega skemmandi náttúru að gera sjálfa skipan "stjórnlagaráðs" ólögmæta í sjálfri sér (þverbrotlega gegn bæði lögunum um stjórnlagaþing og kosningalögunum almennu, sem lögin um stjórnlagaþing vísuðu til, ef kosningin reyndist svo gölluð, að hún teldist ógild, en það gerði hún einmitt).

Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings, og jafnvel vinstri sinnaður formaður yfirkjörstjórnar, fyrrv. tengdasonur Svavars Gestssonar, Ástráður Haraldsson, varð að afturkalla kjörbréfin 25, sem gefin höfðu verið út til meintra stjórnlagaþingmanna.

En að svína á úrskurð Hæstaréttar og lög landsins var auðvitað leið þessarar mestu byltingarstjórnar lýðveldisins, stjórnar Jóhönnu og Steingríms J. (2009-2013), sem varðað höfðu leið sína með stjórnarskrárbrotum, eins og ég hef rakið annars staðar. Þetta gerði þetta hyski undir hvatningarópum Illuga Jökulssonar, rammhlutdrægs, því að hann átti líka sjálfur hagsmuna að gæta, svo að "kjör" hans 27. nóv. 2010 færi ekki í vaskinn, en vitanlega var það ólögmætt kjör og kjörbréf hans afturkallað og allra hinna, og 30 alþingismenn áttu ekkert með það að skipa þessa 25 eða 24 í nýja nefnd ("stjórnlagaráð") til að hrifsa til sín lögboðið hlutverk stjórnlagaþings.

Að slepptum mútunum sem notaðar voru til að lokka hina "kjörnu" (ókjörnu!!) til að samþykkja "tilboð" 30 þingmanna, að þessir 24/25 fengju asð starfa í "stjórnlagaráði" og það á tvöfalt hærri launum en áður hafði verið ákveðið um þingmenn tjórnlagaþings. Sjá hér: 

Báru stjórnarliðar fé á menn? - Í tilefni af stjórnlagaráðsmálum

Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 18:38

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helztu gagnrýnisefnin á "stjórnlagaráð" eru:

 

 

 

    • geðþótta-lögleysur við tilbúning þess,

     

     

      • gerræðisleg brotin á lögunum um stjórnlagaþing,

       

       

        • sjálftekin allsherjar-útvíkkun "stjórnlagaráðs" á jafnvel því hlutverki sem lögformlegu stjórnlagaþingi hafði verið ætlað, en það átti að vera bundið við endurskoðun á aðeins þremur þáttum stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands; ólíkt þessu tóku "ráðsmennirnir" það til bragðs að endurskoða hana alla, stokka hana alla upp,

         

         

          • "stjórnlagaráð" þóttist í hræsni sinni byggja á starfi þjóðfundarins 6. nóvember 2010, en beitti sér þvert gegn ítrekaðri áherzlu hans á, að stjórnarskrá landsins átti fyrst og fremst að verja fullveldi þess,

           

           

            • 111. og 67. gr. tillagna "stjórnlagaráðs" fela í sér brot gegn 86. gr. landráðabálks almennra hegningarlaga nr. 19/1940,

             

             

              • samsetning "stjórnlagaráðs" ("nýja stjórnarskráin") var svo ósamstæð og illa unnin moðsuða, að utanaðkomandi nefnd þurfti að lagfæra þar um sjötíu atriði, og þrátt fyrir þær lagfæringar var niðurstaðan harðlega gagnrýnd fyrir mjög margt af ýmsum fagmönnum og öðrum (nefni sem dæmi fræðimann, sem þó er talinn nálægt vinstri mönnum í stjórnmálum,  Gunn­ar Helg­a Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í þessu ýtarlega viðtali við hann:  Gagn­rýn­ir "óvissu­ferð" stjórn­lagaráðs).

               

              Að fleira mætti víkja, en þetta er meira en nóg fyrir Sigurð hrelli í bili.

              Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 18:49

              44 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

              Sammála Hrelli. Þetta mun hins vegar ganga hægt eins og öll framfaramál meðan niðurnjörfaðir afturhaldskurfar sitja í valdastólum og snatar þeirra dreifa FUD-i á öllum vígstöðvum að þvi er virðist til að kæfa vitræna umræðu í upphrópunum og útúrsnúningum. Fæstir nenna að eiga við slíkt þegar athugasemdir eru komnar yfir fyrsta tuginn og því virðist afturhaldið oft eiga síðasta orðið (þótt það merki ekki að það hafi sigrað umræðuna).

              Haraldur Rafn Ingvason, 19.1.2019 kl. 20:05

              45 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Segir einn, Haraldur Rafn, með stóryrðum án þess að vera hér í neinni rökræðu!

              Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 20:23

              46 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

              Þú spyrð, Sigurður, hvernig innihald tillagna nefndarinnar stangist á við "væntingar og skoðanir fólks". Þá spyr ég: Væntingar fólks um hvað og skoðanir fólks á hverju?

              Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 20:31

              47 Smámynd: Jón Valur Jensson

              "Ekki ein einasta kona kom nálægt því að semja þessa stjórnarskrá, einungis karlar úr forréttindastétt," segir Sigurður hrellir hér ofar -- og er alltaf með hugann lengst í fortíðinni og þó ekki 1874, þegar við fengum fyrstu stjórnarskrána.

              En á lýðveldistímanum komu konur í vaxandi mæli inn á þing, voru 9 kjörnar 1983 (af 60 þingmönnum) og 13 kjörnar 1987 (af 63 þingmönnum). Lýðveldisstjórnarskránni frá 17. júní 1944 var breytt með lögum 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), með l. 9/1968 (tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995), l. 100/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999) --- alls verið að breyta stjórnarskránni 7 sinnum á 40 árum 1959-1999 og líklega í verulegasta mæli árið 1995. Konum hefur ekkert verið haldið frá þeirri stjórnarskrárvinnu, þótt síðuhafi ímyndi sér það..

              Jón Valur Jensson, 19.1.2019 kl. 21:42

              48 Smámynd: Ingólfur

              Gamla stjórnarskráin er fyrst og fremst dönsk, gefin okkur af dönskum kóngi.
              Danska stjórnarskráin frá 1849 er hins vegar vissulega samin undir áhrifum frá Belgisku og Norsku ríkisstjórninni.

              En það er skemmtilegt Jón Valur að þú upplýsir loks hvers vegna þér er svona illa við nýju stjórnarskrána.
              Annars vegar er það 67. greinin sem þú nefnir sem fjallar bara um viðbótarleið til að setja lög í þjóðaratkvæagreiðslu. Ég skil ekki hvað þú getur haft á móti því.
              Og svo nefnir þú 111. greinina sem tryggir að þjóðin fái að eiga lokaorðið með þjóðaratkvæðagreiðslu ef/þegar Alþingi samþykkir aðild að einhverju eins og EES eða ESB.

              Það mætti því segja að þú sért á móti lýðræðinu og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart en ég bjóst ekki við að þú mundir opinbera það svona. 

              Ingólfur, 19.1.2019 kl. 23:13

              49 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Ég lýsti í dag eftir umræðu og gagnrýni á innihald nýju stjórnarskrárinnar og tók þar að hluta til undir athugasemd Þorsteins nr. 39. Umræðan um stjórnarskrármálin hefur lengst af verið í skötulíki þar sem sífellt er þrasað um form og aðdraganda en mun minna um innihaldið og þær breytingar á stjórnskipan sem lagðar voru til. Mér finnst það ódýr leikur sem stundum sést að afgreiða tillögur stjórnlagaráðs sem "meingallaðar", "eitthvert þvaður" eða "moðsuðu" án þess að færa fram einhver góð og gild rök fyrir því.

              Hér hafa verið nefndar tvær greinar nýju stjórnarskrárinnar, nr. 67 og 111 og því haldið fram að þær séu brot gegn 86. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í fyrsta lagi er vandséð hvernig gr. 67 í stjórnarskrá um framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu gæti mögulega gengið í berhögg við refsiákvæði um landráð. Þetta þarf augljóslega nánari útskýringa við. Hvað gr. 111 varðar þá er þar einungis mælt fyrir um að heimilt sé að gera þjóðréttarlega samninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Greinin setur mjög ströng skilyrði um að slíkt framsal sé ávalt borið undir þjóðina í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir samþykkt Alþingis og að framsal ríkisvalds skuli ávalt vera afturkræft.

              Það er erfitt að sjá hver gæti hugsanlega talist brotlegur við landráðakafla almennra hegningarlaga þegar í hlut á meirihluti Alþingis og svo þjóðarinnar sjálfrar. Varla ætti að dæma aðalsamningamann eða utanríkisráðherra fyrir slíkt brot? Þessu til viðbótar er svo eðli málsins samkvæmt stjórnarskráin æðri öðrum lögum. Heimild í stjórnarskrá myndi þá væntanlega trompa ákvæði í almennum lögum, en eins og þessu háttar fæ ég ekki með nokkru móti séð að það sé hætta á því.

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 00:10

              50 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Og varðandi spurningu Þorsteins í athugasemd nr. 46 vísa ég beint til þjóðfundarins 7. nóv. 2010 og samantektar þaðan, sjá http://www.thjodfundur2010.is/other_files/2010/gogn/Samantekt-Thjodfundur-2010.pdf en þar segir m.a.:

              "Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar. Hún verði kynnt í skólum og almenningi tryggð áhrif á ákvarðanir í þjóðmálum. Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga."

              "Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings. Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi."

              "Allir skulu njóta mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur lofað að virða, svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu. Vægi atkvæða verði jafnt."

              "Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Allir skulu hafa jafnan rétt til framfærslu, menntunar, heilbrigðisþjónstu og félagsþjónustu. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. Vægi atkvæða skal vera jafnt og refsilög skýr."

              "Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir."

              "Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. Kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá."

              "Tryggja þarf þrígreiningu valds þar sem hlutverk og ábyrgð ráðamanna séu skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Stjórnarskráin ætti að tryggja gagnsæi og eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska ráði för við ráðningar í störf í stjórnsýslunni. Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla."

              "Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust." 

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 00:26

              51 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Og vel á minnst, varðandi 111. gr. nýju stjórnarskrárinnar um framsal ríkisvalds. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að hafa það naglfast í stjórnarskrá hvernig fara skuli með svo mikilvæg mál sem varða fullveldið og samninga sem það varða. Sigurður Líndal telur nauðsynlegt að hafa slíkt ákvæði svo valdamenn geti ekki haft þetta eins og þeim sýnist, líkt og áður hefur tíðkast. Ég fæ ekki annað séð en að 111. gr. nýju stjórnarskrárinnar samræmist þessu mjög vel.

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 01:16

              52 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Ertu ESB-innlimunarsinni, Hrellir? 111. greinin er klæðskerasniðin fyrir skjóta innlimun Íslands í þetta valdfreka stórveldabandalag, nákvæmlega þegar einhver ESB-sinnaður þingmaður sér færi á því (t.d. þegar sæmilegt ástand virðist ríkja í ESB, sem er þó alls ekki alltaf!) að láta kjósa um þá innlimun (og þyrfti ekki nema um þriðjung þjóðarinnar til, ef margir sætu heima). Og síðan tókst þessu lánlausa, landlausa ESB-liði í "stjórnlagaráði" að koma þarna fyrir sérstöku ákvæði í 67. greininni, að samningar Íslands við önnur ríki skyldu vera undanskildir frá rétti þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðis í málum!!! Þá væri bara hægt að smygla okkur með áróðri og brellibrögðum inn í Evrópusamnbandið, en búið að útiloka það, að við mættum fara þjóðaratkvæðisleið til að segja skilið við það að fenginni vondri reynslu!

              Ekki leynir landráðahugsunin sér í verkum slíkra "hugsuða"! Og þessu gleypirðu við, Hrellir, og fylgihnöttur þinn Ingólfur! En vitaskuld á naumur meirihluti (t.d. 50,05% greiddra atkvæða) EKKI að hafa leyfi til að leggja niður lýðveldi okkar í þeirri þjóðréttarlegu fullveldisstöðu, sem það hefur nú. Norðmenn eru t.d. með kröfu um aukinn meirihluta í þinginu í atkvæðagreiðslum í þá átt, og samur mun vera vilji Sigurðar Líndal.

              En svaraðu nú hreinskilnislega upphafsspurningu þessa innleggs míns!

              Jón Valur Jensson, 20.1.2019 kl. 04:13

              53 Smámynd: Jón Valur Jensson

                Svo ertu svo djarfur --- eða bara ofur-trúgjarn --- að hafa hér að yfirskrift: "Nýja stjórnarskráin er forsenda sáttar og trausts"!! Eins og það yrði nokkurn tímann einhver þjóðarsátt um slík vélabrögð til að svipta okkur fullveldinu! Og traustinu á stjórnmálastéttinni væri þá endanlega búið að fyrirgera.

              Jón Valur Jensson, 20.1.2019 kl. 04:23

              54 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

              Ég sé ekki að þú hafir svarað spurningunni sem ég beindi til þín, en hún sneri að því hvað þú ættir við þegar þú værir að tala um hvernig þetta plagg uppfyllti væntingar fólks og félli að skoðunum þess. Langloka upp úr þjóðfundaryfirlýsingu skýrir ekki hvað þú ert að meina með þessu.

              Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2019 kl. 12:18

              55 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Það er nú ekki góð rökræðutækni að skella sífellt vafasömum merkimiðum á þá sem kunna að halda fram öðrum sjónarmiðum í þeim tilgangi að gera lítið úr þeirra rökum eða skoðunum. Þetta er ein gerðin af smjörklípuaðferð fyrrum húmorista sem hlaut heldur snautlega niðurstöðu í síðustu forsetakosningum. Er virkilega ekki hægt að ræða innihald nýju stjórnarskrárinnar án þess að draga fólk í dilka? Ég hef hvergi hér talað fyrir inngöngu í ESB en lít það mjög alvarlegum augum þegar stjórnmálamenn svíkja gefin loforð og kenna um pólitískum ómöguleika.

              Hvað er það nákvæmlega við grein 111 í nýju stjórnarskránni sem mætti bæta? Á að krefjast aukins meirihluta á Alþingi til að samþykkja slíkan samning? Augljóslega er ekki hægt að byggja á skoðunum eða skoðanaleysi fólks sem ekki nýtir kosningaréttinn.

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 12:37

              56 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Þorsteinn, ertu að spyrja um skoðanir mínar og væntingar? Nýja stjórnarskráin uppfyllir að mörgu leyti mínar væntingar, þó ekki allar. Þegar ég fullyrði eitthvað um væntingar annarra þá hlýt ég að reyna að vísa til einhvers máli mínu til stuðnings. 

              Í athugasemd 39 kallaðir þú sjálfur eftir umræðu um innihald stjórnarskrárinnar frekar en aukaatriðum eins og hverjir komu að gerð hennar. Samt talið þið Jón Valur í mjög löngu máli um einmitt það, hverjir komu að gerð nýju stjórnarskrárinnar og í leiðinni settir merkimiðar á þá og einnig þá fræðimenn sem virðast álíta að um mjög merkilegt framfaraskref hafi verið að ræða.

              Varðandi innihald nýju stjórnarskrárinnar, hvað í innihaldi hennar vildir þú helst gagnrýna eða hafa öðruvísi?

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 13:01

              57 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

              Ég var reyndar að spyrja hvaða skoðanir og væntingar hvaða fólks þetta plagg uppfyllti samkvæmt þínu áliti. En gott og vel, þú þarft svo sem ekkert endilega að svara því.

              Ég myndi nú í rauninni byrja á að skoða það sem við höfum í dag, því það er engin "ný stjórnarskrá" til staðar. Það er bara plaggið frá nefndinni. Við skulum kalla það Þorvaldardrápu hér eftir, ástæðan segir sig sjálf. Spurningin er einfaldlega þessi: Hver eru þau atriði í stjórnarskrá landsins sem nauðsynlegt er að breyta? Ég hef áður spurt forvígismenn Þorvaldardrápu að þessu og yfirleitt fengið allt annað en efnisleg svör, til dæmis að stjórnarskráin sé gömul, upprunnin í Danmörku, samin af karlmönnum og þar fram eftir götunum. Og svo einhverjar vísanir í "fallegt ferli", þar sem átt er við það herjans klúður sem varð til þess að ekki tókst að ganga frá nýrri stjórnarskrá. Sumsé: Allt út og suður, aukaatriði sem engu skipta.

              En kannski gengur þér betur að svara þessu. Ég skal meira að segja byrja og nefna það sem mér finnst að stjórnarskránni. Það er fyrst og fremst eitt atriði og það snýr að því hvernig knýja megi fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú þarf atbeina forseta til þess og sá atbeini er alveg háður duttlungum forseta. Þessu tel ég að þurfi að breyta í þá veru að tiltekið hlutfall kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðis um mál. Þetta er eina atriðið sem mér finnst algerlega ótækt því það er eiginlega í mótsögn við stjórnskipunina sem í grunninn er lýðræði.

              Önnur atriði: Persónulega finnst mér að vægi atkvæða fólks eigi að vera jafnt. Mér finnst það gæti komið til skoðunar að skilja betur milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þó ekki alveg viss um það. Svo er það kannski meira tæknilegt atriði hvort það þurfi að ganga betur frá einhverju orðalagi þannig að gildi aðildar að alþjóðasamningum sé ekki einhverjum vafa undirorpið.

              Öll þessi atriði eru þannig að verði samstaða um þau í þinginu er tiltölulega einfalt að gera viðeigandi breytingar á stjórnarskránni. Það þarf ekki Þorvaldardrápu til.

              Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2019 kl. 13:26

              58 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Þorsteinn, mér finnst áhugavert að sjá að þó svo við séum eflaust ósammála um sumt þá getum við líka verið sammála um ýmislegt annað. Ég tel t.d. mjög mikilvægt að í stjórnarskrá séu skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda, hvort heldur það er vegna laga sem Alþingi samþykkir eða til að koma ákveðnum málum á dagskrá. Sú leið að biðla til forsetans með óvissu um viðbrögð hans mætti mín vegna vera áfram til staðar en vissara að hafa opið fyrir ákveðið ferli með tilgreindum skilyrðum og að það sé heldur ekki háð duttlungum stjórnmálaflokka hvort niðurstaðan sé tekin gild eða ekki.

              Hitt sem þú nefnir um jafnt vægi atkvæða er ég líka sammála þér um. Mér finnst óásættanlegt að atkvæði í ákveðnum kjördæmum geti vegið tvöfallt þyngra en atkvæði í öðrum. Eins og í forsetakjöri og þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur að vera eðlilegt að atkvæði allra kjósenda vegi jafnt. Ég tel að þjóðkjörnir fulltrúar myndu reyna sitt besta til að starfa með hag dreifðari byggða í huga og vel mætti hugsa sér að koma til móts við ákveðna staði á landinu með öðrum hætti til að fyrirbyggja lýðræðishalla.

              Sigurður Líndal tilgreindi einnig tvennt sem hann taldi mikilvægt að setja inn eða breyta í stjórnarskránni. Það var annars vegar skilgreining á hlutverki forsetans sem hlýtur að teljast úrelt í gildandi stjórnarskrá og svo ákvæði um framsal fullveldis til alþjóðastofnana. Af þessu má sjá að fólk hefur ýmsar áherslur varðandi breytingar á stjórnarskránni, líka þeir sem vilja fara sér hægt.

              Ég get vel tekið undir með ykkur Sigurði en vildi einnig sjá mörgu öðru breytt til þess að auka tiltrú fólks á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það er óumdeilanlegt að traust til Alþingis og stjórnmálaflokka er allt of lítið og því miður virðast gjörðir kjörinna fulltrúa að undanförnu síst til þess fallnar að breyta því. Ég tel því mikilvægt að hægt sé að sýna valdhöfum aukið aðhald og álykta að meiri reglufesta og betri vinnubrögð fylgi í kjölfarið. Einnig tel ég að skýr ákvæði um aðgengi að upplýsingum muni verða til þess að ráðamenn láti taki ekki ákvarðanir til að þóknast ákveðnum sérhagsmunum ef þeir samræmast ekki hagsmunum annarra.

              Mig langar að spyrja þig hvort tillögur stjórnlagaráðs um þjóðaratkvæðagreiðslur (gr.65-67) og um alþingiskosningar (gr.39) séu þér að skapi?

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 18:00

              59 Smámynd: Ingólfur

              Alveg ótrúlegt hvað þið hafið mikið álit á Þorvaldi.
              Samkvæmt ykkur þá samdi hann einn og óstuddur nýju stjórnarskrána. Hafi tögl og haldir á hinum 24 fulltrúunum sem voru þó mjög ólíkir og með mjög mismunandi skoðanir.
              Allir stuðningsmenn eru líka stimplaðir sem einhverjir stuðningsmenn hans (greinilega mun hann rúlla upp forsetakosningum með 2/3 hluta þjóðarinnar á bak við sig)
              Og svo stjórnar hann líka öllum erlendu fræðimönnunum sem tjá sig um nýju stjórnarskrána.
              Mér finnst Þorvaldur alveg ágætur, en slappið alveg af, hann er ekki guð, heldur bara venjulegur maður.

              En ég skal nefna nokkur í gömlu stjórnarskránni, en tek það fram að þetta er alls ekki tæmandi listi.

              Þingkosningar: Jafnt vægi atkvæða er réttlætismál og þarf að tryggja. Misjafnt vægi er það sem ÖSE hefur ítrekað gert athugasemdir við. Svo þarf að taka út 5% þröskuldinn og bjóða upp á persónukjör þvert á flokka.
              Styrkja þarf þingið gagnvart framkvæmdavaldinu.

              Svo þarf á skerpa vel á hlutverkum framkvæmdavaldsins. Ég held meira að segja að það sé ekki minnst á ríkisstjórn í gömlu stjórnarskránni.

              Forsetakaflinn er svo bara í ruglinu.

              Svo er rosalega margt sem vantar, t.d. upplýsingaákvæði, þjóðaratkvæagreiðslur og frumkvæðisrétt almennings að lögum.

              Og þó mannréttindakaflinn sé einu hlutinn í gömlu stjórnarskránni sé eini kaflinn sem er í raun saminn af íslendingum og sé "bara" frá '95 að þá er hann samt kominn til ára sinna.

              Læt þetta nægja í bili en bendi hérna á ágætt myndband sem Framsóknarflokkurinn bjó til um þetta.
              https://www.youtube.com/watch?v=uf66Nkqiu3A

              Ingólfur, 20.1.2019 kl. 18:12

              60 Smámynd: Ingólfur

              Jón Valur. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að 67. greinin á bara við um atkvæagreiðslur að frumkvæði þjóðarinnar sem ekki er einu sinni möguleiki á í dag. Það er því aukið lýðræði í þessu.

              Varðandi ESB aðild að þá var ég harður andstæðingur en ég er ekki svo viss lengur. ESB hefur nefnilega gert gríðalega góða hluti þegar kemur að neytendavernd og réttindum almennings. ESB virðist líka vera eini aðilinn sem stendur upp í hárinu á alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem alltaf eigna sér meiri völd yfir okkur.
              En ég sé líka stóra galla við aðild.

              En í það minnsta þá vil ég að þjóðin fái að taka þessa ákvörðun og það tryggir 111. greinin. Ég skil ekki hvernig þú getur verið á móti því.
              Gamla stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir aðkomu þjóðarinnar í þessu máli og þó flestir sérfræðingar túlki það þannig að hún leyfi ekki aðild að þá stendur það hvergi berum orðum.

              Ingólfur, 20.1.2019 kl. 18:28

              61 Smámynd: Egill Vondi

              "Nýja stjórnarskráin er forsenda sáttar og trausts", sagði síðuhafi. Og 60 færslur eru settar inn til að þræta um það. Greinilega var staðhæfingin vitlaus.

              Nú tala ég fyrir mig, persónulega: ég er ekki bara andsnúinn nýju stjórnarskránni. Ég hata nýju stjórnarskrána.

              Ég hata hvernig farið var að því að koma stjórnlagaþinginu á. Einnig hata ég tilgang hennar, það að reyna að koma okkur inn í ESB. Ég hata hvað stendur í henni. Og ef hún verður sett í gildi mun ég aldrei, aldrei líta á hana sem lögmæta.

              Hún mun ekki leiða til sáttar og trausts, þvet á móti. Stuðningsmönnum þessa viðurstyggilega plaggs væri best að átta sig á því.

              Egill Vondi, 20.1.2019 kl. 19:03

              62 Smámynd: Egill Vondi

              Ingólfur, það er furðulegt að sjá menn vilja ganga inn í apparat sem er að hruni komið. Hefur það farið algerlega fram hjá þér hvernig komið er með Ítalíu, Grikklandi og öðrum löndum innan ESB, og hvers vegna þeir eru komnir í efnahagsþrengingar? Eða að hvaða marki löndin þar þurfa að hlýða tislipunum miðstýrðs heimsveldis? Eða að götumótmæli og ofbeldi eru orðin daglegt brauð? Þú talar um að ESB sé að standa í hárinu á stórfyrirtækjum og sérð ekki að þetta bákn er gert til að þjóna fjármalaveldum Evrópu, og sérstaklega Þýzkalands? Og hver er tilgangur þess að vilja nýja stjórnarskrá sem kveður á um þjóðnýtingu auðlinda, ef stjórn þeirra er svo seld til Brussel? Hver er tilgangur stjórnarskrár sem kveður á um aukna notkun beins lýðræðis ef æ fleiri völd eru send úr landi brott?

              Allt þetta, bara til að innleiða lög um persónuvernd, eða til að standa í hárinu á fjölþjóðafyrirtækjum. Hið fyrra, sem við höfum nú þegar, og hið síðara sem næst fram með pólitískri þjóðrækni.

              Það er nokkur sem heitir á ensku "being penny wise and pound foolish". þetta er dæmi um það.

              Egill Vondi, 20.1.2019 kl. 19:17

              63 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

              Hirða aurinn en kasta krónunni heitir það á íslensku. En ég held ekki að þetta "nýju stjórnarskrár" vesen allt saman sé til þess gert að koma okkur í ESB. Það er bara frekar vitleysisleg samsæriskenning. Þetta byggir allt á því að þegar bankarnir fóru á hausinn var einhver hópur af fólki sem ímyndaði sér að þeir hefðu farið á hausinn út af stjórnarskránni og út af pólitíkusum. Þess vegna þyrfti endilega að gera nýja stjórnarskrá. Þetta var auðvitað óttalega vitleysisleg hugmynd, en eins og oft er fá vitlausar hugmyndir gjarna miklar undirtektir - því vitlausari, því meiri eru undirtektirnar.

              Ég held að megnið af þeim sem harðast berjast fyrir nýrri stjórnarskrá hafi ósköp litla hugmynd um hvað stjórnarskrá er, enn minni hugmynd um hvað sé að núverandi stjórnarskrá og alls enga hugmynd um hvers vegna er ekki bara hægt að sníða af henni þá agnúa sem á henni eru án þess að þurfa að fara að hræra upp í hinu viðurkennda ferli við stjórnarskrárbreytingar.

              Þorsteinn Siglaugsson, 20.1.2019 kl. 20:21

              64 identicon

              Ég var svo heppinn að fá að njóta próf. Ólafs Jóhannssonar í Stjórnskipun- og Stjórnarfarsrétti. Síðan hef ég ekki haft áhyggjur að henni og sé ekki að breytinga sé þörf.

              Örn Johnson (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 20:42

              65 Smámynd: Egill Vondi

              Það er ekki bara vegna þess, vissulega er greining þín líka rétt - menn töldu stjórnarskrána vera orsök hrunsins; það þurfti einhvers konar blóraböggul til að skýra havað hafði farið úrskeiðis. Og hvers vegna ekki þá að nýta tækifærið að festa í sessi vinstripólitík með alls kyns ákvæðum og skuldbindingum í nýja plagginu?

              Hins vegar get ég ekki séð að það ætti að teljast samsæriskenning að þetta sé gert til að koma okkur í ESB. Ekki voru allir sem komu að þessu máli svona grunnhyggnir, þó að þetta hafi verið selt svona. Og hvers vegna er ekki ákvæði um að Ísland sé fullvalda ríki í nýju stjórnarskránni, og hvers vegna vill svo til að ESB umsóknin var gerð um svipað leyti?

              Egill Vondi, 20.1.2019 kl. 21:12

              66 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Góður Egill smile

              Þessari umræðu er hvergi nærri lokið. Ekki komst ég til hennar í dag. Hef að mestu lesið ný innlegg, en verð að svara seinna, og sannarlega þarf að gera athss. við margt! -- og í þetta sinn er ég jafnvel sammála einhverju hjá Ingólfi, en hafna flestu hjá honum, og öfugt: einu er ég ósammála hjá Þorsteini, um frestandi neitunarvald forsetans (er Þorst. þar með Valhallarstefnu málsins?), en að öðru leyti hefur ÞS staðið sig frábærlega hér. ---Og hvað ég skil hann Örn Johnson vel !

              Jón Valur Jensson, 20.1.2019 kl. 22:15

              67 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Spurt var um það hver væru þau atriði í gildandi stjórnarskrá sem nauðsynlegt sé að breyta. Ingólfur tók eiginlega af mér ómakið við að svara þessu. Eitt stærsta vandamálið við plaggið er að textinn lýsir alls ekki því hvernig stjórnskipunin virkar í raun. Því er varla hægt að lesa þetta án þess að hafa túlkaþjónustu tiltæka. Af þessum sökum er lítið hægt að kenna um stjórnarskrána í grunn- og framhaldsskólum. Eitt af markmiðunum með nýju stjórnarskránni var að gera textann skýran og auðskildari.

              Greinarnar um forsetann hljóta að teljast varasamar í meira lagi ef forseti tæki upp á því að framfylgja þeim bókstaflega. Þannig gæti hann tekið sér hálfgert alræðisvald með tilvísan til stjórnarskrárinnar. Hann gæti skipt út ráðherrum og flutt embættismenn úr einu embætti í annað. Hann gæti gert samninga við önnur ríki án þess að rönd verði við reist og lagt fram lagafrumvörp á Alþingi eða aðrar samþykktir. Hann gæti frestað fundum Alþingis í a.a. tvær vikur eða rofið Alþingi og gefið út bráðabirgðalög. Síðast en ekki síst gæti hann veitt undanþágur frá lögum samkvæmt afar óljósum reglum og jafnvel ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla.

              Svo hefa sumir hér áhyggur af 111. gr. nýju stjórnarskrárinnar!!

              Sigurður Hrellir, 20.1.2019 kl. 23:42

              68 Smámynd: Ingólfur

              Hérna velta fram samsæriskenningarnar og önnur vitleysa.
              Mig langar til að benda tröllinu vonda á aðra málsgrein nýju stjórnarskrárinnar:

              "Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum."

              Vonandi erum við öll ánægð með þennan hluta nýju stjórnarskrárinnar.

              Skárstur þeirra sem andskotast út í nýju stjórnarskrána hérna er Þorsteinn sem þó hendir út sleggjudómum um þá sem vilja að loksins verði staðið við 75 ára gamalt loforð, þannig að hrokinn lekur af honum.

              Og þú spyrð Þorsteinn, "hvers vegna er ekki bara hægt að sníða af [gömlu stjórnarskránni] þá agnúa sem á henni eru"?
              Því vil ég svara, það er vel hægt. Sú vinna er þegar búin og er kölluð nýja stjórnarskráin, því hún inniheldur um 80% af gömlu stjórnarskránni.

              Ingólfur, 21.1.2019 kl. 00:24

              69 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Skammt nær skilningur Hrellisins enn á gildrunni stórhættulegu sem fólgin er í 111. og 67. greininni í nýju gerviskránni!

              Samt er þetta plagg hans ær og kýr, og hann sér ekki sólina fyrir því!!

              Jón Valur Jensson, 21.1.2019 kl. 02:45

              70 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Ísland undirgekkst EES samninginn og hefur tekið við óteljandi tilskipunum sl. 25 ár. Með gildandi stjórnarskrá þyrfti því einungis samþykki einfalds meirihluta Alþingis til þess að gerast fullgilt ríki í ESB. Það stenst ekki nokkra skoðun að nýja stjórnarskráin sé gildra til að koma landinu í ESB því að þar er skýrt kveðið á um að bæði meirihluti Alþingis og meiri hluti kjósenda í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til að staðfesta þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds. Hvernig það á að vera "stórhættuleg gildra" er mér fyrirmunað að sjá og tel að áróðursmenn útgerðarinnar hafi komið þeirri eitruðu sögu í umferð.

              Það er eins og að Jón Valur hafi alls ekki hlustað á Sigurð Líndal sem hann þó vitnar til hér að ofan og útnefnir sem einn al-marktækasta manninn á landinu um stjórnarskrármál.

              Sigurður Hrellir, 21.1.2019 kl. 08:50

              71 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Svo er hér eitt dæmi sem sýnir ágætlega hversu furðulegt það er að notast við gamla danska stjórnarskrá. Breytingarákvæðið er óumdeilanlega ein helsta ástæða þess hversu treglega hefur til tekist sl. 75 ár að gera nauðsynlegar breytingar sem þó var lofað af öllum flokkum á Alþingi við lýðveldisstofnunina. Óteljandi stjórnarskrárnefndir hafa setið og komið með tillögur sem flestar hafa dagað uppi á skjalasafni Alþingis. Það ætti því að vera forgangsmál að breyta þessu breytingarákvæði til að leysa hnútinn en fyrsta setning þess hljómar svona:

              "Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi."

              Það getur vitaskuld vel verið að ég tilheyri þeim hópi sem Þorsteinn talar um í athugasemd 63 og skilji hreinlega ekki hvað stjórnarskrá er en mér þætti þá vænt um að hann myndi af kunnáttu sinni útskýra fyrir mér hvað "auka-Alþingi" er for noget. Í upphaflegri gerð stjórnarskrárinnar frá 1874 er einnig talað um auka-Alþingi:

              "Uppástungur, hvort heldur er til breytinga eður viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp, bæði á reglulegu alþingi og auka-alþingi."

              Sigurður Hrellir, 21.1.2019 kl. 11:41

              72 Smámynd: Egill Vondi

              Ingólfur, um hvaða málsgrein ert þú að tala? Eftirfarandi stendur hjá mér:

              --------------

              1.gr.

              Stjórnarform

              Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn.

              2.gr.

              Handhafar ríkisvalds

              Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.

              Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdavaldið.

              Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

              --------------

              Hvar sérð þú nokkuð minnst á fullveldi?

              Og hvað gengur til að þú sakir aðra um að vera "tröll" þegar þér þóknast ekki að anza því sem var beint til þín persónulega?

              Egill Vondi, 21.1.2019 kl. 12:38

              73 Smámynd: Egill Vondi

              Jón Valur Jensson:

              Þó að málsgreinar 67. og 111. séu slæmar, eru þær illu heilli ekki einar um það. Til að mynda segir 4. grein að ekki sé heimilt að svipta fólk ríkisborgararétti. Hvers vegna ekki það? Hvað gerist ef menn fá ríkisborgararétt á fölskum forsendum? Setjum þetta í samhengi aukins fólksflæðis og áráttu ráðamanna til að liðka fyrir um það.

              Egill Vondi, 21.1.2019 kl. 12:45

              74 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

              Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að auka-Alþingi sé þegar þing er kallað saman utan reglubundinna þinga. Mér finnst það nú eiginlega segja sig sjálft. Það á ekki að vera auðvelt að breyta stjórnarskrá og sé hún nógu vel samin er mjög sjaldgæft að það þurfi að breyta henni. Það er ástæðan fyrir því að til þess þarf tvö þing.

              Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 14:11

              75 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Skrýtið. Maður þarf sem sagt að geta sér þess til hvernig kallað er til auka-Alþingis. Það er ekki stafkrókur um þetta í þingsköpum heldur. Eitthvað líkt og í grein 30 sem hljómar svona:

              "Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til. 

              Það er nebblega það. Kannski að Stjórnarskrárfélagið boði þá bara til auka-Alþingis fyrst það er ekki flóknara en það.

              Sigurður Hrellir, 21.1.2019 kl. 14:57

              76 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Svanur Kristjánsson skrifar um stjórnarskrána. Skyldi hann vita hvað stjórnarskrá er?

              https://kjarninn.is/skodun/2019-01-18-godsattasagan-um-stjornarskrana/

              Og svo eru Píratar að leggja fram frumvarpið, flott hjá þeim!!

              https://kjarninn.is/frettir/2019-01-21-thad-er-islenska-thjodin-sjalf-sem-er-stjornarskrargjafinn/

              Sigurður Hrellir, 21.1.2019 kl. 21:26

              77 Smámynd: Egill Vondi

              Þvílíkur viðbjóður. Kemur ekki á óvart að það eru þeir sem eru að þessu.

              Egill Vondi, 21.1.2019 kl. 23:02

              78 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Hef ekki litið aftur á þessa síðu fyrr en nú, hef öðru brýnna að sinna. En S.Hrellir heldur áfram að fleipra, bætir þar frekar í, en svara þarf ég seinna, þótt Þorsteinn og Egill séu góðir (ekki "vondir"!).

              Jón Valur Jensson, 22.1.2019 kl. 00:19

              79 Smámynd: Sigurður Hrellir

              Frumvarp og greinargerð. Nú þarf heldur betur að setja upp lesgleraugun.

              https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/0822.pdf

              Sigurður Hrellir, 22.1.2019 kl. 08:36

              80 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Sízt eru stjórnleysingjar til þess fæddir að færa þjóðum stjórnarskrár!

              Jón Valur Jensson, 22.1.2019 kl. 13:30

              81 Smámynd: Egill Vondi

              Þegar menn halda því fram að fullveldið sé tryggt í nýju stjórnarskráni, ætli það sé verið að vísa til aðfaraorða? Það hlýtur að vera, vegna þess að það er í raun ekki minnst á það að öðru leyti. En eru aðfaraorðin lagalega bindandi bókstafur? Ef svo er, er það ekki af hinu góða, enda eru þar skrifuð skoðanamál og ýmislegt annað:

              Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina

              En þetta er vitlaust. Ólíkur uppruni auðgar ekki heildina. Hér er verið að setja skoðun sem lagabókstaf.

              og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.

              Þarna kom allavega eitthvað jákvætt.

              Ísland er frjálst og fullvalda ríki.

              Einmitt það. Er þetta lagalega bindandi? Ef svo er er allt annað sem stendur í aðfaraorðum lagalega bindandi líka - væntanlega!

              Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.

              Svolítið væmið, og kratískt í þokkabót. Einhver laumukommi hefur skrifað þetta.

              Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða. 

              En ég ber ekki virðingu fyrir henni. Takið mig þá fastann. Ef það er ekki gert eru aðfaraorðin ekki lagalega bindandi.

              Egill Vondi, 23.1.2019 kl. 09:17

              82 identicon

              Þú hefur staðið þig vel Sigurður að svara þessum tröllum sem hér hafa vaðið uppi og þið hinir sem líka hafa svarað þeim. Sem betur fer er stjórnarskrármálið fyrir löngu komið úr þeim fasa þar sem þessir menn vilja helst vera, rökþrota/tuð fasanum. Ég hef lesið athugasendir þeirra og fylgst með sumum þeirra á netinu lengi og ég hvet þig til að eyða ekki frekari tíma í þá.

              Þetta eru gamalkunnar útgáfur af mönnum sem eiga sér samsvörun í fornsögum Grikkja. Þar voru með eindæmum þröngsýnir menn myndhverfðir og kallaðir Kýklópar, þröngsýnir með endemum með sitt eina auga sem þar að auki sá illa. Bjuggu einir í hellum sem þeir yfirgáfu sjaldan og þá eingöngu til að böðalast í heiðvirðu fólki (Ódysseifi) og drepa það og éta. Takk kærlega fyrir baráttun fyrir nýju stjórnarskránni. Það styttist í að hún verði að veruleika.

              Þór Saari (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 19:57

              83 Smámynd: Jón Valur Jensson

              Lyppast niður lati Þór,

              ef lýsa á "rökum" sínum, 

              þráður hugsunar heldur mjór

              og heiðurstilfinning aldrei stór,

              er mætir hann sannindum mínum.                                      

              Jón Valur Jensson, 26.1.2019 kl. 02:37

              Bæta við athugasemd

              Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband