10 milljónum of mikið - fyrir hvað?

Það er rétt að benda á að þetta fólk sem hefur 848.484 kr. að meðaltali í mánaðarlaun kemur lítið sem ekkert beint að dagskrárgerð. Sparnaðaraðgerðir ættu fyrst að beinast að þeim sem mest fá í sinn hlut áður en farið er að segja upp hinu sauðtrygga og vel meinandi starfsfólki sem ber hag stofnunarinnar fyrir brjósti. Ég geri það að tillögu minni að starfsmenn RÚV taki sig saman og undirriti vantraust á yfirstjórn stofnunarinnar, útvarpsstjóra og ráðherra menntamála.

mbl.is Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Gröndal

Er það rétt að núverandi útvarpsstjóri fái þreföld laun fyrrverandi útvarpsstjóra? Ef svo er þá er það algjört siðleysi sérstaklega undir núverandi kringumstæðum.

Mér sýnist einn samnefnari blasa við í þeim vandamálum, sem þjóðin stendur andspænis, þ.e. græðgi. Græðgi í peninga og völd. Ef ekki verður almenn hugarfarsbreyting þá er sama til hvaða úrræða verður gripið, það mun sækja í sama horfið fyrr eða síðar.

Á Ísland sér einhvern Obama? Ég óska þess innilega að fólk með heilbrigða skynsemi komi fram á sjónarsviðið og nái að rétta skútuna við og stýra inn á heilbrigðari mið.

Páll Gröndal, 1.12.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Páll. Mig minnir að fyrrverandi útvarpsstjóri hafi haft rúmlega hálfa milljón í laun á mánuði. Þegar nafni þinn tók við fékk hann tvöfalda þá upphæð og svo hækkaði hann töluvert þegar fyrirtækið var gert að opinberu hlutafélagi. Auðvitað er það siðleysi að þykjast axla ábyrgð á slæmri rekstrarstöðu með því að reka gott og nauðsynlegt starfsfólk úr fréttum, dagskrárdeild og tæknideild. Þetta fólk var alls ekki á háum launum. Sem betur fer virðist starfsfólk RÚV ekki ætla að láta þetta yfir sig ganga.

Sigurður Hrellir, 2.12.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband