Þorir Hanna Birna ekki?

Ég skil vel að Hanna Birna þori ekki að standa augliti til auglitis við Reykvíkinga eftir framgöngu hennar í Ráðhúsinu að undanförnu. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna Ólafur F. ætlar að gera henni þann greiða að mæta í hennar stað.
mbl.is Ólafur F. Magnússon mun opna Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFRAM ÓMAR!!!

Ég óska Ómari og Íslandshreyfingunni til hamingju með sína fyrstu réttkjörnu stjórn. Náttúra Íslands þarf virkilega á traustum stuðningi að halda nú þegar ráðist skal í orkuöflun fyrir 2 ný álver og olíuhreinsistöð! 


mbl.is Ómar endurkjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var fléttan svona?

Hér er sagan eins og ég ímynda mér:

Ólafur F. réð Gunnar Smára.
Davíð Oddsson sá rautt og hringdi í vin sin Kjartan Gunnarsson.
Kjartan fór af stað með fléttu og fundaði með Hönnu Birnu.
Svo hringdi hann í Guðna Ágústsson.
Loks talaði hann við vini sína sem stýra fréttastofu Sjónvarpsins.

Það var fréttastofan sem setti málið af stað.
Í upphafi leit út fyrir að bjóða ætti Framsókn að slást í hópinn.
Allir sáu að það gekk ekki upp, enda sagði Guðni það ekki koma til greina.
Hins vegar hvatti hann Óskar og hans menn til að sýna "festu og ábyrgð".
Sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virtust koma af fjöllum.

Ef kenning mín er rétt þá hefur Davíð enn ekki sleppt krumlunni af flokknum.
Ljóst er að þessi flétta er ekki ættuð frá borgarstjórnarfulltrúum þeirra.
Þá veltir maður líka fyrir sér beinni þátttöku fréttastofu Sjónvarpsins.

Marsibil er í sömu stöðu og Margrét Sverrisdóttir fyrir hálfu ári.
Ætli konum sé ekki betur treystandi til að standa við gefin loforð?
 

En á Íslandi er öllu stjórnað af miðaldra körlum, því miður.


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér grefur gröf

Miðað við afglöp borgarfulltrúa Sjálstæðisflokksins, hvað svo sem segja má um Ólaf F., ber þeim að segja sig frá völdum. Þeir gætu helst í stöðunni lýst yfir stuðningi við minnihlutann og ráðið óháðan borgarstjóra út kjörtímabilið eða hreinlega farið að fordæmi Binga og látið sig hverfa.

Hins vegar skiptir hagur borgarbúa þetta fólk augljóslega litlu.

Ef þeir velja þá leið að setja fylgislausan Framsóknarflokkinn í lykilaðstöðu með tilheyrandi völd og sæti í nefndum og ráðum, eru þeir vitaskuld að bíta höfuðið af skömminni.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salt í sár kjósenda

Eru Reykvíkingar að sjá fram á enn einn borgarstjórnarmeirihlutann? Meirihluta nr. 1 í örlítið breyttri mynd? Nýtt fólk í nefndir og ráð? Enn eina birtingarmynd þess hvernig stjórnmál snúast um völd en ekki að þjóna kjósendum? Hvað hafa Reykvíkingar gert af sér til að verðskulda þetta?

Framsóknarflokkurinn fékk einungis um 4.000 atkvæði í kosningunum 2006 þrátt fyrir rándýra kosningaherferð og flott jakkaföt Binga. Ef kosið væri núna fengi hann líklega um þriðjung af því miðað við nýlega skoðanakönnun. Ætla Sjálfstæðismenn að leiða þennan úr sér gengna og villuráfandi örflokk til valda enn eina ferðina? Ég held að fulltrúar Sjálfstæðismanna ættu frekar að fara að fordæmi Björns Inga og hætta í stjórnmálum. Það er verið að strá salti í sár kjósenda.


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaaría Framsóknar?

Það er Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sem var ábyrgur fyrir því að meirihlutasamstarfi nr. 1 lauk og skrifaði hann þar með fyrsta þáttinn í ráðhúsfarsanum. Í kosningunum 2006 rétt marði hann að ná sæti í borgarstjórn með rúm 4000 atkvæði og var persóna Binga og rándýr auglýsingaherferð (exBé) líklega það sem bjargaði flokknum frá því að hverfa með öllu. Óskar Bergsson var víðs fjarri að ná inn. Hálfu öðru ári síðar fannst Birni Inga svo leiðinlegt að missa völdin eftir að meirihluti nr. 2 sprakk að hann hljóp undan merkjum.
 
Halda Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn virkilega að Reykvíkingar muni taka því fagnandi að fara enn eina ferðina í gegnum hrókeringar í nefndir og ráð? Augljóst er að Ólafur F. og Óskar B. eru ekki bestu mátar og því er næsta víst að Óskar myndi ýta Ólafi út ef af þessum gjörningi yrði. Ekki má gleyma því að F listinn fékk mun meira fylgi í kosningunum 2006 en Framsókn. Í öllu falli held ég að þetta yrði banabiti Framsóknar í Reykjavík en það er líka það eina jákvæða sem ég sé við þessar fréttir.

mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stingja höfðinu í gin ljónsins?

Það er meiri manndómur í Þórunni en sumum öðrum ráðherrum sem þora varla að svara fyrir ákvarðanir sínar (eða ákvarðanaleysi) í fjölmiðlum, hvað þá á opnum fundi. Húsvíkingar taka henni væntanlega vel og sýna fyllstu kurteisi. Umhverfisráðherrann hefur mátt þola stóran skammt af gífuryrðum vegna ákvörðunnar sinnar sem þó er fyllilega í anda tilskipunar ESB og okkur ber að fylgja. Vonandi verður þetta ekki eins og að stinga höfðinu í gin ljónsins.

Það er hins vegar ófyrirgefanlegt að Þórunn skuli ekki fá meiri stuðning frá sínum eigin flokki og mun aldrei nokkur maður trúa því að Samfylkingin meini það sem hún lofar í umhverfismálum. "Fagra Ísland" var lítið annað en fagurgali í örvæntingarfullri kosningabaráttu þar sem framan af leit út fyrir mikið fylgishrun flokksins. Eitt stærsta baráttumál Samfylkingarinnar, að undirbúa inngöngu í ES, hefur sömuleiðis verið stungið undir stól og hlýtur mörgum kjósendum hennar að finnast þeir hafa verið hafðir að fíflum.


mbl.is Þórunn boðar til fundar á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri góðar hugmyndir fyrir Vesturbyggð

Það voru margir sem litu á það sem fjarstæðukennda hugmynd að olíuhreinsistöð risi á Vestfjörðum. Líklega vöknuðu sumir þeirra upp við vondan draum þegar Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar lýsti því yfir að 99,9% öruggt væri að olíuhreinsistöðin risi. En nú er sem sagt komið að næsta skrefi - umhverfismatinu.

Þá væri ekki úr vegi að skoða hvort að umrædd olíuhreinsistöð gangi fyrir rafmagni eða olíu. Því hefur verið haldið fram af Ragnari og aðstandendum fyrirbærisins að ekki sé um stóriðju að ræða því að orkuþörfin sé einungis 15 MW, sjá hér. Hins vegar hafa þeir minna talað um að langstærstur hluti orkunnar fengist með brennslu á olíu því að í raun er orkuþörfin svipuð og hjá hinu nýja álveri í Reyðarfirði, eða um 500 MW. Afleiðing þess yrði m.a. gríðarleg aukning á útblæstri CO2, eða um þriðjungsaukning af heildarútblæstri Íslands. Nánar má kynna sér þetta ferli hér

Það er vitaskuld verið að afvegaleiða umræðuna með því að segja að 8 milljón tonna olíuhreinsistöð sé ekki stóriðja. Einnig er Ólafur Egilsson að að bulla þegar hann líkir útliti stöðvarinnar við Pompidou safnið í París og sendir út þau skilaboð að um fegrunarátak sé að ræða í Arnarfirðinum. Það er ekki sæmandi fyrrum sendiherra og fulltrúa landsins í fjarlægum heimsálfum að bjóða upp á svoleiðis málflutning.

Fyrir um 10 árum síðan var ákvörðunarvald í skipulags- og framkvæmdamálum fært frá ríki til sveitarfélaga. Það má þakka þingmönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fyrir þær breytingar. Þess vegna geta menn eins og Samfylkingarmaðurinn Ragnar Jörundsson viðstöðulítið leyft umboðsmönnum rússneskra olíufyrirtækja að reisa mengandi stórverksmiðjur í íslenskri náttúruparadís. Hins vegar er svo sem ekki víst að rússarnir vilji fleiri stöðvar að sinni, erfitt er um slíkt að spá, en samkvæmt bæjarstjóranum mun einungis 0,1% líkur vera á því að hætt verði við framkvæmdina.

Ragnar mun eftir sem áður hrinda mis-góðum hugmyndum í framkvæmd og ekki láta mótbárur náttúruunnenda og fólks úr ferðamannaiðnaði stöðva sig. Mér dettur t.d. í hug að opna mætti heimsins stærstu sorphauga í utanverðum Ketildölum þar sem fáir búa og leysa sorpvandræði Ítala og jafnvel alls Evrópusambandsins. Berlusconi myndi örugglega borga vel fyrir slíka þjónustu. Sorphaugarnir myndu eflaust líkjast einhverri frægri byggingu erlendis og svo mætti jú framleiða metangas fyrir alla bíla og báta í Vesturbyggð. Hér væri því sterkur umhverfislegur undirtónn og á sama tíma verið að hugsa hnattrænt, ekki satt?

 


mbl.is Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn!

Það er sérlega ánægjulegt að Ómari hljótist þessi heiður frá alþjóðlegum umhverfisverndarsamtökum. Hann hefur að öðrum ólöstuðum borið kyndilinn fyrir náttúru landsins og opnað augu margra Íslendinga fyrir leyndum gersemum. Því miður hafa margir landar ekki sýnt honum þá virðingu og skilning sem hann á vissulega skilið og stundum sent honum kaldar kveðjur. Vonandi verða þessi verðlaun honum hvatning til að halda áfram baráttunni í mörg ár enn.

Til hamingju Ómar og allir sannir náttúruunnendur


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir ES?

Það hefur verið býsna athyglisvert og sjokkerandi að fylgjast með hastarlegum viðbrögðum við ákvörðun umhverfisráðherra, bæði meðal bloggara og eins hjá ýmsum ráðamönnum. Forstjóri Reyðaráls (Alcoa á Reyðarfirði) segist t.d. ekki skilja forsendur ákvörðunarinnar og forsætisráðherra gaf til kynna að framkvæmdir gætu jafnvel hafist þó svo að heildrænt umhverfismat væri alls ekki fullbúið.

Það getur varla verið svo erfitt að skilja tilganginn með því að meta svona risaframkvæmd í heild sinni og leggja saman umhverfisáhrif mismunandi þátta. Það er sveitamennska af verstu gerð að göslast áfram án þess að vita hvert svona vegferð leiðir, ekki bara í einum landsfjórðungi heldur tveimur samtímis. Í fyrsta lagi er orkan enn ekki til staðar og þ.a.l. til lítils að tala um línulagnir. Mengunarkvóti er heldur ekki tiltækur og algjörlega út úr korti að reikna með því að Ísland fái aukinn útblásturskvóta á CO2 eftir 2012.
 
Ekki má gleyma því að ES hefur gefið út tilskipun þar sem sagt er að umhverfisáhrif stórra framkvæmda skuli metin í heild sinni:

The European Commission and the European Court of Justice have insisted on the importance of doing cumulative impacts studies when the assessment of multiple individual projects could not give the right results.

Hér má lesa vegvísinn frá ES.

Það má því ljóst vera að umhverfisráðherra er einungis að framfylgja tilmælum ES og getur tæpast legið undir ámæli fyrir það. Forsætisráðherra ætti að spara sér fullyrðingar um að úrskurðurinn sé ónauðsynlegur því að annars væri verið að sniðganga tilskipun ES þrátt fyrir skuldbindingar Íslands. Hins vegar hriktir í stjórnarsamstarfinu og má reikna með að stóll umhverfisráðherra sé orðinn nokkuð heitur.

mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband