Salt í sár kjósenda

Eru Reykvíkingar að sjá fram á enn einn borgarstjórnarmeirihlutann? Meirihluta nr. 1 í örlítið breyttri mynd? Nýtt fólk í nefndir og ráð? Enn eina birtingarmynd þess hvernig stjórnmál snúast um völd en ekki að þjóna kjósendum? Hvað hafa Reykvíkingar gert af sér til að verðskulda þetta?

Framsóknarflokkurinn fékk einungis um 4.000 atkvæði í kosningunum 2006 þrátt fyrir rándýra kosningaherferð og flott jakkaföt Binga. Ef kosið væri núna fengi hann líklega um þriðjung af því miðað við nýlega skoðanakönnun. Ætla Sjálfstæðismenn að leiða þennan úr sér gengna og villuráfandi örflokk til valda enn eina ferðina? Ég held að fulltrúar Sjálfstæðismanna ættu frekar að fara að fordæmi Björns Inga og hætta í stjórnmálum. Það er verið að strá salti í sár kjósenda.


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þetta sýnir að Hanna Birna gerir allt fyrir völdin, bara að fá að sitja sem borgarstjóri í nokkra mánuði, þau kusu að fá þennan brenglaða borgarstjóra  með sér og eiga að sitja uppi með það.

Skarfurinn, 13.8.2008 kl. 09:14

2 identicon

Sigurður virðist hafa fengið framsóknarflokkinn á heilan, ber út róg og ósannindi í athugasemdum og í bloggum.  Útúrsnúningar og rangfærslur virðast helga meðalið en ekki málefnaleg afstaða.   Skyldi vera hægt að leita sér lækninga við þessu ?

GVald (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er varla hægt að ljúga upp á Framsóknarflokkinn eða forystumenn hans. Í færslu minni hér að ofan er hvorki að finna ósannindi né róg af neinu tagi. Það er leitt að valda G. Valdimari vonbrigðum.

Eins og hefur tæpast farið fram hjá formanni málefnanefndar miðstjórnar Framsóknarflokksins benda skoðanakannanir til þess að fáir Reykvíkingar muni kjósa flokkinn hans aftur. Miðað við áætlað 2% fylgi eru það varla nema innstu koppar í búri og hugsanlega örfáir ólæknandi Framsóknarmenn eða eldri borgarar sem hættu að fylgjast með stjórnmálum á síðustu öld.

Ég sef rótt án þess að leiða hugann að framtíð Framsóknarflokksins og læt aðra um að hafa hann á heilanum. Hins vegar líður mér ætíð betur þegar hann er ekki við völd.

Sigurður Hrellir, 13.8.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband