Lokaaría Framsóknar?

Það er Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sem var ábyrgur fyrir því að meirihlutasamstarfi nr. 1 lauk og skrifaði hann þar með fyrsta þáttinn í ráðhúsfarsanum. Í kosningunum 2006 rétt marði hann að ná sæti í borgarstjórn með rúm 4000 atkvæði og var persóna Binga og rándýr auglýsingaherferð (exBé) líklega það sem bjargaði flokknum frá því að hverfa með öllu. Óskar Bergsson var víðs fjarri að ná inn. Hálfu öðru ári síðar fannst Birni Inga svo leiðinlegt að missa völdin eftir að meirihluti nr. 2 sprakk að hann hljóp undan merkjum.
 
Halda Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn virkilega að Reykvíkingar muni taka því fagnandi að fara enn eina ferðina í gegnum hrókeringar í nefndir og ráð? Augljóst er að Ólafur F. og Óskar B. eru ekki bestu mátar og því er næsta víst að Óskar myndi ýta Ólafi út ef af þessum gjörningi yrði. Ekki má gleyma því að F listinn fékk mun meira fylgi í kosningunum 2006 en Framsókn. Í öllu falli held ég að þetta yrði banabiti Framsóknar í Reykjavík en það er líka það eina jákvæða sem ég sé við þessar fréttir.

mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband