6.9.2008 | 23:41
Pungfýla
Ég sé hér heilan herskara af miðaldra körlum á ýmsum aldri dissandi fyrsta umhverfisráðherrann sem ekki er viljalaust verkfæri flokksforystu og sérhagsmuna. Þarna hafið þið pólitíkus sem fylgir sannfæringu sinni og reynir að efna þau fyrirheit sem flokkurinn gaf kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga.
Umhverfisráðherrann er kona. Er það kannski mergurinn málsins?
![]() |
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2008 | 09:53
Eru peningarnir búnir?
Hvað skyldi Breiðavíkurnefndin sem forsætisráðherra skipaði á síðasta ári fá greitt fyrir sína vinnu? Nú eða dómnefndin sem reiknar út stigin? Er það kannski of viðkvæmt mál fyrir lögfræðingana og sérfræðingana að birta greiðslur til þeirra og brot á persónurétti? Er þetta mál virkilega ekki orðið nógu vandræðalegt fyrir ríkið?
Ég lýsi yfir stuðningi við Breiðavíkursamtökin!!!
![]() |
Fimm stig gefa 375 þúsund krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 15:50
Heildstætt mat á Samfylkingunni
Samfylkingin er eins og nafnið ber með sér samansafn af ýmsum eldri flokkum. Fyrir síðustu kosningar fór ímyndarherferðin í gang og tókst að krækja í talsverðan atkvæðafjölda út á fögur fyrirheit um ESB inngöngu og "Fagra Ísland". Nú getur fólk loksins farið í heildstætt mat á flokknum og kemst þá líklega að því hvaða öfl þar á bæ eru öðrum yfirsterkari.
Annars bendi ég á nýjan pistil minn um skylt efni.
![]() |
Stjórnin styður álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 12:51
Einelti fyrir fullorðna?
"Íbúarnir [í Tjörneshreppi], sem Fréttablaðið talaði við, óttast álversframkvæmdirnar og telja þær geta lagt jarðir sínar í eyði. Þeir vildu ekki allir koma fram undir nafni og vísuðu sumir til þess að í sveitinni, sérstaklega á Húsavík, væri því sem næst bannað með lögum að vera á annarri skoðun en sveitarstjórnin. Nokkrir íbúar Húsavíkur höfnuðu einnig viðtalsbeiðni blaðamanns."
Á Vestfjörðum er sömu sögu að segja en þar hef ég heyrt talað um að fólk sé lagt í einelti fyrir að vera á móti olíuhreinsistöð. Í frétt sem birtist á RÚV 4. júní kom m.a. fram sú skoðun að þeir sem væru á móti gætu bara flutt í burtu. Þar kom einnig fram að þeir sem eru á móti hugmyndinni vilji síður tjá sig í viðtali en fylgjendur.
Er virkilega svo illa komið fyrir fólkinu hér á þessu landi að það eigi að troða mengandi verksmiðjum niður í flestum landshornum hvort sem mönnum líkar betur eða verr? Er nóg að alþjóðleg stórfyrirtæki veifi dollarabúntum (eða rúblum) til að sveitarstjórnir kikni í hnjánum og fái glýju í augun?
Á náttúruverndarfólki dynja sífellt ókvæðisorð af ýmsu tagi og er það kallað umhverfisfasistar, öfgamenn sem ekki hlusta á nein rök eða jafnvel hryðjuverkamenn. Vinsælt er að tala um einhverja kaffihúsamafíu sem heldur til í 101 Reykjavík og fer sjaldan austur fyrir Ártúnshöfða nema þá helst til að tína fjallagrös. Í 24 stundum á laugardaginn var kallaði hinn umboðslitli fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur framkvæmdastjóra Landverndar "atvinnumótmælanda"!
Að lokum má rifja upp atvik í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 þegar 60 manna hópur úr samtökunum "Afl fyrir Austurland" gekk í Náttúruverndarsamtök Austurlands gagngert til að koma í veg fyrir að ályktanir gegn stóriðju yrðu samþykktar innan félagsins og myndu í framhaldi af því birtast í fjölmiðlum.
Ef þetta er framgangsmáti þeirra sem vilja stóriðju í öllum landshlutum, hver er þá hinn öfgafulli sem ekki hlustar á nein rök? Samkvæmt skoðanakönnun í Fréttablaðinu 24. júní er töluverður minnihluti landsmanna fylgjandi frekari virkjunum fyrir stóriðju, hvort heldur sem spurt er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Ætlar hávær minnihlutinn sér að þagga niður í meirihlutanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2008 | 09:57
Áfram Kjötborg!
Þessir bræður eru gulli betri og eins og fram kemur í myndinni er þetta engin venjuleg búð. Sjálfur ólst ég upp nálægt Kjötborg í Búðargerði sem Jónas, faðir þeirra rak á meðan hann hafði heilsu til. Þeir Gunnar og Kristján störfuðu þar frá unga aldri og hið létta skap þeirra og einstök þjónustulund hefur fylgt þeim og ætíð verið til fyrirmyndar svo að vægt sé til orða tekið.
Eina sögu kann ég sem örugglega er ekkert einsdæmi. Móðir mín vann á tímabili hjá Hitaveitu Reykjavíkur og sá þar um mötuneytið. Eitt skiptið þegar haldin var árshátíð urðu þær uppiskroppa með bland í vodkann þegar komið var fram á nótt. Fyrirsjáanlegt var að karlarnir færu að drekka óblandað og í öngum sínum hringdi hún heim til Gunnars og bað hann um að redda málunum. Hann birtist skömmu síðar á bíl með nokkra kassa af gosi og vandamálinu var þar með afstýrt. Fáir kaupmenn hygg ég að tækju slíkt í mál.
Myndin um Kjötborg og þá bræður er mjög vel heppnuð og snertir áhorfendur. Vonandi verða góðar móttökur hvatning fyrir þessar ungu kvikmyndagerðarkonur og kaupmennina á horninu. Áfram Kjötborg!
![]() |
Kjötborg best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 09:57
Konu í forstjórastólinn!
Það er vissulega skelfilegt til þess að hugsa ef þessu valdamikla starfi verður úthlutað til útbrenndra pólitíkusa. Margir spá því að ferli Árna Matt. sé lokið, ekki síst eftir að hann valdi Þorstein Davíðsson í embætti dómara og fékk bágt fyrir. Það kæmi allavega fáum á óvart ef hann fengi að hvíla sig í forstjórastól Landsvirkjunar.
Hins vegar má alltaf bæta fyrir gamlar syndir og væri ekki úr vegi að minna háttvirta ráðherra ríkisstjórnarinnar á það að þeir eiga að starfa með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki flokkshagsmuni eða eiginhagsmuni. Vonandi sækja margir hæfir einstaklingar um stöðuna og væri vissulega mjög ánægjulegt ef kona yrði fyrir valinu. Konur virðast oft hafa skynsamlegri afstöðu en karlar þegar nýting á náttúruauðlindium er til umræðu.
Er það ekki annars iðnaðarráðherrann sem skipar nýjan forstjóra? Hann á allavega tvær umdeildar stöðuveitingar á samviskunni svo að nú þarf heldur betur að reka af sér slyðruorðið.
![]() |
Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 09:03
Ummæli úr hörðustu átt
Það kemur tæpast á óvart að formaður Framsóknarflokksins skuli nýta sér tækifærið til atkvæðaveiða á Húsavíkursvæðinu/Norðurþingi. Hann og flokkurinn hans bera mikla ábyrgð á þeim samviskulausa hernaði gegn náttúru landsins sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og virðist engan endi ætla að taka.
Að ásaka umhverfisráðherrann um "skemmdarverk" hlýtur þannig að koma úr hörðustu átt. Kapp er best með forsjá og tilgangur heildstæðs umhverfismats er einmitt sá að sjá fyrir allar afleiðingar framkvæmdanna frekar enn að skjóta fyrst og spyrja svo. Skyldi Guðni vera að meina það sem hann segir eða mun hann síðar breyta merkingu orða sinna eftir hentugleikum eins og hann hefur nýlega orðið uppvís að á Alþingi?
Framsóknarflokkurinn berst fyrir lífi sínu og framlínumenn þar á bæ hafa helst úr lestinni í stríðum straumum á s.l. tveimur árum. Má þar nefna Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson, Jónínu Bjartmarz, Binga og Önnu Kristinsdóttur auk Marsibil og fleiri minni spámanna. Mér segir svo hugur að nokkur örvænting ríki í herbúðum flokksins og tækifærismennska þeirra muni ná nýjum hæðum fram að næstu kosningum.
![]() |
Kreppa af völdum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2008 | 21:27
EKKI FRÉTTIR
![]() |
Guðni í fundaherferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 07:31
Mjólkurlaus mjólkurkú
Það er heldur dapurlegt að sjálf "mjólkurkú Reykvíkinga" sé orðin svo illa skuldsett. Skyldu það vera framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun og bygging svörtu hallarinnar á Ártúnshöfða sem hafa kallað á þessar lántökur? REI klúðrið? Veiðileyfi í dýrustu ám landsins fyrir minnislausa borgarfulltrúa og fleiri gæðinga? Ofurlaun helstu stjórnenda? Gerð umhverfismats fyrir virkjun við Bitru/Ölkelduháls sem gerðar voru um 700 athugasemdir við? 500 milljón króna samningur við sveitarfélagið Ölfus gerður til að "liðka fyrir" virkjanaleyfi við Bitru og Hverahlíð?
Brátt verður nýr forstjóri ráðinn til fyrirtækisins. Leynd hvílir um umsækjendur og hægur vandi fyrir nýja og umboðslausa stjórn fyrirtækisins (D+B) að láta pólitískan gæðing í það sæti frekar en að velja hæfasta umsækjandann. Ef til vill verður eitt helsta hlutverk hans að undirbúa "einkavinavæðingu" á fyrirtækinu?
Því miður verða það Reykvíkingar sjálfir sem þurfa að borga brúsann. Eins og orkuverð hafi ekki verið nógu hátt?
![]() |
Erfið fjárhagsstaða OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2008 | 16:55
Að flýja sökkvandi skip...
![]() |
![]() |
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)