Að stingja höfðinu í gin ljónsins?

Það er meiri manndómur í Þórunni en sumum öðrum ráðherrum sem þora varla að svara fyrir ákvarðanir sínar (eða ákvarðanaleysi) í fjölmiðlum, hvað þá á opnum fundi. Húsvíkingar taka henni væntanlega vel og sýna fyllstu kurteisi. Umhverfisráðherrann hefur mátt þola stóran skammt af gífuryrðum vegna ákvörðunnar sinnar sem þó er fyllilega í anda tilskipunar ESB og okkur ber að fylgja. Vonandi verður þetta ekki eins og að stinga höfðinu í gin ljónsins.

Það er hins vegar ófyrirgefanlegt að Þórunn skuli ekki fá meiri stuðning frá sínum eigin flokki og mun aldrei nokkur maður trúa því að Samfylkingin meini það sem hún lofar í umhverfismálum. "Fagra Ísland" var lítið annað en fagurgali í örvæntingarfullri kosningabaráttu þar sem framan af leit út fyrir mikið fylgishrun flokksins. Eitt stærsta baráttumál Samfylkingarinnar, að undirbúa inngöngu í ES, hefur sömuleiðis verið stungið undir stól og hlýtur mörgum kjósendum hennar að finnast þeir hafa verið hafðir að fíflum.


mbl.is Þórunn boðar til fundar á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammala öllu nema þessu með ES. Þar höfum við ekkert að gera.

Villi Asgeirsson, 11.8.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Villi, sjálfur set ég þann fyrirvara að ásættanlegur samningur náist og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin skera úr um endanlega inngöngu. Ég kaus ekki Samfylkinguna, enda trúði ég því ekki að þingmenn hennar sem áður höfðu stutt Kárahnjúkavirkjun væru skyndilega orðnir náttúruverndarsinnar. Það hefur nú verið sannreynt og vonandi reyna þeir ekki aftur að beita þessum sömu blekkingum.

Sigurður Hrellir, 11.8.2008 kl. 21:46

3 identicon

Jæja, allt er nú orðið "manndómur", ég myndi nú kalla þessa´"ákvörðun" hennar "kvendóm". Staðreyndin er sú að þessi kona gerði ekkert til að breyta gangi sögunnar. Var bara að reyna að upphefja sig á kostnað annarra. Auðvitað á hún að fara norður á Húsavík, útskýra sína ömurlegu dellu, sem hefur ekkert með framgang málsins að gera (ef svo væri þyrði hún örugglega ekki í gin ljónsins !) og svo verður virkjað og hennar ekki minnst í Íslandssögunni ! Datt einhverjum annað í hug ? Ömurlegt hlutverk einnar konu sem hélt að hún væri "great". Hennar "end of story", sannið þið til. Þjóðin á EKKI að borga laun fyrir svona showbusiness, a.m.k. ekki mín. Bestu kveðjur,

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband