Var fléttan svona?

Hér er sagan eins og ég ímynda mér:

Ólafur F. réð Gunnar Smára.
Davíð Oddsson sá rautt og hringdi í vin sin Kjartan Gunnarsson.
Kjartan fór af stað með fléttu og fundaði með Hönnu Birnu.
Svo hringdi hann í Guðna Ágústsson.
Loks talaði hann við vini sína sem stýra fréttastofu Sjónvarpsins.

Það var fréttastofan sem setti málið af stað.
Í upphafi leit út fyrir að bjóða ætti Framsókn að slást í hópinn.
Allir sáu að það gekk ekki upp, enda sagði Guðni það ekki koma til greina.
Hins vegar hvatti hann Óskar og hans menn til að sýna "festu og ábyrgð".
Sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virtust koma af fjöllum.

Ef kenning mín er rétt þá hefur Davíð enn ekki sleppt krumlunni af flokknum.
Ljóst er að þessi flétta er ekki ættuð frá borgarstjórnarfulltrúum þeirra.
Þá veltir maður líka fyrir sér beinni þátttöku fréttastofu Sjónvarpsins.

Marsibil er í sömu stöðu og Margrét Sverrisdóttir fyrir hálfu ári.
Ætli konum sé ekki betur treystandi til að standa við gefin loforð?
 

En á Íslandi er öllu stjórnað af miðaldra körlum, því miður.


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Marsibil. vonndi stendur hún við orð sín !

Stefán (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband