27.10.2010 | 11:13
Að fórna náttúruperlum í þágu sérhagsmuna
Ég hvet fólk til að kynna sér hugmyndir um vegalagningu á svæðinu við náttúruverndarsvæðin hjá Dyrhólaós og Reynisfjöru. Það kann vel að vera að núverandi vegur geti einstaka sinnum verið erfiður yfirferðar sökum snjóa en það hlýtur að vera hæpin ákvörðun að ganga nærri svo einstakri náttúru og skerða mikilvægi svæðisins til ferðamennsku.
Mikill ágreiningur hefur verið innan bæjarstjórnar um málið og meðal almennings. Kærur benda til þess að sérhagsmunir kunni að ráða för. En auðvitað hlýtur kostnaðarþátturinn að vega þungt á tímum sem þessum þar sem fyrirhuguð vegalagning myndi eflaust kosta ríkið 6 milljarða eða meira á núvirði þegar sjóvarnargarðar eru reiknaðir með í dæmið.
Það getur ekki verið einkamál fólks á svæðinu hvernig farið er með okkar sérstæðustu náttúru.
Frummatsskýrsla Vegagerðarinnar frá 2008 með myndum af mismunandi kostum.
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2009-2025, Umhverfisskýrsla.
![]() |
Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2010 | 19:31
Hjá flestum íslenskum fjölmiðlum er enn árið 2007
Fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson sést á þessum myndum, enda starfar hann með Wikileaks í þessari mestu uppljóstrun sögunnar, allavega hvað varðar upplýsingamagn. Yfirmenn RÚV kærðu sig ekki um að hafa Kristin áfram í starfi þrátt fyrir alla hans miklu reynslu og hæfileika. Reyndar kærðu þeir sig heldur ekki um að vera á meðal örfárra fjölmiðla á heimsvísu sem fengu séraðgang að skjölum Wikileaks í sumar. Segir það ekki sína sögu um stöðu þessara mála á Íslandi?
Á hverjum degi dynja upplýsingar á íslenskum almenningi sem settar eru fram gagnrýnislaust og varla gerð tilraun til að kanna hvort viðmælendur fari frjálslega með staðreyndir. Ráðherrar fá ekki einu sinni erfiðar spurningar þegar þeir tafsa og fara með staðlausa stafi. Viðmælendur fréttamanna eru oftar en ekki í launuðu starfi sem fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja og sérhagsmunafélaga. Lærðu menn virkilega enga lexíu af greiningardeildum bankanna sálugu?
Fréttin hér segir að Julian Assange óttist leyniþjónustur. Hvað skyldu íslenskir fjölmiðlamenn helst óttast? Að vera sagt upp störfum ef þeir eru of gagnrýnir?
![]() |
Assange óttast leyniþjónustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2010 | 19:38
Aðgerðir í þágu fjármálafyrirtækja
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, sagði m.a. eftirfarandi í fréttum á RÚV kl. 18:
"Þetta hefur í för með sér verulega lækkun á skuldum heimilanna. Við erum að áætla að þetta séu hátt í 50 milljarðar sem eru færðir til heimilanna með þessari aðgerð."
Nýlegir dómsúrskurðir hafa staðfest það sem lengi hefur verið á margra vitorði, þ.e. að svokölluð "gengistrygging lána í íslenskum krónum er ólögleg samkvæmt lögum nr. 38/2001. Með því hefur það fengist staðfest að höfuðstól umræddra lána mátti ekki uppreikna í samræmi við gengismun íslensku krónunnar og erlendra gjaldmiðla. Höfuðstóll lánanna hækkaði því í raun aldrei og er það því beinlínis rangt að kveða svo að orði að þetta frumvarp hafi í för með sér lækkun á skuldum heimilanna.
Vissulega átti sér stað óskiljanlegt klúður þegar fjármálafyrirtækin fengu óáreitt að bjóða neytendum og fyrirtækjum upp á gengistryggð lán svo árum skiptir. Þar hljóta opinberar eftirlitsstofnanir að bera einhverja sök auk hinna sérhæfðu fjármálafyrirtækja sem sjálf settu skilmálana og sáu alfarið um samningagerð.
Því hlýtur það að teljast nokkuð sérstakt að boðaðar breytingar á þessum lögum séu helst á þann veg að styrkja stöðu kröfuhafa gegn lántakendum svo að ábyrgðin á klúðrinu falli í meginatriðum á neytendur. Í drögum að lagabreytingum er ítrekað vitnað til dóma Hæstaréttar frá 16. september 2010 (sem fjölluðu um vaxtaskilmála í uppgjörsútreikningi á bílaláni) og engin tilraun gerð til að láta lántakendur njóta sannmælis. Þannig skjóta ráðamenn sér í raun bak við úrskurð dómara í einu tilteknu máli í stað þess að taka pólitíska ákvörðun sem þjóðað gæti heildarhagsmunum þorra skuldara - nokkuð sem raunar hefði átt að gera 18 mánuðum fyrr.
Í þessu sambandi væri ekki úr vegi að minna á neytendalög Evrópusambandsins sem innleidd hafa verið í íslensk lög, (Annex XIX EEA Agreement og þá sérstaklega Council Directive 93/13/EEC of 5 April 1993 on unfair terms in consumer contracts, Official Journal No L 95, 21.4.1993, p.29). Það á ekki að vera hlutskipti neytenda að axla ábyrgð þegar að sérhæfðar fjármálastofnanir eða eftirlitsstofnanir ríkisins bregðast skyldu sinni. Þannig gæti ríkið hæglega skapað sér bótaskyldu ef þessar ófrávíkjanlegu tilskipanir væru virtar að vettugi, hvort heldur sem það væri af völdum dómstóla, löggjafans eða framkvæmdavaldsins. Þannig myndi ríkissjóður í raun þurfa að sitja uppi með skaðann sem kröfuhafar hefðu ellegar þurft að axla í flestum tilvikum.
Vafalaust munu einhverjir neytendur leita réttar síns og skjóta málinu til annarra þar til bærra aðila ef úrræði stjórnvalda verða á svipuðum nótum og dómstóla hingað til. Afar ólíklegt er að sátt skapist um þá niðurstöðu. Þess vegna væri skynsamlegra að leita að réttlátari lausn sem myndi létta lántakendum greiðslubyrðina og gera fólki kleift að standa í skilum. Að mínu mati er hinn "fordæmisgefandi" úrskurður Hæstaréttar sem fjallaði um uppgjör bílaláns algerlega úr samhengi við stöðu hárra myntkörfulána sem tekin voru til húsnæðiskaupa með skuldbindingu í a.a. 40 ár.
Í öllu falli er nauðsynlegt er að greina á milli ex tunc og ex nunc lagaáhrifa þannig að
1) það sem neytendur hafa staðið skil á í góðri trú fái að standa og
2) skilmálabreytingar taki einungis gildi frá og með lagabreytingu.
![]() |
Frumvarp um gengislán lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 08:03
Hr. Status Quo
![]() |
„Stjórnarskráin er góð eins og hún er“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2010 | 23:01
Nýtt Alþingi á Þingvöllum
![]() |
Þráinn í Þingvallanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2010 | 17:45
Vanhæft Alþingi
Það stendur illilega í forystumönnum stjórnmálaflokkanna að taka mótmæli síðustu daga til sín. Það er augljóslega verið að mótmæla ríkisstjórninni og gagnslausum úrræðum hennar til að bjarga skuldugum heimilum.
Það er líka verið að mótmæla forystumönnum gömlu flokkanna í stjórnarandstöðu sem báðir eru synir auðmanna sem nýtt hafa pólitísk sambönd sín til að hagnast gífurlega. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er gift forstjóra Alcoa og fyrrverandi varaformaður fékk niðurfellda marga milljarða skuld. Engir nema sannir flokksdindlar vilja sjá þetta fólk nálægt stjórnkerfinu.
Svo er klárlega verið að mótmæla afturgöngum úr hrunstjórninni sem sá ekki einu sinni sóma sinn í að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ráðherraábyrgð. Með því framferði hélt það hlífiskyldi yfir 3 fyrrverandi félögum sínum og brugðu sér í hlutverk dómara.
Síðast en ekki síst er verið að mótmæla framferði bankanna sem eru eins og ríki í ríkinu og höggva menn í spað meðan að sérstakir vildarvinir og innvígðir fá að velja sér eignir og fyrirtæki af matseðli.
Ég spái því að tíðinda verði að vænta strax í þessari viku. Það er mjög mikil ókyrrð í fólki og stuttur kveikiþráður í mörgum. Það væri verulega leitt ef það þyrfti raunverulega að koma til blóðsúthellinga á Íslandi til að bæta ástandið.
![]() |
Vilja ekki breyta um stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2010 | 18:14
Skyldi hún vera hljóðeinangrandi?
![]() |
Girðing um Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 18:00
Eru forystumenn stjórnarflokkanna andsetnir?
Ég endurbirti hér færslu mína frá því í morgun sem ég ritaði eftir að hafa hlustað á Steingrím J. í Morgunútvarpinu á Rás 2. Þar ofbauð mér að heyra hann hagræða sannleikanum enn eina ferðina en þar sagði hann m.a. um gengistryggð lán og lántakendur:
"Vonandi er að leysast úr því núna á grundvelli dómafordæmanna frá Hæstarétti og sá hópur fær umtalsverða lagfæringu sinna mála með niðurfærslu höfðuðstólsins, bæði bílalána og húsnæðislána."
Steingrímur hlýtur að skilja það að gengistrygging lána hefur verið ólögleg síðan 2001. Dómarnir frá því í sumar staðfestu það loksins svo ekki verður um villst. Þar af leiðir að höfuðstóll lánanna sem um ræðir hefur aldrei hækkað og það hlýtur að vera vísvitandi hjá ráðherranum að hann talar ranglega um "niðurfærslu höfuðstólsins" og "lagfæringu sinna mála".
Á hinn bóginn setja nýfallnir dómar sömu lántakendur í enn erfiðari stöðu en fyrr þar sem að greiðslubyrði lánanna er þyngd mjög verulega, og það mörg ár aftur í tímann (sjá dæmi hér að neðan). Þannig á að refsa þeim sem tóku þessi lán í góðri trú og höfðu ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir að fjármálastofnanir myndu á sama tíma vera að taka stöðu gegn krónunni og viðskiptavinum sínum.
Afleiðing þessa gæti hins vegar orðið sú að lántakendurnir ættu skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði en fjármálafyrirtækin stæðu eftir með pálmann í höndunum. Það er vegna þess að lög Evrópusambandsins sem tekin hafa verið upp hér landi segja mjög skýrt að samningum megi ekki breyta með úrskurði nema það sé neytendum í hag. Sömu lög eru ófrávíkjanleg og ef niðurstaðan yrði sú sem Steingrímur túlkar svo frjálslega, skapast skaðabótaábyrgð hjá ríkissjóði. Þannig gætu áætlanir ríkisins um auknar skatttekjur farið fyrir lítið, en það yrði líklega vandamál fyrir arftaka SJS í ráðuneytinu ef svo fer sem horfir.
En látum tölurnar tala sínu máli:
Konkret dæmi um greiðslubyrði tiltekins húsnæðisláns til 30 ára, tekið í ársbyrjun 2006, verðtryggt með ólögmætri gengisbindingu við Yen og Sfr. Lánsfjárhæð 19,2 milljónir.Greiðslubyrði samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun, (fast gengi og fastir LIBOR vextir). 4 ára tímabil, apríl 2006-mars 2010: Samtals 4.015.657 eða 83.660 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt þróun vaxta og gengis, þ.e. með ólögmætri gengistryggingu og breytilegum LIBOR vöxtum. Sama tímabil: 6.700.818 eða 139.600 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt úrskurði dómstóla frá sl. mánuði, þ.e. með óverðtryggðum vöxtum SÍ. Sama tímabil: 13.490.887 eða 281.060 á mánuði að jafnaði.
![]() |
Engin fleiri úrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 08:53
Rökþrota ráðherra - tölur tala sínu máli
Ég hlustaði á Steingrím J. í Morgunútvarpinu rétt í þessu. Þar sagði hann m.a. um gengistryggð lán og lántakendur:
"Vonandi er að leysast úr því núna á grundvelli dómafordæmanna frá Hæstarétti og sá hópur fær umtalsverða lagfæringu sinna mála með niðurfærslu höfðuðstólsins, bæði bílalána og húsnæðislána."
Steingrímur hlýtur að skilja það að gengistrygging lána hefur verið ólögleg síðan 2001. Dómarnir frá því í sumar staðfestu það loksins svo ekki verður um villst. Þar af leiðir að höfuðstóll lánanna sem um ræðir hefur aldrei hækkað og það hlýtur að vera vísvitandi hjá ráðherranum að hann talar ranglega um "niðurfærslu höfuðstólsins" og "lagfæringu sinna mála".
Á hinn bóginn setja nýfallnir dómar sömu lántakendur í enn erfiðari stöðu en fyrr þar sem að greiðslubyrði lánanna er þyngd mjög verulega, og það mörg ár aftur í tímann (sjá dæmi hér að neðan). Þannig á að refsa þeim sem tóku þessi lán í góðri trú og höfðu ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir að fjármálastofnanir myndu á sama tíma vera að taka stöðu gegn krónunni og viðskiptavinum sínum.
Afleiðing þessa gæti hins vegar orðið sú að lántakendurnir ættu skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði en fjármálafyrirtækin stæðu eftir með pálmann í höndunum. Það er vegna þess að lög Evrópusambandsins sem tekin hafa verið upp hér landi segja mjög skýrt að samningum megi ekki breyta með úrskurði nema það sé neytendum í hag. Sömu lög eru ófrávíkjanleg og ef niðurstaðan yrði sú sem Steingrímur túlkar svo frjálslega, skapast skaðabótaábyrgð hjá ríkissjóði. Þannig gætu áætlanir ríkisins um auknar skatttekjur farið fyrir lítið, en það yrði líklega vandamál fyrir arftaka SJS í ráðuneytinu ef svo fer sem horfir.
En látum tölurnar tala sínu máli:
Konkret dæmi um greiðslubyrði tiltekins húsnæðisláns til 30 ára, tekið í ársbyrjun 2006, verðtryggt með ólögmætri gengisbindingu við Yen og Sfr. Lánsfjárhæð 19,2 milljónir.
Greiðslubyrði samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun, (fast gengi og fastir LIBOR vextir). 4 ára tímabil, apríl 2006-mars 2010: Samtals 4.015.657 eða 83.660 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt þróun vaxta og gengis, þ.e. með ólögmætri gengistryggingu og breytilegum LIBOR vöxtum. Sama tímabil: 6.700.818 eða 139.600 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt úrskurði dómstóla frá sl. mánuði, þ.e. með óverðtryggðum vöxtum SÍ. Sama tímabil: 13.490.887 eða 281.060 á mánuði að jafnaði.
![]() |
Tunnumótmæli við stefnuræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2010 | 08:31
Hagræðir Steingrímur sannleikanum viljandi?
Ég hlustaði á Steingrím J. í Morgunútvarpinu rétt í þessu. Þar sagði hann m.a. um gengistryggð lán og lántakendur:
"Vonandi er að leysast úr því núna á grundvelli dómafordæmanna frá Hæstarétti og sá hópur fær umtalsverða lagfæringu sinna mála með niðurfærslu höfðuðstólsins, bæði bílalána og húsnæðislána."
Steingrímur hlýtur að skilja það að gengistrygging lána hefur verið ólögleg síðan 2001. Dómarnir frá því í sumar staðfestu það loksins svo ekki verður um villst. Þar af leiðir að höfuðstóll lánanna sem um ræðir hefur aldrei hækkað og það hlýtur að vera vísvitandi hjá ráðherranum að hann talar ranglega um "niðurfærslu höfuðstólsins" og "lagfæringu sinna mála".
Á hinn bóginn setja nýfallnir dómar sömu lántakendur í enn erfiðari stöðu en fyrr þar sem að greiðslubyrði lánanna er þyngd mjög verulega, og það mörg ár aftur í tímann (sjá dæmi hér að neðan). Þannig á að refsa þeim sem tóku þessi lán í góðri trú og höfðu ekki ímyndunarafl til að sjá fyrir að fjármálastofnanir myndu á sama tíma vera að taka stöðu gegn krónunni og viðskiptavinum sínum.
Afleiðing þessa gæti hins vegar orðið sú að lántakendurnir ættu skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði en fjármálafyrirtækin stæðu eftir með pálmann í höndunum. Það er vegna þess að lög Evrópusambandsins sem tekin hafa verið upp hér landi segja mjög skýrt að samningum megi ekki breyta með úrskurði nema það sé neytendum í hag. Sömu lög eru ófrávíkjanleg og ef niðurstaðan yrði sú sem Steingrímur túlkar svo frjálslega, skapast skaðabótaábyrgð hjá ríkissjóði. Þannig gætu áætlanir ríkisins um auknar skatttekjur farið fyrir lítið, en það yrði líklega vandamál fyrir arftaka SJS í ráðuneytinu ef svo fer sem horfir.
En látum tölurnar tala sínu máli:
Konkret dæmi um greiðslubyrði tiltekins húsnæðisláns til 30 ára, tekið í ársbyrjun 2006, verðtryggt með ólögmætri gengisbindingu við Yen og Sfr. Lánsfjárhæð 19,2 milljónir.
Greiðslubyrði samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun, (fast gengi og fastir LIBOR vextir). 4 ára tímabil, apríl 2006-mars 2010: Samtals 4.015.657 eða 83.660 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt þróun vaxta og gengis, þ.e. með ólögmætri gengistryggingu og breytilegum LIBOR vöxtum. Sama tímabil: 6.700.818 eða 139.600 á mánuði að jafnaði.
Greiðslubyrði samkvæmt úrskurði dómstóla frá sl. mánuði, þ.e. með óverðtryggðum vöxtum SÍ. Sama tímabil: 13.490.887 eða 281.060 á mánuði að jafnaði.
![]() |
Skatttekjur aukast meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)