Hr. Status Quo

Löngum hafa Bændasamtökin staðið gegn framþróun á Íslandi. Líklega verða bændur nú hvattir til að mæta á kjörstað og kjósa útsendara samtakanna.
 
Nú er það spurning hvort að LÍÚ eigi líka útsendara í hópi frambjóðenda eða önnur sérhagsmunasamtök. Hrunflokkarnir virðast allavega hafa gert nokkra umboðsmenn sína út af örkinni án þess að hafa hátt um það.

mbl.is „Stjórnarskráin er góð eins og hún er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú útskýrt fyrir mér hvaða mögulega hag Bændasamtökin gætu haft af því að hafa mann inni á Stjórnlagaþingi?

Hann er þar að auki ekkert eini lögfræðingurinn sem segir þetta nákvæmlega sama.... enda virðist sú stétt almennt ekki sækjast í setu á þessu þingi..

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:36

2 identicon

Þetta blogg þitt ber mikinn vott af heimsku og ekki þér til framdráttar.

Held að bændasamtökin hafi í gegnum tíðina þurft að taka á sig ansi mikið á kostnað þjóðarinnar. Minni nú bara á hlutverk þeirra í þjóðarsáttinni 1990 þar sem þeirra eftirgjöf varð til þess að stuðla að betri efnahag og atvinnusköpun hjá okkar þjóð sem þá barðist við kreppu.

 Svona samsæriskenningar hjálpa engum, síst sjálfum þér og eiga ekki heima á vefnum.

Rúnar Ágúst (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband