Eru forystumenn stjórnarflokkanna andsetnir?

Ég endurbirti hér færslu mína frá því í morgun sem ég ritaði eftir að hafa hlustað á Steingrím J. í Morgunútvarpinu á Rás 2. Þar ofbauð mér að heyra hann hagræða sannleikanum enn eina ferðina en þar sagði hann m.a. um gengistryggð lán og lántakendur:

"Vonandi er að leysast úr því núna á grundvelli dómafordæmanna frá Hæstarétti og sá hópur fær umtalsverða lagfæringu sinna mála með niðurfærslu höfðuðstólsins, bæði bílalána og húsnæðislána."

Steingrímur hlýtur að skilja það að gengistrygging lána hefur verið ólögleg síðan 2001. Dómarnir frá því í sumar staðfestu það loksins svo ekki verður um villst. Þar af leiðir að höfuðstóll lánanna sem um ræðir hefur aldrei hækkað og það hlýtur að vera vísvitandi hjá ráðherranum að hann talar ranglega um "niðurfærslu höfuðstólsins" og "lagfæringu sinna mála".

Rautt spjaldÁ hinn bóginn setja nýfallnir dómar sömu lántakendur í enn erfiðari stöðu en fyrr þar sem að greiðslubyrði lánanna er þyngd mjög verulega, og það mörg ár aftur í tímann (sjá dæmi hér að neðan). Þannig á að refsa þeim sem tóku þessi lán í góðri trú og höfðu ekki  ímyndunarafl til að sjá fyrir að fjármálastofnanir myndu á sama tíma vera að taka stöðu gegn krónunni og viðskiptavinum sínum.

Afleiðing þessa gæti hins vegar orðið sú að lántakendurnir ættu skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði en fjármálafyrirtækin stæðu eftir með pálmann í höndunum. Það er vegna þess að lög Evrópusambandsins sem tekin hafa verið upp hér landi segja mjög skýrt að samningum megi ekki breyta með úrskurði nema það sé neytendum í hag. Sömu lög eru ófrávíkjanleg og ef niðurstaðan yrði sú sem Steingrímur túlkar svo frjálslega, skapast skaðabótaábyrgð hjá ríkissjóði. Þannig gætu áætlanir ríkisins um auknar skatttekjur farið fyrir lítið, en það yrði líklega vandamál fyrir arftaka SJS í ráðuneytinu ef svo fer sem horfir.

En látum tölurnar tala sínu máli:

Konkret dæmi um greiðslubyrði tiltekins húsnæðisláns til 30 ára, tekið í ársbyrjun 2006, verðtryggt með ólögmætri gengisbindingu við Yen og Sfr. Lánsfjárhæð 19,2 milljónir.

Greiðslubyrði samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun, (fast gengi og fastir LIBOR vextir). 4 ára tímabil, apríl 2006-mars 2010: Samtals 4.015.657 eða 83.660 á mánuði að jafnaði.

Greiðslubyrði samkvæmt þróun vaxta og gengis, þ.e. með ólögmætri gengistryggingu og breytilegum LIBOR vöxtum. Sama tímabil: 6.700.818 eða 139.600 á mánuði að jafnaði.

Greiðslubyrði samkvæmt úrskurði dómstóla frá sl. mánuði, þ.e. með óverðtryggðum vöxtum SÍ. Sama tímabil: 13.490.887 eða 281.060 á mánuði að jafnaði.
mbl.is Engin fleiri úrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband