Ríkið er að bregðast

Flestum hlýtur að vera ljóst að stjórnvöld ráða ekkert við stöðu mála. Fjölmargar fjölskyldur sjá ekki fram á að halda eigin húsnæði og geta heldur ekki skilað lyklinum og verið laus allra mála. Hér er verið að hneppa fólk í átthagafjötra og óréttlætið er yfirgengilegt.

Mælirinn er einfaldlega fullur. Það er glæpur að standa ekki vörð um auðlindir landsins (sbr. söluna til Magma) eða láta forherta útgerðarmenn blóðmjólka sameiginlega sjóði. Allt of margir alþingismenn hafa þegið umtalsverðar upphæðir frá fyrirtækjum og auðmönnum og láta því ekki raunverulega hagsmuni þjóðarinnar ráða för. Út með þetta fólk áður en það er of seint.
 
Hér er því miður að skapast ástand sem á ekkert sameiginlegt með norrænum velferðarríkjum.

mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri fjölmiðlamenn á þing?

Róbert Marshall telur að fólkið sem mótmælir fyrir utan Alþingi sé "að óska eftir aðgerðum og að það sé tekið á því sem þarf að taka á".  Róbert er hins vegar ekki alveg sammála því mati fólksins að stjórnvöld standi sig illa og segir það slæmt að sumir kjósi að lýsa skoðunum sínum "með ofbeldisfullum hætti". Hann segir það "ekki hluta af lýðræðinu" að tjá sig með þeim hætti sem fólk gerir í dag. Líklega sér hann ekki ofbeldið sem margar fjölskyldur verða fyrir þessa dagana, einmitt vegna slakrar frammistöðu stjórnmálamanna, ekki síst í flokki Róberts.
 
Róbert er formaður allsherjarnefndar og ætti að vita eitt og annað um það hvernig mikilvæg stefnumál sem tengjast lýðræði og snúa að aukinni þátttöku almennings eru svæfð í nefndinni. Ágætis dæmi er frumvarp um persónukjör sem reyndar var í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar en virðist hafa sofnað svefninum langa í allsherjarnefnd því að á nýju þingi er öllum ókláruðum málum hent.  Það er borin von að þetta mál klárist fyrir næstu kosningar enda virðist alltaf vera of stutt í næstu kosningar til að auka vald kjósenda eða jafna atkvæðisréttinn.
 
Verður Edda Andrésdóttir næst?Róbert er fyrrverandi fjölmiðlamaður og ásamt öðrum slíkum flokksbróður sínum hafði hann úrslitavald um það að sýkna fyrrverandi ráðherra úr hrunstjórninni. Ég held að kjósendur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kjósa fleiri fjölmiðlamenn á þing.

mbl.is „Ekki til farsælda ef reiðin ræður för“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð við þjóðina

Íslendingar eiga sér ekki viðreisnar von ef þeir sætta sig við að 7 ráðherrar úr hrunsstjórninni bjargi fyrrum félögum sínum úr klóm réttlætisins fremur en að sitja hjá eða kalla til varamenn. Í dag sagði Alþingi þjóðinni stríð á hendur.

mbl.is Málshöfðun gegn Árna felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlitið svart á Alþingi

Ég óska Borgarahreyfingunni og nýrri stjórn til hamingju. Það er frábært að tvær konur skuli hafa valist til forystu og einnig að nýr formaður og fleiri stjórnarmeðlimir skuli vera rökfastir talsmenn þeirra fjölmörgu heimila sem þjást vegna skuldavanda og máttleysislegra aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Inni á Alþingi blæs ekki byrlega.



mbl.is Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallarmistök?

Ég er kominn á þá skoðun að það hafi verið mistök hjá Atla-nefndinni að ákæra ekki alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar. Þó svo að ábyrgð þeirra og hlutverk hafi verið mismikið mætti beita sömu rökum og oft heyrast í máli níumenninganna svokölluðu, að dómurinn sýknaði þá ef brotin væru ekki alvarlegs eðlis. Meint brot níumenninganna blikna þó í samanburði við fjármálasukk, meðvirkni og aðgerðarleysi einstakra ráðherra!

Það er einfaldlega ekki sæmandi að að 7 ráðherrar úr hrunstjórninni skuli blygðunarlaust sitja á Alþingi og ætla að greiða þar atkvæði um ákærur til handa fyrrverandi samráðherrum sínum. Augljóst er að þau munu öll greiða atkvæði á móti ákærunum. Ef þau væru hins vegar ákærð öll sem eitt myndu þau neyðast til að víkja sæti. En auðvitað jaðrar það við hreina geðveiki að hin heilaga Jóhanna, einn aðalráðherra hrunsstjórnarinnar skuli ekki stíga til hliðar meðan að Alþingi fjallar um þetta tiltekna mál. Stór hlýtur bjálkinn í auga hennar að vera eftir 32 ára þrásetu í sölum Alþingis.

Sömuleiðis ættu Kristján Möller, Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir að halda sig víðs fjarri þessari umræðu á Alþingi. Öll sátu þau í ríkisstjórninni sem horfði aðgerðarlítil á bankakerfið rænt innanfrá og sum tóku meira að segja beinan þátt, sbr. styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín með fyrirtæki sínu 7 hægri ehf.

Losum Alþingi við þennan beiska kaleik.


mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðgengst mismunum á Íslandi?

Ég skora á Jussanam að sækja strax um ríkisborgararétt á Íslandi og snúa sér beint til allsherjarnefnar Alþingis sem á sínum tíma veitti annarri ungri konu frá S.-Ameríku ríkisborgararétt eftir aðeins 10 mánaða búsetu á Íslandi. Sú ákvörðun grundvallaðist ekki (að því að sagt var) á fjölskyldutengslum viðkomandi umsækjanda við einn ráðherra Framsóknarflokksins og þess vegna þarf Jussanam væntanlega ekki að óttast mismunun sökum lítilla pólitískra tengsla.

Ef það vefst eitthvað fyrir allsherjarnefnd að taka mál hennar fyrir ætti Bjarni Benediktsson að geta orðið hjálplegur, en á sínum tíma var það hann ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur (nýskipuðum tengilið vistheimila) og Guðjóni Ólafi (með hnífasett Björns Inga í bakinu) sem gáfu grænt ljós á veitingu ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. (Sjá nánar hér.)

Eigum við ekki annars að trúa því að mismunun líðist ekki á Íslandi árið 2010?

 


mbl.is Starf Jussanam er sérhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmisgefandi dómur?

Í umfjölluninni um gengistryggðu lánin hefur átakanlega skort upplýsingar um þær "lausnir" sem helst hafa verið nefndar, ekki síst þá lausn sem Héraðsdómur kvað upp um að notast ætti við óverðtryggða vexti SÍ. Þó svo að sú lausn væri viðkomandi lántaka til hagsbóta við uppgjör hins gengistryggða bílaláns er fjarri lagi að sömu sögu sé að segja ef litið er á dæmigert gengistryggt húsnæðislán tekið árið 2006.

Alltaf skulu neytendur borga brúsannEf miðað er við 10 milljón króna gengistryggt lán (50% Yen og 50% svissfr.) tekið í upphafi árs 2006 til 30 ára, væru samanlagðar afborganir fram til dagsins í dag samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun um 2.4 milljónir en samkvæmt útsendum greiðsluseðlum og stökkbreyttum afborgunum af völdum rýrnun íslensku krónunnar um 4.3 milljónir. Það er sá raunveruleiki sem blasað hefur við lántakendum gengistryggðra lána. Afborganir eru um þessar mundir tvöfallt hærri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Ef ákvörðun Héraðsdóms fengi að standa og vera fordæmisgefandi myndu greiðslur af þessu sama 10 milljón króna láni miðast við óverðtryggða vexti SÍ og afborganir á tímabilinu vera heilar 7.6 milljónir! Þannig væri skuldari sem staðið hefði í skilum og greitt samviskusamlega af láni sínu 3.3 milljónir í mínus gagnvart bankanum, auk þess að skulda eftirstöðvar lánsins!

Einnig væri hugsanlegt að dómarar kæmust að þeirri niðurstöðu að miða ætti við verðtryggingu og tilheyrandi vexti. Þá yrði útkoman sú að afborganir á bilinu 2006-2010 næmu 3.7 milljónum en líta verður til að mun minna hefði saxast á höfuðstól lánsins þar sem að stærstur hluti afborgana af verðtryggðum lánum fer til að byrja með í vaxtagreiðslur.

Ljóst er að dómurum Hæstaréttar er mikill vandi á höndum því að niðurstaðan verður að vera lántakendum til hagsbóta. Þess vegna gæti hugsast að þeir féllust á kröfu lántakans um að láta samninginn standa óbreyttan án gengistryggingar með tilvísun til að dómurinn hafi fordæmisgildi.


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæma dómarar neytendum í hag?

Þegar fjalla á um ólöglega lánaskilmála og breytingar á forsendum útreikninga hlýtur að þurfa að bera saman afborganir og stöðu lána að gefnum ólíkum forsendum. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur ákvað að í stað gengistryggingar og LIBOR vaxta viðkomandi gjaldmiðla skyldi umrætt bílalán bera óverðtryggða vexti SÍ. Í þessu ákveðna tilfelli þýddi það lækkun á skuld viðkomandi lántaka úr 1,3 milljónum niður í tæpar 800 þúsund. Hér er um endanlegt uppgjör lánsins að ræða og varla hægt að mótmæla því að dómurinn sé til hagsbóta fyrir viðkomandi skuldara og brjóti þ.a.l. ekki í bága við lög sem verja hagsmuni neytenda.

Það sama verður hins vegar ekki sagt um flest þau gengistryggðu húsnæðislán sem fólk sér fram á að greiða afborganir af nokkra áratugi fram í tímann, ef það hefur ekki gefist upp nú þegar. Þá væri mun líklegra að óverðtryggðir vextir SÍ skili kröfuhöfum hærri endurgreiðslu heldur en hin gengistryggðu lán hefðu ellegar gert og nokkuð einkennilegt "réttlæti" ef niðurstaðan yrði á þann veg.

Vissulega er ekki hægt að fullyrða neitt um vexti og verðþróun fram í tímann en skoða þarf vandlega mismundandi forsendur að baki lántöku aftur í tímann og setja upp í töflu svo að fólk geti betur áttað sig á því hvað er í húfi. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum velja leið þar sem hallar á neytendur í samanburði við hin ólöglegu gengistryggðu lán. Nóg hefur fólk mátt þola nú þegar.

Fordæmisgildi væntanlegs dóms Hæstréttar verður vafalaust dregið í efa og áfram haldið um langa hríð.


mbl.is Myntkarfan fyrir dóm á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt nef

Ríkisstjórninni var gefið langt nef.

Hvað segir þú við því?

 

www.orkuaudlindir.is


mbl.is Magma komið með 98,53% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálafræði 2020

Ég sé fyrir mér málsgrein úr kennslubók í stjórnmálafræði árið 2020:

VBÍ fyrsta og eina skiptið sem Vinstrihreyfingin grænt framboð tók þátt í ríkisstjórnarsamstarfi var gerður samningur við einkarekið hergagnafyrirtæki, fyrsta orkuauðlindafyrirtækið var selt úr landi og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók við yfirstjórn efnahagsmála. Í kjölfarið yfirtóku femínistar hreyfinguna.


mbl.is Segja ekkert samkomulag um herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband