9.12.2008 | 15:43
Það bítur ekkert á BB
Gamli mótmælandinn Öskur Skarphéðinsson hljómar nú eins og tóm tunna þegar hann lætur út úr sér: "Ég segi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Ég útiloka ekkert í þeim efnum". Það vekur með manni ónotahroll þegar gamlir róttæklingar eru farnir að vitna í ummæli Björns Bjarnasonar.
Reyndar er það eftirtektarvert hvað BB virðist lítið vilja ræða við fjölmiðla og borgara þessa lands. Á myndbandinu sást hann banda frá sér spurningum fréttamanna og strunsa sína leið. Ekki sá hann heldur ástæðu til að mæta með félögum sínum á borgarafundinn í Háskólabíói fyrir 2 vikum síðan. Hins vegar er hann búinn að leggja fram frumvarp um almenn hegningarlög sem taka á gildi 1. jan. 2009, sjá umfjöllun hér. Þar er m.a. kveðið á um auknar heimildir lögreglu til valdbeitingar og eignaupptöku og það sem kallað er "forvirkar rannsóknarheimildir". Ætli flestir myndu ekki kalla það hleranir eða persónunjósnir?
Rétt er að minna á að rúmlega 2.500 kjósendur Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi BB strikuðu yfir nafn hans í síðustu kosningum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann fengi áfram að sitja í sæti dómsmálaráðherra. Hér er kominn einlægur aðdáandi repúblikanaflokksins í BNA og G.W.Bush. Fáir kusu hann og enn færri vildu hann. Það bítur ekkert á þennan mann!
![]() |
Mótmælendur eiga ekki að bíta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2008 | 13:24
ÉG MÆTI NÆST!
Ég var að hlusta á hádegisfréttir á Rás 1. Þar voru fréttir af tvennum mótmælum; friðsamlegum við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og ófriðsamlegum út um allar koppagrundir í Grikklandi. Ástæður fyrir þessum mótmælum virðast vera nokkuð svipaðar; stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og fjármagn úr sjóðum ríkisins rennur í vasa forréttindafólks á kostnað almennings.
Við sitjum hér uppi með kerfi sem þrjóskast við að víkja þrátt fyrir syndaregistur sem mörg bananalýðveldi myndu blikna í samanburði við. Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem hefur algjörlega vanrækt hlutverk sitt og virðist ekki vera í neinu sambandi innbyrðis, því síður við Alþingi og hvað þá við þjóðina. Við sitjum uppi með Seðlabankastjóra sem eitt sinn var fyndinn en nú er aðhlátursefni.
Í fréttatímum sl. sólarhring hefur m.a. heyrst að Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis hefur nú verið "hvítþvegin" af hinu trúverðuga Fjármálaeftirliti. Samt hefur hún orðið uppvís að því að segja ósatt og er alls ekki treystandi fyrir fjármunum almennings.
Skilanefndir gömlu bankana neita að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn dótturfélaga þeirra í Lúxemborg enda næsta víst að þar á meðal leynast vafasamar upplýsingar um ófáa hátt setta aðila í stjórnkerfi landsins og flokkaklíkum. Hverjir skyldu eiginlega hafa skipað skilanefndirnar?
Svo fréttist af því að Fengur, eignarhaldsfélag Mr. Sterling, alias Pálmi Haraldsson, hafi ekki skilað ársreikningum síðan 2004. Mér skilst að venjulegir rekstraraðilar komist ekki upp með svona hegðun en það sama á ekki við fjárglæframenn og grænmetissvindlara eins og PH.
Flesta daga dynja á okkur fréttir af þessu tagi. Svo er hamrað á að fólkið verði að fá vinnufrið! Ég færi mótmælendum stuðningskveðjur mínar og vonast til að verða látinn vita um næstu aðgerðir svo að ég geti sjálfur sýnt minn stuðning.
![]() |
Vilja ríkisstjórnina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2008 | 16:18
Ballið er rétt að byrja
Ég var rétt áðan að fylgjast með ótrúlega fjölmennu lögregluliði fjarlægja hóp mótmælenda úr alþingishúsinu. Líklega var um 30 manna hópur lögreglumanna á staðnum - sumir óeinkennisklæddir. Það er svipað og í allri Reykjavík um helgar.
Mótmælendur höfðu hvatt alþingismenn til að eyða ekki tíma sínum til ónýtis og ríkisstjórnina til að fara frá völdum. "Drullið ykkur út! Þetta hús tilheyrir okkur!" hrópuðu mótmælendur. "Lýðræði, ekkert kjaftæði!" kölluðu svo nokkrir þeirra sem horfðu á aðfarirnar.
Það er ekki laust við að ég kvíði því að ný og sértæk lög taki gildi nú um áramótin þar sem m.a. verður heimilt að handtaka fólk án þess að nokkur skýring sé gefin. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að á meðan að stórtækir fjárglæframenn og landráðamenn ganga lausir skuli mótmælendur vera handteknir fyrir það eitt að gera hróp að máttlausum alþingismönnum.
![]() |
Mikill viðbúnaður við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2008 | 10:16
Dýrt verður það
Sjálfstæðisflokkurinn verður þjóðinni dýrkeyptur áður en yfir lýkur. Hagstjórn a la Hannes Hólmsteinn, óhæfir embættismenn og ráðherrar sem sofa á verðinum - þingmenn sem kyngja hverju sem er. Eiginhagsmunagæsla, valdapot, spilling og siðleysi.
Árni Mathiesen hefur sjálfsagt haldið að hinn breski starfsbróðir hafi bara hringt til að heyra hvernig gengi og sýna vandamálum Íslendinga áhuga. Það er eins og hann hafi ekki hugleitt það að orð hans gætu orðið svo afdrifarík og dýr. Svo segir maðurinn ekki einu sinni af sér!
Nú er svo unnið með hraði að sameiningu BYR, SPRON og SPKEF. Ríkið ætlar að leggja 20 miljarða af almannafé í þann gjörning en Árni fjármálaráðherra er einn af eigendum BYR, sjá hér. Lesið endilega það sem Gunnar Axel skrifar um þessar svikamyllur.
![]() |
Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 10:07
Den tid, den sorg
Þá vitum við það - Geir hefur tvo kosti og báða slæma. Annars vegar að fara gegn vilja 90% þjóðarinnar, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Heimdalls, verkalýðsfélaganna og fl. Hins vegar að Davíð fari aftur í framboð.
Hann hlýtur að meta það svo að Sjálfstæðisflokkurinn klofni í tvo eða jafnvel fleiri hluta og að það sé það versta sem gæti gerst. Þannig lætur hann hagsmuni flokksins ganga fyrir hagsmunum fólksins í landinu.
En er þetta annars ekki dæmigert fyrir Davíð - viðtal í Fyens Stiftstiende!? Eins og svo oft áður lætur hann orðin berast manna á milli vitandi að þau rata alltaf rétta leið. Nú ef hann gerir alvöru úr hótun sinni þá verður það bara "Den tid, den sorg".
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 11:39
VG hlustar ekki á kjósendur sína
Steingrímur og fleiri áhrifamenn innan VG telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir kjósendum sínum. Líkt og í gamla Alþýðubandalaginu telja þeir sig vera "raddir fólksins" en eru í raun ekki í ýkja góðu sambandi við fólkið sjálft. Þeir skella skollaeyrum við því að töluverður meirihluti kjósenda þeirra er jákvæður fyrir inngöngu í ESB og finna þess í stað sambandinu allt til foráttu. Ekki er upplýstri umræðu heldur fyrir að fara á þeim bæ frekar en í hópi Sjálfstæðismanna.
Sjálfur tel ég að umhverfismálin séu sumum hjá VG ekki hjartans mál. Það á þó alls ekki við alla þingmenn flokksins. Sá grunur minn að þeim dreymi í raun um ríkisstjórnarsamstarf með heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins að vitbættum einhverjum flóttamönnum úr Framsóknarflokknum (Kristilegi þjóðarflokkurinn?) er vonandi ekki á rökum reistur. Það hefur þó vakið mikla athygli hvað Steingrímur J. hefur algjörlega forðast að tala illa um Davíð Oddsson að undanförnu þó svo að ærin ástæða hafi verið til.
VG ættu að minnast þess hvernig skoðanakannanir sýndu þau skjótast upp snemma á árinu 2007 en falla aftur í sama farið þegar nær dró kosningum. Flokkurinn virðist því miður alltaf toppa á vitlausum tíma.
![]() |
Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 15:21
Ó fyrir framan

![]() |
Þarf að stilla mótmælum í hóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2008 | 12:02
Farið hefur flón betra
Það þarf greinilega að spúla skrifstofu útvarpsstjóra svo og þeirra yfirmanna sem stjórnmálaflokkarnir hafa í mörgum tilfellum tekið þátt í að troða þarna inn. Sumir þeirra gera lítið annað en að flækjast fyrir og þiggja fúlgur fjár fyrir. 11 æðstu stjórnendur RÚV fengu að meðaltali 850 þúsund í laun á mánuði fyrir síðasta uppgjörsár og fæstir þeirra koma nálægt dagskrárgerð stofnunarinnar nema með afskiptasemi og almennum leiðindum.
Fólk áttar sig ef til vill ekki á því að nýlegar sparnaðaraðgerðir munu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á dagskrá RÚV. Af 44 mönnum sem missa starf og verkefni vinna flestir við dagskárgerð, bæði sem fréttamenn, tæknimenn og í leikmyndadeild. Vinnuálagið var mjög mikið fyrir. Þeir sem helst mega missa sín sitja hins vegar enn sem fastast.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 11:30
10 milljónum of mikið - fyrir hvað?
![]() |
Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)