ÉG MÆTI NÆST!

Lögregluofbeldi?Ég var að hlusta á hádegisfréttir á Rás 1. Þar voru fréttir af tvennum mótmælum; friðsamlegum við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og ófriðsamlegum út um allar koppagrundir í Grikklandi. Ástæður fyrir þessum mótmælum virðast vera nokkuð svipaðar; stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og fjármagn úr sjóðum ríkisins rennur í vasa forréttindafólks á kostnað almennings.

Við sitjum hér uppi með kerfi sem þrjóskast við að víkja þrátt fyrir syndaregistur sem mörg bananalýðveldi myndu blikna í samanburði við. Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem hefur algjörlega vanrækt hlutverk sitt og virðist ekki vera í neinu sambandi innbyrðis, því síður við Alþingi og hvað þá við þjóðina. Við sitjum uppi með Seðlabankastjóra sem eitt sinn var fyndinn en nú er aðhlátursefni.

Hvítþvegin á svörtum kjól!Í fréttatímum sl. sólarhring hefur m.a. heyrst að Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis hefur nú verið "hvítþvegin" af hinu trúverðuga Fjármálaeftirliti. Samt hefur hún orðið uppvís að því að segja ósatt og er alls ekki treystandi fyrir fjármunum almennings.

Skilanefndir gömlu bankana neita að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn dótturfélaga þeirra í Lúxemborg enda næsta víst að þar á meðal leynast vafasamar upplýsingar um ófáa hátt setta aðila í stjórnkerfi landsins og flokkaklíkum. Hverjir skyldu eiginlega hafa skipað skilanefndirnar?

Svo fréttist af því að Fengur, eignarhaldsfélag Mr. Sterling, alias Pálmi Haraldsson, hafi ekki skilað ársreikningum síðan 2004. Mér skilst að venjulegir rekstraraðilar komist ekki upp með svona hegðun en það sama á ekki við fjárglæframenn og grænmetissvindlara eins og PH.

Flesta daga dynja á okkur fréttir af þessu tagi. Svo er hamrað á að fólkið verði að fá vinnufrið! Ég færi mótmælendum stuðningskveðjur mínar og vonast til að verða látinn vita um næstu aðgerðir svo að ég geti sjálfur sýnt minn stuðning.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg SoS

Hef fullan hug á að mæta líka. Látið mig vita ef þið fréttið um væntanlegar aðgerðir

Ingibjörg SoS, 9.12.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Júlíus, gáfur eru ekki öllum gefnar, því miður og lífið ekki bara hvítt eða svart. Ég er hvorki stuðningsmaður VG né vinstri sinnaður. Reyndar tel ég það úrelda skilgreiningu að staðsetja stjórnmálaöfl öll á einum ás frá vinstri til hægri. Hins vegar vil ég ekki láta forpokaðan hóp siðleysingja fara með stjórn landsins lengur, hvar svo sem þeir halda sig í hinni pólitísku vídd.

Ég vil forðast að til beinna götuóeirða komi en ráðamenn sem segjast ekki hafa neitt á móti friðsamlegum mótmælum en þrjóskast við að hlusta, þeir geta ekki átt von á öðru en harðnandi aðgerðum.

Sigurður Hrellir, 9.12.2008 kl. 14:27

3 identicon

Gott mál. Sendu mér tölvupóst eða hringdu í mig og ég skal láta þig vita um þær aðgerðir sem ég frétti af.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband