Ballið er rétt að byrja

Ég var rétt áðan að fylgjast með ótrúlega fjölmennu lögregluliði fjarlægja hóp mótmælenda úr alþingishúsinu. Líklega var um 30 manna hópur lögreglumanna á staðnum - sumir óeinkennisklæddir. Það er svipað og í allri Reykjavík um helgar.

Handtökur á AlþingiMótmælendur höfðu hvatt alþingismenn til að eyða ekki tíma sínum til ónýtis og ríkisstjórnina til að fara frá völdum. "Drullið ykkur út! Þetta hús tilheyrir okkur!" hrópuðu mótmælendur. "Lýðræði, ekkert kjaftæði!" kölluðu svo nokkrir þeirra sem horfðu á aðfarirnar.

Það er ekki laust við að ég kvíði því að ný og sértæk lög taki gildi nú um áramótin þar sem m.a. verður heimilt að handtaka fólk án þess að nokkur skýring sé gefin. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að á meðan að stórtækir fjárglæframenn og landráðamenn ganga lausir skuli mótmælendur vera handteknir fyrir það eitt að gera hróp að máttlausum alþingismönnum.


mbl.is Mikill viðbúnaður við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Já, það er samt allt Stulla og strákunum að kenna. Þetta fór alveg úr böndunum hjá þeim og framkoma þeirra og annarra bæði gagnvart almenningi og lögreglunni var því miður ólíðandi og óafsakanleg.

Kannski er það bara ágætt að lögreglan geti handtekið vörubílstjóranna án þess að óræk rök liggi fyrir. Það er kraftaverk að enginn hafi stórslasast beint eða óbeint af aðgerðum Stullu og þó tveir lögreglumenn slösuðust og mögulega illilega.

Engu að síður verður að afnema þessi lög um leið og við komumst út úr kreppunni.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 8.12.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Fyrir það eitt..... þetta er algerlega út í hött og á ekki að eiga heima í lýðræðisríki. Mótmæli eru í lagi en óvirðing við Alþingi Íslendinga hefur ekkert með lýðrlæði að gera. Ef mótmælendurnir eru að skipa löglega kosnu fólki að drulla sér út því að þeir hafi eitthvað meiri rétt á að vera þar þá er það auðvitað mesti misskilningur. Þetta hús tilheyrir einum þeim sem eru kosnir af þjóðinni til að vera þar. punktur.

Gunnar Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Árni, þú vilt sem sagt að óeirðalögga fasistasvínanna geti stormað inn á heimili þitt um miðja nótt og handtekið þig án skýringar.

Björgvin R. Leifsson, 8.12.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Árni, hvað finnst þér um lögin sem nasistar settu eftir að þeir komust til valda? Hvað finnst þér um Guantanamo?

Villi Asgeirsson, 8.12.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:53

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, ég get ekki annað en hrósað þessu framtakssama fólki á Alþingi í dag - meira en ég get sagt um hina kjörnu fulltrúa!

Sigurður Hrellir, 9.12.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband