Ögmundum Icesave

Ég ætla að vitna hér í ummæli Michael Hudson úr Silfri Egils í dag:

"Hvað er Evrópa eiginlega? Er hún hópur bankamanna eða sósíal-demókratískt samband sem reynir að bæta kjör almennings eins og flestir Íslendingar sem vilja í ESB ímynda sér?"

Steingrímur J. Sigfússon skuldar kjósendum sínum útskýringar á ýmsu, sennilega mun fleiru en hann kærir sig um að telja saman. Eitt af því er stuðningur hans við aðildarumsóknina sl. sumar sem kom sem köld gusa framan í marga kjósendur VG skömmu eftir kosningarnar. Það minnsta sem hann gæti gert núna væri að reyna að finna svar við spurningu hins snjalla bandaríska hagfræðings sem hlýtur vissulega að brenna á vörum margra Evrópubúa þessa dagana.

Ögmundur Jónasson sagði í sama þætti:

"Núna, þar sem að kemur upp staða þar sem viðhorfin erlendis eru okkur hagfelldari, þá nýtum við þá stöðu. Að sjálfsögðu."

Skyldi Grímur ætla að slá hausnum við steininn eða ögmunda Icesave?


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær þjóðir innan ESB tala nú okkar máli

Fáni LitháenNú hefur Litháen tekið undir málstað Íslands ásamt Lettlandi og þannig hafa tvö ríki innan ESB sýnt mikið hugrekki. Við Íslendingar skulum festa það vel í minni hverjir eru vinir í raun og ekki láta nokkra ólánssama glæpamenn sem hingað hafa komið villa okkur sýn.
 
Það eru vissulega töluverð vonbrigði að sjá dræmar undirtektir meðal Norðurlandaþjóðanna en Noregur virðist þó ætla að tala máli okkar. Það er svo undir sjálfum okkur komið hvort við berum gæfu til að ganga samtaka í það að ná sáttum við Breta og Hollendinga með aðkomu sáttasemjara og fulltrúa ESB eða hvort við ætlum að kljúfa hvort annað í herðar niður á heimavelli og sýna umheiminum að við séum í raun sundurlaus hjörð.
 
Ég hvet alla sem þetta lesa til að fylgjast með Silfri Egils á morgun en þar munu heyrast mjög athyglisverð sjónarmið alvöru þungavigtarfólks sem merkilegt nokk talar máli Íslendinga af meiri sannfæringu en margur stjórnmálamaðurinn sem til þess var kosinn. Einnig virðast sumir erlendir fræðimenn sjá þetta Icesave-mál í sínu stóra samhengi en flestir Íslendingar virðast ekki sjá skóginn fyrir trjánum.

mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin týra á peruna

FjallamjólkSem betur fer virðist vera að kvikna á perunni hjá nokkrum blaðamönnum og örfáum stjórnmálamönnum í Evrópu. Það er hreint ekki skynsamleg lausn á Icesave-deilunni að láta Íslendinga bera stærstan hluta klyfjanna, hvað þá að sú lausn sé réttlát eða sanngjörn heldur. Evrópusambandið og stórþjóðir innan þess geta hreinlega ekki staðhæft að þetta mál komi þeim ekki við og sú spurning hlýtur að verða áleitin hvort að ESB snúist fyrst og fremst um sérhagsmunagæslu, fjármálastofnanir og viðskipti en lítið um félagsleg réttindi, réttlæti og samstöðu þjóðanna.

Því hefur verið haldið fram af mörgum málsmetandi mönnum hérlendis að við getum auðveldlega staðið undir allri Icesave-skuldbindingunni. Talað er um að hagvöxtur þurfi ekki að vera ýkja mikill á hverju ári til þess að afborganir vaxi okkur ekki yfir höfuð. Það er hins vegar minna talað um það að til þess að ná auknum hagvexti ár eftir ár hefur í raun verið gefið út veiðileyfi á auðlindir landsins og vitaskuld yrði erfitt að vera á móti virkjunum og stóriðju ef skuldaþol landsins stendur eða fellur með slíkum framkvæmdum.

Reynum að læra af mistökum okkar á liðnum árum, ekki síst að láta misvitra stjórnmálamenn og óheiðarlega stjórnmálaflokka hafa tögl og haldir. Förum að berjast eins og menn fyrir réttindum okkar, réttlæti og faglegri stjórn landsins. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það að okkar ötulasti talsmaður erlendis sé norsk/frönsk kona á sjötugsaldri sem kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan! Hvað skyldu sendiherrar og starfsmenn sendiráða vera að gera?


mbl.is Segir hin Norðurlöndin verða að veita aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndarengill

Eva okkar JolyÉg veit varla hvað maður á að segja um þessa stórmerku konu. Hún verður allavega að fá æðstu viðurkenningu sem hægt er að veita á Íslandi auk þess að finna fyrir þakklæti almennings.

Gleymum því ekki að það getur orðið ýmsum þungt að fást við niðurstöður rannsóknarskýrslunnar sem mun birtast um næstu mánaðarmót. Eva Joly er sem betur fer rödd réttlætisins og algjörlega ótengd íslenskum stjórnmálamönnum og fjármálalífi. 


mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lettland er haukur í horni

Þjóðfáni LettlandsUtanríkisráðherra Lettlands sýnir bæði mikið hugrekki og skilning með þessari skoðun sinni. Evrópusambandið þarf að vera svo mikið meira en markaðslegt hagkerfi til að fólk haldi áfram að trúa á framtíð þess. Ef forystumenn aðildarþjóðanna ætla að hunsa lýðræðislegar kröfur og réttlætismál til að standa vörð um fjármálastofnanir og gallað hagkerfi þá munu óveðursský hrannast upp innan þess.

En við skulum leggja það á minnið að Lettar voru fyrstir til að taka okkar málstað auk Evu Joly sem auðvitað er komin í dýrlingatölu á Íslandi.


mbl.is Lettar taka upp hanskann fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá stóru myndina

Ég ætla að hvetja Ólínu og alla félaga hennar í ríkisstjórnarflokkunum til að leggjast á eitt með okkur hinum og tala máli þjóðarinnar. Ákvörðun Ólafs Ragnars kann að hafa verið reiðarslag fyrir suma en hún er staðreynd engu síður og verður ekki aftur tekin. Í guðanna bænum hættið að beina spjótum ykkar að forsetanum, stjórnarandstöðunni eða InDefence. Kynnið ykkur þennan pistil og reynið að koma því réttlætismáli á framfæri erlendis að íslenskur almenningur eigi ekki einn og sér að standa undir allri þessari ábyrgð. Það getur ekki verið aðalmarkmiðið með Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild að því að standa vörð um markaðshagkerfi og fjármálastofnanir á kostnað réttlætis og lýðræðis.

 


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá út fyrir kassann

Ólafur Ragnar fékk prik í kladdann hjá mér á nýársdag þar sem hann talaði m.a. fyrir beinu lýðræði og endurbættri stjórnarskrá. Hann gaf eiginlega "kerfinu" falleinkunn en sagði það hafa dugað ágætlega til heimabrúks meðan að stjórnmál gengu aðallega út á halda dælunni gangandi heimafyrir. Frammistaða Steingríms J. í viðtalinu á Channel 4 í kvöld minnti mann óþyrmilega á þessi orð forsetans þó svo að Steingrímur sé eflaust að gera sitt besta.

Nú eru breyttir tímar og augljóst að margir íslenskir stjórnmálamenn eiga erfitt með að sjá hlutina í sínu stóra samhengi. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að talað sé einum rómi fyrir réttlæti og sanngirni í þessu ömurlega Icesave-máli. Eva Joly sýndi það í símaviðtali að hún er sannur málsvari þjóðarinnar og lætur ekki hræðsluáróður setja sig út af laginu líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og sumir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna.

Látum ekki eitt augnablik telja okkur trú um að þetta sé barátta á milli forseta og ríkisstjórnar. Þetta er sameiginleg barátta þjóðarinnar fyrir ásættanlegri niðurstöðu í Icesave-málinu. Réttlætið fæst með dreifðri ábyrgð og því að þeir gjaldi mest sem að málinu stóðu, þ.e. stjórnendur Landsbankans og eftirlitsstofnanir hérlendis og erlendis. Evrópusambandið verður að sýna og sanna að það snúist um eitthvað annað og meira en markað og viðskipti.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spuni eða samvinna?

Með fullri virðingu fyrir Þórunni og hennar skoðun á ákvörðun forsetans í gær þá held ég að hún ætti líkt og allar aðrar áhrifamanneskjur að einbeita sér að því að bæta úr því klúðri að láta erlenda fjölmiðla fara með rangfærslur og draga upp mynd af íslensku þjóðinni sem ábyrgðarlausum tækifærissinnum.

SpunamaðurEf að það á að halda áfram að sá fræjum sundurlyndis meðal þjóðarinnar líkt og Þórunn virðist vera að gera með sínum skrifum sleppum við aldrei ósködduð frá þessu uppgjöri. Þjóðaratkvæðagreiðsla er einfaldlega lýðræði í sinni hreinustu mynd og það er holur hljómur í því að tala fyrir auknu lýðræði en á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um svo mikilvægt mál.

Vonandi tekst okkur með sameiginlegu átaki að senda út þau skilaboð að Íslendingar ætli sér að axla þann hluta ábyrgðarinnar sem þeir ráða við. Réttlæti og sanngirni er það sem við biðjum um og varla er það til of mikils mælst að takamarka aðeins þá ábyrgð sem við þurfum að standa undir. Einnig virðast aðrar þjóðir hafa skautað of létt yfir þær grundvallarspurningar sem tengjast ábyrgð almennings á framferði einkafyrirtækja, ábyrgð löggjafans, þ.e. ESB og fleira sem ágætlega er orðað í pistli eftir Guðjón Heiðar Valgarðsson sem ég birti hér fyrir neðan.

Þegar það versta er yfirstaðið í þessari lotu þarf svo að útskýra það fyrir almenningi hvers vegna upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins var ráðinn án auglýsingar (líkt og margir aðrir) og virðist svo hafa verið úti á þekju á ögurstund. Hefði ekki átt að eyða minni tíma í spuna og meiri í upplýsingamiðlun til erlendra fjölmiðla?

-------------------------------------------------------------------------------

 

Sent til mín frá Guðjóni Heiðari Valgarðssyni:

Mýtan um flatskjái er vinsælt kjaftæði sem á sér litlar stoðir í raunveruleikanum. Hinsvegar get ég alveg fallist á að þónokkrir keyptu sér fartölvur.

Það er kominn tími til að við nýtum þær almennilega.

Ef fréttir erlendis um synjun forseta Íslands á Icesave lögunum eru skoðuð er áberandi hversu miklar rangfærslur fjölmiðlar færa almenningi um þetta mál, þeir sem vita mikið um fjölmiðla vita líka að það er oftast ekki að ástæðulausu eða vanþekkingu.

Svo virðist sem umfangsmikill sálfræðihernaður sé nú að hefjast ytra þar sem Íslendingar eru málaðir upp sem skrímsli til að réttlæta harkalegar aðgerðir gegn okkur í þeim tilgangi að sölsa undir sig auðlindir okkar.

(hljómar þetta kunnuglega?)

Nú þegar má sjá ranghugmyndir og fordóma birtast í umræðum á netinu þó merkilega margir taki upp hanskann fyrir Ísland og sjái fáránleika og hræsni Breta og Hollendinga í þessu máli:

Dæmi af reddit:

"They didn't need protecting 2 years ago when they all drove around Range Rovers, partying 24/7 and not doing any work thinking they were all financial geniuses. It's the same across the entire globe - yesterday's financial geniuses are today's "victims".

Svo þetta er hugmyndin, öll þjóðin ber ábyrgð, við fórum öll á fyllirí á kostnað annarra og neitum nú að borga reikninginn. Við keyptum okkur öll flatskjá og keyrðum um á Range Roverum.

Við okkar sem bjuggum hér vitum hversu mikið bull það er.

og smá meira bull af reddit:

"this was a law used ONLY because there was no other way to immediately freeze the transfer of funds, and if they had waited, they would have been too late. But a lot of Icelandic people were very upset and there were outraged demonstrations in Iceland with people saying "look, do I look like a terrorist? I'm white, not brown, I'm not Al-Qaida!". People went to town, dressed up in fatigues, holding mock weapons and getting their pictures taken. It was all great fun, like "haha, look, the brits think we're terrorists, what a joke!"."

Var ég kannski bara ekki viðstaddur? þvílíkt bull..!

Ég er alls ekki að segja að hér eiga að fara í gang einhver "Ísland best í heimi" herferð. Einungis að rangfærslur verði leiðréttar og því rétta komið á framfæri.

Ég vil því biðja hvert og eitt ykkar sem fáið þessi skilaboð og lesið þau að skilja amk. eftir eitt komment á einhverjum af þessum fréttasíðum. Venjulega tekur innan við mínútu að skrá sig (eins og á reddit t.d.) og sumsstaðar er það ekki einu sinni nauðsynlegt.

Hér eru netumræður að eiga sér stað þar sem rödd okkar þarf að heyrast hærra.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að skrifa, þið eruð eflaust fullfær um að ákveða það sjálf, en nokkrir mikilvægir punktar eru:

1. Útrásarvíkingar og vinir þeirra voru fámennur hópur af þjóðinni.

2. Staðfesting þessara laga myndi í raun þýða afsal íslensku þjóðarinnar á auðlindum okkar og þar með sjálfstæði.

3. Bankinn var einkarekinn og tryggingasjóður innistæðueigenda líka.

4. Upphæðin er svimandi há sé miðað við fjölda íbúa landsins 18.000 dollarar á mann)

5. Hollendingar og Bretar hafa ítrekað neitað að fara með málið fyrir dómstóla.

6. Vextirnir eru 0.5 hærri en í Versalasamningunum.

7. Forsetinn var ekki að "vetóa" lögin eins og er sagt á sumum stöðum heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað eru punktarnir miklu fleiri en þetta ætti að duga hér.

Hér hef ég safnað saman tenglum á nokkrar umræður þar sem nauðsynlegt er að þessar og fleiri staðreyndir nái að koma fram.

Ef aðeins 10% þeirra sem fá þetta bréf lesa það og 50% þeirra skilja eftir komment á þessum stöðum eru það uþb 250 manns sem gætu lagt verulega mörg orð í þessa belgi:

http://www.reddit.com/r/worldnews/comments/alr4g/the_president_of_iceland_refuses_to_sign_a/

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/jeremywarner/100002864/icelands-disgraceful-decision-to-pay-up-over-stricken-banks/

http://www.guardian.co.uk/business/2010/jan/05/iceland-president-blocks-icesave-compensation

Hér er frétt af DV um geðbilun erlendra fjölmiðlamanna:

http://www.dv.is/frettir/2010/1/5/gerir-gordon-brown-innras/

Áminning um minnisblað Ingibjargar Sólrúnar sem afhjúpar hörku Breta og Hollendinga í þessum málum:

http://www.visir.is/article/20091221/FRETTIR01/885873132

Endilega fylgist síðan með nýjum fréttum og reynið að tjá ykkur um málið þar líka.

Gleðilegt nýtt ár og megiði kommenta eins og þið hafið aldrei kommentað áður! 


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Íslendingar?

Á meðan að Íslendingar hringsnúast  hver um annan þveran í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslur, framtíð ríkisstjórnarinnar og hlutverk forsetans munu fulltrúar breskra og hollenskra stjórnvalda leita til ESB. Það sem ég óttast mest er að við gleymum okkur enn eina ferðina í þrasi hér á heimavelli á meðan að það sem mestu máli skiptir fer forgörðum.

Lagt á vogarskálirVið verðum að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að við erum ekki að hlaupast frá öllum skyldum og skuldbindingum. Íslenskur almenningur tekur hins vegar ekki í mál að bera mestan skaða af misheppnuðu mikilmennskubrjálæði örfárra fjárglæframanna og reglugerð sem ESB færði okkur án þess að við gerðum okkur grein fyrir verstu mögulegu afleiðingum hennar. Það verður að tala okkar máli á æðstu stöðum innan ESB strax í dag eða á morgun til að koma í veg fyrir að við verðum gerð að blóraböggli. Þetta er ekki bara spurning um peninga og tryggingar, heldur líka réttlæti og mannréttindi.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir að byltingu?

Ólafur Ragnar Grímsson hélt sína árvissu ræðu á nýársdag þar sem hann á köflum talaði eins og kurteis byltingarsinni. Það hefði verið í hæsta máta undarlegt ef forsetinn hefði nú ákveðið að þjóðin ætti ekki að eiga síðasta orðið í þessu martraðarkennda Icesave-máli sem tekið hefur mestan tíma Alþingis sl. mánuði.

Við, fólkið í þessu landi...Það er auðvitað með ólíkindum að ekki hafi enn verið sett nein lög um þjóðaratkvæðagreiðslur og eykur það vissulega á óvissuna núna. Eftir synjun forsetans á fjölmiðlalögunum 2004 gafst færi á að bæta úr því en síðan eru liðin meira en 5 ár. Þetta sýnir hversu illa er komið fyrir okkur sem þjóð með úrelta stjórnarskrá, vanhæfa stjórnsýslu og stjórnmálaflokka sem hugsa alltaf fyrst um sig og sína.

Látum þetta vera upphafið að byltingu sem færir okkur nýja stjórnarskrá, faglega stjórnsýslu og aukið lýðræði. Til hamingju með daginn.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband