Lettland er haukur í horni

Þjóðfáni LettlandsUtanríkisráðherra Lettlands sýnir bæði mikið hugrekki og skilning með þessari skoðun sinni. Evrópusambandið þarf að vera svo mikið meira en markaðslegt hagkerfi til að fólk haldi áfram að trúa á framtíð þess. Ef forystumenn aðildarþjóðanna ætla að hunsa lýðræðislegar kröfur og réttlætismál til að standa vörð um fjármálastofnanir og gallað hagkerfi þá munu óveðursský hrannast upp innan þess.

En við skulum leggja það á minnið að Lettar voru fyrstir til að taka okkar málstað auk Evu Joly sem auðvitað er komin í dýrlingatölu á Íslandi.


mbl.is Lettar taka upp hanskann fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vorum við ekki fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna? Þó það nú væri að þeir endurgjaldi okkur vinsemdina! Auk þess eru þeir í sama vanda og við, með erlent skuldafjall sem fer hækkandi og gríðarlegan niðurskurð í velferðarkerfinu samkvæmt fyrirmælum frá IMF.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband