Spuni eða samvinna?

Með fullri virðingu fyrir Þórunni og hennar skoðun á ákvörðun forsetans í gær þá held ég að hún ætti líkt og allar aðrar áhrifamanneskjur að einbeita sér að því að bæta úr því klúðri að láta erlenda fjölmiðla fara með rangfærslur og draga upp mynd af íslensku þjóðinni sem ábyrgðarlausum tækifærissinnum.

SpunamaðurEf að það á að halda áfram að sá fræjum sundurlyndis meðal þjóðarinnar líkt og Þórunn virðist vera að gera með sínum skrifum sleppum við aldrei ósködduð frá þessu uppgjöri. Þjóðaratkvæðagreiðsla er einfaldlega lýðræði í sinni hreinustu mynd og það er holur hljómur í því að tala fyrir auknu lýðræði en á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um svo mikilvægt mál.

Vonandi tekst okkur með sameiginlegu átaki að senda út þau skilaboð að Íslendingar ætli sér að axla þann hluta ábyrgðarinnar sem þeir ráða við. Réttlæti og sanngirni er það sem við biðjum um og varla er það til of mikils mælst að takamarka aðeins þá ábyrgð sem við þurfum að standa undir. Einnig virðast aðrar þjóðir hafa skautað of létt yfir þær grundvallarspurningar sem tengjast ábyrgð almennings á framferði einkafyrirtækja, ábyrgð löggjafans, þ.e. ESB og fleira sem ágætlega er orðað í pistli eftir Guðjón Heiðar Valgarðsson sem ég birti hér fyrir neðan.

Þegar það versta er yfirstaðið í þessari lotu þarf svo að útskýra það fyrir almenningi hvers vegna upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins var ráðinn án auglýsingar (líkt og margir aðrir) og virðist svo hafa verið úti á þekju á ögurstund. Hefði ekki átt að eyða minni tíma í spuna og meiri í upplýsingamiðlun til erlendra fjölmiðla?

-------------------------------------------------------------------------------

 

Sent til mín frá Guðjóni Heiðari Valgarðssyni:

Mýtan um flatskjái er vinsælt kjaftæði sem á sér litlar stoðir í raunveruleikanum. Hinsvegar get ég alveg fallist á að þónokkrir keyptu sér fartölvur.

Það er kominn tími til að við nýtum þær almennilega.

Ef fréttir erlendis um synjun forseta Íslands á Icesave lögunum eru skoðuð er áberandi hversu miklar rangfærslur fjölmiðlar færa almenningi um þetta mál, þeir sem vita mikið um fjölmiðla vita líka að það er oftast ekki að ástæðulausu eða vanþekkingu.

Svo virðist sem umfangsmikill sálfræðihernaður sé nú að hefjast ytra þar sem Íslendingar eru málaðir upp sem skrímsli til að réttlæta harkalegar aðgerðir gegn okkur í þeim tilgangi að sölsa undir sig auðlindir okkar.

(hljómar þetta kunnuglega?)

Nú þegar má sjá ranghugmyndir og fordóma birtast í umræðum á netinu þó merkilega margir taki upp hanskann fyrir Ísland og sjái fáránleika og hræsni Breta og Hollendinga í þessu máli:

Dæmi af reddit:

"They didn't need protecting 2 years ago when they all drove around Range Rovers, partying 24/7 and not doing any work thinking they were all financial geniuses. It's the same across the entire globe - yesterday's financial geniuses are today's "victims".

Svo þetta er hugmyndin, öll þjóðin ber ábyrgð, við fórum öll á fyllirí á kostnað annarra og neitum nú að borga reikninginn. Við keyptum okkur öll flatskjá og keyrðum um á Range Roverum.

Við okkar sem bjuggum hér vitum hversu mikið bull það er.

og smá meira bull af reddit:

"this was a law used ONLY because there was no other way to immediately freeze the transfer of funds, and if they had waited, they would have been too late. But a lot of Icelandic people were very upset and there were outraged demonstrations in Iceland with people saying "look, do I look like a terrorist? I'm white, not brown, I'm not Al-Qaida!". People went to town, dressed up in fatigues, holding mock weapons and getting their pictures taken. It was all great fun, like "haha, look, the brits think we're terrorists, what a joke!"."

Var ég kannski bara ekki viðstaddur? þvílíkt bull..!

Ég er alls ekki að segja að hér eiga að fara í gang einhver "Ísland best í heimi" herferð. Einungis að rangfærslur verði leiðréttar og því rétta komið á framfæri.

Ég vil því biðja hvert og eitt ykkar sem fáið þessi skilaboð og lesið þau að skilja amk. eftir eitt komment á einhverjum af þessum fréttasíðum. Venjulega tekur innan við mínútu að skrá sig (eins og á reddit t.d.) og sumsstaðar er það ekki einu sinni nauðsynlegt.

Hér eru netumræður að eiga sér stað þar sem rödd okkar þarf að heyrast hærra.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að skrifa, þið eruð eflaust fullfær um að ákveða það sjálf, en nokkrir mikilvægir punktar eru:

1. Útrásarvíkingar og vinir þeirra voru fámennur hópur af þjóðinni.

2. Staðfesting þessara laga myndi í raun þýða afsal íslensku þjóðarinnar á auðlindum okkar og þar með sjálfstæði.

3. Bankinn var einkarekinn og tryggingasjóður innistæðueigenda líka.

4. Upphæðin er svimandi há sé miðað við fjölda íbúa landsins 18.000 dollarar á mann)

5. Hollendingar og Bretar hafa ítrekað neitað að fara með málið fyrir dómstóla.

6. Vextirnir eru 0.5 hærri en í Versalasamningunum.

7. Forsetinn var ekki að "vetóa" lögin eins og er sagt á sumum stöðum heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað eru punktarnir miklu fleiri en þetta ætti að duga hér.

Hér hef ég safnað saman tenglum á nokkrar umræður þar sem nauðsynlegt er að þessar og fleiri staðreyndir nái að koma fram.

Ef aðeins 10% þeirra sem fá þetta bréf lesa það og 50% þeirra skilja eftir komment á þessum stöðum eru það uþb 250 manns sem gætu lagt verulega mörg orð í þessa belgi:

http://www.reddit.com/r/worldnews/comments/alr4g/the_president_of_iceland_refuses_to_sign_a/

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/jeremywarner/100002864/icelands-disgraceful-decision-to-pay-up-over-stricken-banks/

http://www.guardian.co.uk/business/2010/jan/05/iceland-president-blocks-icesave-compensation

Hér er frétt af DV um geðbilun erlendra fjölmiðlamanna:

http://www.dv.is/frettir/2010/1/5/gerir-gordon-brown-innras/

Áminning um minnisblað Ingibjargar Sólrúnar sem afhjúpar hörku Breta og Hollendinga í þessum málum:

http://www.visir.is/article/20091221/FRETTIR01/885873132

Endilega fylgist síðan með nýjum fréttum og reynið að tjá ykkur um málið þar líka.

Gleðilegt nýtt ár og megiði kommenta eins og þið hafið aldrei kommentað áður! 


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband