Vísir að byltingu?

Ólafur Ragnar Grímsson hélt sína árvissu ræðu á nýársdag þar sem hann á köflum talaði eins og kurteis byltingarsinni. Það hefði verið í hæsta máta undarlegt ef forsetinn hefði nú ákveðið að þjóðin ætti ekki að eiga síðasta orðið í þessu martraðarkennda Icesave-máli sem tekið hefur mestan tíma Alþingis sl. mánuði.

Við, fólkið í þessu landi...Það er auðvitað með ólíkindum að ekki hafi enn verið sett nein lög um þjóðaratkvæðagreiðslur og eykur það vissulega á óvissuna núna. Eftir synjun forsetans á fjölmiðlalögunum 2004 gafst færi á að bæta úr því en síðan eru liðin meira en 5 ár. Þetta sýnir hversu illa er komið fyrir okkur sem þjóð með úrelta stjórnarskrá, vanhæfa stjórnsýslu og stjórnmálaflokka sem hugsa alltaf fyrst um sig og sína.

Látum þetta vera upphafið að byltingu sem færir okkur nýja stjórnarskrá, faglega stjórnsýslu og aukið lýðræði. Til hamingju með daginn.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

1 Smámynd: Offari

Til hamingju Ísland.

Offari, 5.1.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Nú þarf að grípa til vopna gegn  Sjálfstæðismönnum oh framsókn.

Árni Björn Guðjónsson, 5.1.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband