Að sjá stóru myndina

Ég ætla að hvetja Ólínu og alla félaga hennar í ríkisstjórnarflokkunum til að leggjast á eitt með okkur hinum og tala máli þjóðarinnar. Ákvörðun Ólafs Ragnars kann að hafa verið reiðarslag fyrir suma en hún er staðreynd engu síður og verður ekki aftur tekin. Í guðanna bænum hættið að beina spjótum ykkar að forsetanum, stjórnarandstöðunni eða InDefence. Kynnið ykkur þennan pistil og reynið að koma því réttlætismáli á framfæri erlendis að íslenskur almenningur eigi ekki einn og sér að standa undir allri þessari ábyrgð. Það getur ekki verið aðalmarkmiðið með Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild að því að standa vörð um markaðshagkerfi og fjármálastofnanir á kostnað réttlætis og lýðræðis.

 


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Tala máli þjóðarinnar. Ertu haldinn stórmennskubrjálæði?

Gísli Ingvarsson, 7.1.2010 kl. 11:16

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gísli, ég er bara ósköp venjulegur maður. Hins vegar sat ég megnið af deginum í gær og fyrrakvöld við það að koma upplýsingum til erlendra fjölmiðla. Konan mín skrifaði grein sem þú getur lesið hér. Ef það kallast stórmennskubrjálæði að eyða frítíma sínum í svona iðju þá hlýt ég að vera haldinn einhverju slíku.

Sigurður Hrellir, 7.1.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Tek undir með Sigurði Hrelli í þessari hvatningu þingmanna og allra Íslendinga.

Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 11:23

4 identicon

Djöfull er ég orðinn reiður út í Samfylkingarliðið og gungu háttinn í vg. það er ekki laust við að ég sé reiðari núna en ég var í hruninu:/

Óskar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:27

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Flott hjá ykkur báðum Sigurður. Ég las einmitt grein Eviru og finnst hún dúndurgóð.

Það væri óskandi að stjórnarliðar gætu komið auga á að þjóðin vill öll vera í sama liði, en ekki sundruð í annarlegu hagsmunapoti.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband