Komin týra á peruna

FjallamjólkSem betur fer virðist vera að kvikna á perunni hjá nokkrum blaðamönnum og örfáum stjórnmálamönnum í Evrópu. Það er hreint ekki skynsamleg lausn á Icesave-deilunni að láta Íslendinga bera stærstan hluta klyfjanna, hvað þá að sú lausn sé réttlát eða sanngjörn heldur. Evrópusambandið og stórþjóðir innan þess geta hreinlega ekki staðhæft að þetta mál komi þeim ekki við og sú spurning hlýtur að verða áleitin hvort að ESB snúist fyrst og fremst um sérhagsmunagæslu, fjármálastofnanir og viðskipti en lítið um félagsleg réttindi, réttlæti og samstöðu þjóðanna.

Því hefur verið haldið fram af mörgum málsmetandi mönnum hérlendis að við getum auðveldlega staðið undir allri Icesave-skuldbindingunni. Talað er um að hagvöxtur þurfi ekki að vera ýkja mikill á hverju ári til þess að afborganir vaxi okkur ekki yfir höfuð. Það er hins vegar minna talað um það að til þess að ná auknum hagvexti ár eftir ár hefur í raun verið gefið út veiðileyfi á auðlindir landsins og vitaskuld yrði erfitt að vera á móti virkjunum og stóriðju ef skuldaþol landsins stendur eða fellur með slíkum framkvæmdum.

Reynum að læra af mistökum okkar á liðnum árum, ekki síst að láta misvitra stjórnmálamenn og óheiðarlega stjórnmálaflokka hafa tögl og haldir. Förum að berjast eins og menn fyrir réttindum okkar, réttlæti og faglegri stjórn landsins. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það að okkar ötulasti talsmaður erlendis sé norsk/frönsk kona á sjötugsaldri sem kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan! Hvað skyldu sendiherrar og starfsmenn sendiráða vera að gera?


mbl.is Segir hin Norðurlöndin verða að veita aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband