Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.2.2011 | 17:42
Hetja eða skúrkur?
Í gær tjáði hann sig t.d. um lífræna ræktun og fullyrti að hann sæi engan mun á því sem væri lífrænt ræktað og þess sem væri ólífrænt. Án þess að ég þori að fullyrða mikið um fæðuvenjur Guðmundar held ég að hann sé ekki maður sem byggir mikið á hollu mataræði. Allavega bendir holdafar Guðmundar ekki til þess að hann innbyrði mikið af lífrænu grænmeti eða hollustu yfirleitt.

![]() |
Taldi synjunina auka atvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2011 | 23:33
Dagur #5
Nú er brýnt að skilanefnd Landsbankans staðfesti þessar upplýsingar eða leiðrétti. Íslendingar eiga að greiða atkvæði um Icesave-samning III í þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja mánaða og eiga skilyrðislausan rétt á að mikilvægum upplýsingum sé ekki haldið leyndum fyrir þeim.

![]() |
50% vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2011 | 13:34
Dagur #4
Íslenskir fjölmiðar flytja reglulega fréttir af vandræðum Julians Assange og framvindu framsalsmálsins. Það segir líklega sína sögu um stöðu fjölmiðla á Íslandi að lítið sem ekkert er fjallað um innihald þeirra skjala sem komið hafa fyrir almannasjónir, þökk sé Wikileaks, uppljóstrurum og nokkrum alvöru fjölmiðlum. Þó er það nú svo að upplýsingar af þessum skjölum hafa skipt sköpum í þeirri atburðarás sem hófst í Túnis í desember og hefur nú dreifst til margra annarra landa með gífurlegum ófyrirséðum afleiðingum. Þar hefur mátt sjá hvernig einræðisherrar og klíkur tengdar þeim hafa misbeitt valdi sínu og farið ránshendi hvar sem þeir koma krumlunum í. Þjóðirnar lifa við kröpp kjör en valdamenn eins og kóngar og hafa með vopnavaldi, blekkingum og þöglu samþykki vestrænna ríkja getað haldið uppteknum hætti.
Svíum er vart treystandi fyrir Julian Assange. Sjálfir setja þeir sig aldrei upp á móti vilja hinna sterku og í nafni hlutleysis væru þeir vísir til að framselja forsprakka Wikileaks til Bandaríkjanna þegar þess verður óskað.
En talandi um upplýsingaleynd og gegnsæi, hvað skyldi annars líða upplýsingum þeim sem skilanefnd Landsbankans hefur fengið í hendur vegna Icesave milljarðanna? Íslendingar eiga skilyrðislausan rétt á því að vita hvert þessir peningar fóru áður en þeir gera það upp við sig hvort samþykkja skuli Icesave-samning III eða ekki. Forsenda þjóðaratkvæðagreiðslu er aðgangur að réttum upplýsingum.
![]() |
Leyfilegt að framselja Assange |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2011 | 16:28
Dagur #3
Minn ágæti félagi og fyrrverandi flokksbróðir, Þráinn Bertelsson virðist vera eitthvað ósáttur við þá ákvörðun forsetans að láta þjóðina kjósa um enn einn Icesave-samninginn. En ólíkt flestum okkar hinna getur Þráinn borið upp vantraust á forsetann og vonast til að 3/4 alþingismanna séu á sama máli.
Ég tel hins vegar ólíklegt að Þráinn geri þetta í fúlustu alvöru því að flestum alþingismönnum þykir of vænt um sætin sín til þess að setja þau að veði. Samkvæmt umræddri 11. grein stjórnarskrárinnar myndi nefnilega þurfa að boða til alþingiskosninga ef meiri hluti þjóðarinnar stæði með forsetanum.
Hins vegar skora ég á Þráinn að bretta upp ermar og einbeita sér að þeim stefnumálum sem kosning hans og fyrrverandi félaga hans í Borgarahreyfingunni grundvallaðist á. Þar mætti í þessu sambandi nefna:
ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar.
Nú er það svo að skilanefnd Landsbankans hefur látið rannsaka hvað varð um Icesave-innistæður á reikningum bankans erlendis, en neitar hins vegar alfarið að upplýsa um það. Það væri vel við hæfi að Þráinn beitti sér fyrir því að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar. Einnig væri ágætt að fá fréttir af því hvernig gengur að gera stjórnendur og eigendur Landsbankans ábyrga fyrir svindlinu.
![]() |
Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 22:21
Dagur #2
Ég man ekki betur en að bæði Hollendingar og Bretar hafi á sínum tíma hafnað því að láta dómstóla útkljá þetta deilumál og völdu þess í stað að beita pólitískum þrýstingi með aðstoð annarra ríkja og sömuleiðis innan stjórnar AGS.
Þó svo að lagatæknileg álitaefni geti vissulega verið áhugaverð hlýtur spurningin samt að vera hvort að þetta mál rati nokkurn tíma fyrir dómstóla. Ekki er víst að allir deiluaðilar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða dómstól sé treystandi, og reyndar er ekki heldur víst að sumir deiluaðilar kæri sig yfirleitt um að eiga á hættu að fá dóm sem sett gæti allt innistæðutryggingakerfið í uppnám.

![]() |
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2011 | 22:45
Dagur #1
Stærstu eigendur og stjórnendur Landsbankans eru enn stikkfrí vegna Icesave. Skilanefnd Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum það verkefni að rekja slóð Icesave milljarðanna og er því verkefni lokið. Skilanefndin neitar hins vegar að veita frekari upplýsingar. Við bíðum þolinmóð.
![]() |
Steingrímur íhugaði afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2011 | 09:40
Ó-réttarríki
Ætli bananalýðveldi sé ekki of gott einkunnarorð til að rísa íslensku stjórnkerfi? Ó-réttarríki væri sennilega betur við hæfi nú þegar að dómarar eru búnir að hrifsa til sín lýðræðislegar kosningar af þjóðinni og ákæruvaldið hræðir fólk frá því að láta raddir sínar heyrast.
Enginn hefur hins vegar fengið dóm fyrir mútuþægni, að setja seðlabankann á hausinn, ryksuga bankana innanfrá, ræna innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi eigum sínum, setja tilvist íslenskra fjölskyldna í uppnám eða fara með orðspor þjóðarinnar í ræsið.
Skildi vera hægt að afsala sér ríkisborgararétti hjá svona fyrirbæri?
![]() |
2 í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2011 | 13:29
Elskum friðinn
Ó, getur fólk nú átt von á því að vera ákært fyrir að hrækja í áttina að lögreglubíl?
Og að hvetja til friðar á gangstétt við Laufásveg, kallar það ekki á ákæru líka?
Hvernig er það, er ekki víða verið að krefjast aukinnar löggæslu?
Og dómstólarnir, eru þeir ekki að drukkna í málum?
Gæti hugsast að áherslur lögreglu og ákæruvalds séu í meginatriðum rangar?
![]() |
Stuðningshópur mótmælir ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 00:46
Hverju lofuðu flokkarnir vorið 2009?
Stjórnmálaflokkar eru kosnir á grundvelli stefnuskrár. Kíkjum aðeins á þær:
Framsóknarflokkur: "Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina. Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga."
Hreyfingin: "Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá."
Samfylkingin: "Fulltrúar þjóðarinnar munu sitja stjórnalagaþing og gera tillögu að nýrri stjórnarskrá sem síðan verður lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Sjálfstæðisflokkur: "Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar."
VG: Fann ekkert um stjórnlagaþing eða stjórnarská. Hins vegar kvittuðu þeir upp á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem stendur m.a.:
"Frumvarp um stjórnlagaþing þjóðfund verður lagt fram á vorþingi. Kosið verði til þingsins í síðasta lagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010. Við undirbúning málsins og í aðdraganda kosninganna verði gengist fyrir víðtækri samfélagsumræðu um helstu álitamál og viðfangsefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar."
![]() |
Óheppilegt að skipa fulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2011 | 16:42
Pólitísk ó-ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
![]() |
Fundað um stjórnlagaþingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)