Dagur #2

Tveir hæstaréttarlögmenn ræddu stöðuna í Icesave-málinu í Kastljósi kvöldsins. Þeir voru á öndverðum meiði um það hvort skárra væri að samþykkja samninginn eða hafna honum.

Ég man ekki betur en að bæði Hollendingar og Bretar hafi á sínum tíma hafnað því að láta dómstóla útkljá þetta deilumál og völdu þess í stað að beita pólitískum þrýstingi með aðstoð annarra ríkja og sömuleiðis innan stjórnar AGS.

Þó svo að lagatæknileg álitaefni geti vissulega verið áhugaverð hlýtur spurningin samt að vera hvort að þetta mál rati nokkurn tíma fyrir dómstóla. Ekki er víst að allir deiluaðilar kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða dómstól sé treystandi, og reyndar er ekki heldur víst að sumir deiluaðilar kæri sig yfirleitt um að eiga á hættu að fá dóm sem sett gæti allt innistæðutryggingakerfið í uppnám.

VIP fangar?En áður en íslenskir kjósendur sökkva sér um of í lagatæknileg álitaefni Icesave, væri ekki úr vegi að skilanefnd Landsbankans upplýsti fólk um það hvert innistæður rúmlega 300 þúsund Breta og um 125 þúsund Hollendinga runnu. Einnig væri fróðlegt að heyra af aðgerðum stjórnvalda til að láta stærstu eigendur og stjórnendur  gamla Landsbankans bera ábyrgð á svo stórkostlegu svindli.

mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Starfsgreinadambandið talar illilega niður til forsetans og ekki síst þjóðarinnar. "Þjóðinni" er vel treystandi til að taka ákvörðun í þessu máli, á hvorn veginn sem það fer.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2011 kl. 07:50

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, kostirnir eru tveir og hvorugur þeirra góður. Fólkið í landinu gæti þurft að bera einhverjar byrðar vegna Icesave-svikamyllunnar og það er réttast að spyrja það sama fólk hvorn kostinn það telur vænlegri. Sjálfur hef ég ekki tekið endanlega ákvörðun og bíð frétta frá skilanefnd Landsbankans um það hvert Icesave-peningarnir fóru. Leyndin í kring um þetta mál ef óþolandi og setja verður þrýsting á að hulunni verði svipt af öllum staðreyndum málsins.

Sigurður Hrellir, 23.2.2011 kl. 09:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er heldur ekki búinn að taka ákvörðun. Var eiginlega ákveðinn í að segja "nei" fyrir nokkrum dögum síðan, en viðtalið við Lárus Blöndal, sem vel að merkja er afar málefnalegur, gerði það að verkum að ég gæti allt eins sagt "já".

Kanski á ég eftir að snúast í marga hringi með afstöðu mína. Við sjáum hvað setur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband