Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.1.2011 | 18:12
Gúgglaði hún Árna?
Í gær fór ég óvenju mildum orðum um Árna Johnsen í bloggi vegna hugulsemi hans gagnvart hinni landlausu Marie Amelie. En líklega hefur stúlkan gúgglað þingmanninn söngelska og tekið þá ákvörðun að flest annað sé skárra en að skulda honum greiða.
Hins vegar er hér á landi hæfileikarík ung kona frá Brasilíu sem raunverulega vill búa hér og starfa, og sækist meira að segja eftir íslenskum ríkisborgararétti. Það er Jussanam da Silva, söngkona og starfsmaður á frístundaheimili, sem Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa markvisst reynt að hrekja úr landi, m.a. með því að framlengja ekki atvinnuleyfi hennar.
Ég held að alþingismenn ættu almennt að beita sér fyrir því að taka Jussanam og öðrum erlendum ríkisborgurum fagnandi, ekki síst þeim sem unnið hafa sér traust og vináttu hérlendis.
![]() |
Amelie vill ekki verða Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2011 | 00:44
Late bloomer?

![]() |
Maria Amelie verði Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2011 | 12:24
Þau prédika eitt en praktísera annað
Svokölluð "umræða" stendur nú yfir á Alþingi um stjórnlagaþing og álit Hæstaréttar á tæknilegum brotalömum kosninganna sl. nóvember. Því miður eiga þessi orðaskipti þingmanna lítið skylt uppbyggilega umræðu. Ásakanir, afneitun, rangfærslur og hreinn dónaskapur flæðir út um allar gáttir Alþingis þessa stundina.
Sumir þingmenn segjast meira að segja vilja tala upp virðingu við Alþingi og stolt þjóðarinnar. Varla gera þeir það með því að dreifa mykju í stað þess að taka höndum saman í leit að lausnum með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Virðing Alþingis hefur sjaldan eða aldrei beðið aðra eins álitshnekki.
Stjórnlagaþing er okkar helsta von til að bæta stjórnkerfið og draga úr spillingu. Ef "kerfið" eða sérhagsmunaöfl ætla sér að stöðva framgang stjórnlagaþings með einum eða öðrum hætti, munu heiðarlegir borgarar sjálfir setja stjórnlagaþing án þess að spyrja alþingismenn eða stjórnmálaflokka álits. Mikið framboð er á áhugasömu fólki, svo mikið er víst.
![]() |
Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2011 | 15:34
Nú reynir á forsetann
Þetta vekur upp ýmsar áleitnar spurningar, ekki verður annað sagt.
Í öllu falli hlýtur að vera efnt til nýrra kosninga til stjórnlagaþings, annað væri óhugsandi.
Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð.
Nú reynir á forsetann að standa skynsamlega að ákvörðunum.
![]() |
Stjórnlagaþingskosning ógild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.1.2011 | 14:14
Sýndarviðbrögð
Ekki veit ég fyrir víst hvað Jóhanna og Steingrímur sögðu við fólkið sem nýlega afhenti þeim áskorun meira en 47.000 Íslendinga. Það hlýtur þó að hafa verið eitthvað annað en að iðnaðarráðherra skyldi falið "að taka þegar í stað upp viðræður við HS Orku, eigendur félagsins, og sveitarfélög á Reykjanesi, að um stytta (sic.) leigutíma nýtingarréttar á jarðhita". Allavega virtist Björk Guðmundsdóttir vera nokkuð vongóð um að ríkisstjórnin tæki áskorunina til greina.
Í áskoruninni segir: "Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra."
Ríkisstjórnin og sér í lagi VG, hafa algjörlega brugðist í þessu máli. Það var Steingrími J. í lófa lagið að koma í veg fyrir þessa sölu sem vafalítið var alls ekki í anda laga um erlent eignarhald, og setja á oddinn að regluverk um sjálfbæra nýtingu yrði klárað. Þingflokksformaður VG gekk jafnvel svo langt að skilyrða stuðning sinn við ríkisstjórnina við það að undið skyldi ofan af þessari dæmalausu sölu og sagði m.a.:
"Það er grundvallaratriði fyrir íslenskt samfélag að auðlindirnar okkar séu ekki settar í eigu einkaaðila. Þetta eru leifar af þessari hugmyndafræði, sem olli hruni á Íslandi. Þessi hugmyndafræði lifir alveg óskaplega sterku lífi í öllu okkar samfélagi. En þetta er algert grundvallarmál í okkar hreyfingu, að vinda ofan af þessari hugmyndafræði. Ég stóð í þeirri meiningu fyrir mörgum mánuðum síðan, við höfðum heit fyrir því, að þetta yrði stöðvað með einum eða öðrum hætti. Að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir þetta."
Að fela Katrínu Júlíusdóttur að semja við Magma og HS Orku um styttri leigutíma nýtingarréttar er álíka tilgangslaust og að láta Árna Pál Árnason semja við banka og lífeyrissjóði um niðurfellingar á lánum í þágu heimilanna. Varla ætla þau að greiða HS Orku háar upphæðir fyrir styttan leigutíma og láta kröfur 47.000 kjósenda algjörlega sem vind um eyru þjóta.
![]() |
Semja um styttri nýtingarrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 07:45
Samband atvinnurekenda fellir grímuna
Samtök atvinnulífsins hafa löngum haft yfir sér einkennilega áru, ekki síst eftir að Vilhjálmur Egilsson tók við starfi málpípu samtakanna. Í dag heyrðust einkennileg hljóð úr horni sem hafa verið túlkuð á þann hátt að SA ætli að byggja skjaldborg um kvótakerfið. Auk þess hvetja samtökin til þess að umhverfismálum verði í raun stungið undir stól með því að leggja niður umhverfisráðuneytið, búta málaflokkinn niður og setja hann eftir aðstæðum undir iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Á síðu SA kemur fram að samtökin hafi innan sinna vébanda átta aðildarfélög (þ.á.m. LÍÚ og Samtök orkufyrirtækja) og um 2100 smá og stór fyrirtæki þar sem starfa um 55.000 starfsmenn. Ert þú einn af þeim?
Ég vek athygli á því að "Samtök atvinnulífsins" kalla sig "Confederation of Icelandic employers" á enskri tungu. Á Íslensku þýðir það "Samband atvinnurekenda" sem er eflaust réttnefni.
![]() |
Furðar sig á kröfu SA í viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2011 | 00:48
Er tóm pyngja uppspretta vellíðunnar?
Þegar ég fór síðast í gufubað á Laugarvatni (sjá 2 næstu myndir) minnir mig að aðgangaeyririnn hafi verið 300 krónur. Það var haustið 2007, skömmu áður en svokallaðir "athafnamenn" létu stórvirkar vinnuvélar rústa þessu séríslenska fyrirbæri.
Í 3 heil ár leit svo svæðið út eins og sjá má á neðstu 2 myndum og ekkert gert til að fegra það. Líklega skorti athafnamennina lánsfé. Eða þá að þeir voru ó-löglega afsakaðir.
En nú er sem sagt komið nafn á nýju gufuna. Fontana skal hún heita og verðmiðinn tilbúinn, 2.100 krónur. Það er nákvæmlega 7 sinnum hærra verð en árið 2007. Hefði ekki bara verið við hæfi að láta verðið vera 2.007 krónur?
Nú hljótum við að bíða spennt eftir að þessir snjöllu markaðsmenn finni okkar helstu ferðamannastöðum betri nöfn. Hver kærir sig um að skoða eitthvað með svo ómögulegt nafn sem Þingvellir?
En það var nákvæmlega ekkert að staðnum eins og hann var. Hann var engu öðru líkur. Því miður kom bankahrunið bara einu ári of seint. Of mikið framboð af lánsfé er líklega okkar versti óvinur - og jú, svonefndir "athafnamenn".
Sjá einnig ítarlega umfjöllun um skemmdarverk á Laugarvatni, fyrri hluti og seinni hluti. Einnig Íslenskur hryllingstúrismi.
![]() |
Gufan verður Fontana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 10:22
Uppreisnin gegn Fjórflokknum
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 00:05
Masókismi?
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og eiginkona forstjóra Alcoa á Íslandi sagði sl. sunnudag í Silfri Egils:
"Samkvæmt núgildandi lögum, og það var samþykkt á þinginu á árinu 2008, þá eru orkuauðlindirnar í eigu íslensku þjóðarinnar. Það eru opinberir aðilar sem eiga auðlindirnar."
Vissulega hafa sumir Sjálfstæðismenn átt nokkuð erfitt með að skilja að eitthvað geti verið í eigu þjóðarinnar, og það er augljóst að Ólöf Nordal gerir ekki greinarmun á þjóðareigu og opinberri eigu.
Öllu verri er þó sá skilningur Árna Sigfússonar að hið opinbera í sveitarfélaginu Reykjanesbæ geti selt hinu opinbera hjá íslenska ríkinu auðlind sem er í þjóðareigu (sbr. Ólöfu Nordal) þó svo að Árni og fleiri kumpánar af svipuðu kaliberi hafi leigt út nýtingarréttinn í heilan mannsaldur og gott betur. Líklega hefur Árni kafað of djúpt í bókina sem bróðir hans skrifaði áður en hann setti Sjóvá á hausinn.
En við skulum halda því til haga að meirihluti íbúa Reykjanesbæjar kaus Árna Sigfússon og flokkinn hans til að hlutast til um sín mál, og það þrátt fyrir að reynsla undangenginna 4 ára ætti að hafa verið þeim víti til varnaðar. Á þetta eitthvað skylt við masókisma?
![]() |
Semji beint við HS orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2011 | 14:30
Kínverjar leyfa ekki sjálfir svona fjárfestingar
Í hádegisfréttum RÚV var viðtal við forstjóra Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Hann fullyrti líkt og Katrín Júlíusdóttir að salan á Elkem til kínversks stórfyrirtækis muni engu breyta um starfsmannahald og reksturinn hér á landi. Hér þori ég að fullyrða að um óskhyggju sé að ræða hjá þeim báðum því að Kínverjar hljóti einmitt að vilja hagræða í rekstrinum og gera breytingar svo að verksmiðjan skili auknum arði eða sé samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem við á. Annað væri fáránlegt. Hversu oft hefur maður ekki heyrt svona tal, t.d. í tengslum við útgerðarfyrirtæki og fiskveiðikvóta?
Rétt er að taka það fram að í Kína gilda þær reglur um verksmiðjur að þær verða að vera í meirihlutaeigu Kínverja. T.d. hafa ýmsir bílaframleiðendur sett þar upp verksmiðjur en mega sjálfir ekki eiga meira en 49% í þeim. Ætli Íslendingum væri ekki hollara að fara að fordæmi Kínverja í þessum málum?
Annars verður maður þunglyndur að hlusta á þennan ráðherra tjá sig eins og hún gerir:
"Hún [salan] hefur engin áhrif að ég tel, við erum bara með okkar regluverk hér á landi, á Íslandi, og sama hvort að erlendur einkaaðili komi frá Noregi eða Kína, þeir þurfa alltaf að lúta íslenskum reglum, og ég trúi ekki öðru en að þessir aðilar muni gera það. Ég sé engan mun á því hvaða erlendi einkaaðili á fyrirtæki hér á landi eins og í þessu tilfelli. Mér finnst hins vegar líka, kannski má segja, að það séu ákveðnar jákvæðar fréttir í þessu sem eru þær að fyrirtæki á Íslandi skuli vera álitið fýsilegur fjárfestingarkostur. Það hljóta að vera jákvæðar fréttir fyrir Ísland, sérstaklega á svona tímum eins og við erum að upplifa núna."
![]() |
Sala á Elkem breytir engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)