Pólitísk ó-ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

"Háttvirtur" þingmaður, Bjarni Benediktsson, hefur ekki trú á þjóðinni til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Því í ósköpunum skyldi þjóðin treysta honum til þess arna?
 
 

mbl.is Fundað um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er einfallt svar við þessu. Hann og hinir þingmennirnir voru kosnir til verksins. Það að koma verkinu síðan yfir á aðra er annað mál og lýsir kannski best hringlandanum sem er í gangi. Ég segi að þingmenn eigi að vinna fyrir kaupinu sínu og klára málið. Ekki eyða mínum/þínum/okkar peningum í annað þing til að þingheimur geti forðast það að taka á málinu og vinna verkið.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.1.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sindri, mig minnir að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft það á stefnuskrá sinni vorið 2009 að efna til stjórnlagaþings. Það má því segja að mikill minnihluti kjósenda (ca. 23%) sé á þeirri skoðun að þingmenn eigi að semja sínar eigin verklagsreglur. Svo er líka umhugsunarvert hvort þeir yfirleitt hafi tíma, áhuga og vilja til þess, en umboðið er tæpast fyrir hendi.

Sigurður Hrellir, 30.1.2011 kl. 21:31

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Stjórnlagaþing átti að endurskoða stjórnarskránna. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt að verklagsreglur fyrir Alþingi verði útbúnar í leiðinni.

Eina umboðið sem er fyrir hendi er á Alþingi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það vantar ekki mikið upp á að þessi 23% sem þú nefnir nái því umboði sem stjórnlaga þingið hefur, eða átti að hafa réttara sagt.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.1.2011 kl. 23:46

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Stjórnarskráin setur ramma um stjórnkerfið allt, bæði Alþingi, sveitarfélög, forsetaembættið og dómstóla. Að kalla það verklagsreglur var hugsanlega ekki heppilegt orðaval hjá mér.

En Sindri minn, fyrst þú kýst sjálfur að telja með alla á kjörskrá í stað greiddra atkvæða, þá er rétt að uppfæra fylgi Sjálfstæðisflokksins vorið 2009 niður í rúm 19%.

Sigurður Hrellir, 31.1.2011 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband