Hverju lofuðu flokkarnir vorið 2009?

Stjórnmálaflokkar eru kosnir á grundvelli stefnuskrár. Kíkjum aðeins á þær:

Framsóknarflokkur: "Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina.  Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga."

Hreyfingin: "Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá."

Samfylkingin: "Fulltrúar þjóðarinnar munu sitja stjórnalagaþing og gera tillögu að nýrri stjórnarskrá sem síðan verður lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Sjálfstæðisflokkur: "Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnar­skrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar."

VG: Fann ekkert um stjórnlagaþing eða stjórnarská. Hins vegar kvittuðu þeir upp á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem stendur m.a.:

"Frumvarp um stjórnlagaþing – þjóðfund – verður lagt fram á vorþingi. Kosið verði til þingsins í síðasta lagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010. Við undirbúning málsins og í aðdraganda kosninganna verði gengist fyrir víðtækri samfélagsumræðu um helstu álitamál og viðfangsefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar."

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að skynsamlegast sé að láta fulltrúana 25 halda sínu striki og jafnvel að lengja starfstíma þeirra um nokkra mánuði. Auðvitað hef ég misjafna skoðun á þeim sem náðu kjöri og væntanlega er þannig með flesta. Tillögu að nýrri stjórnarskrá þyrfti svo skilyrðislaust að leggja í dóm þjóðarinnar og fá samþykki hennar á efni og innihaldi. Það skiptir ekki nokkru einasta máli eftir 2-3 ár hverjir sátu á stjórnlagaþingi eða í stjórnarskrárnefnd ef þjóðin yrði almennt sátt við sín nýju grunnlög.

mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enginn flokkanna á Alþingi tilgreindi verklag við framkvæmd kosninganna. Verklagið er á ábyrgð stjórnarflokkanna.

Stefnuskrá Sjálfstlæðisflokksins er (var) í samræmi við núgildandi stjórnarskrá.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband