Munu draumarnir rætast?


Draumalandið mun vonandi hrista nægilega upp á fjölmiðlum og fólki til að setja grænu málin á dagskrá í kosningunum. Oft er talað um að kjósendur kjósi með buddunni og þá gefið í skyn að fyrst og síðast láti fólk loforð um aukið ráðstöfunarfé ráða vali sínu í kjörklefanum. En eins og málin standa í dag er ólíklegt að nokkur stjórnmálamaður muni veifa loforðum um skattalækkanir eða annað í svipuðum dúr.

Hvert liggur leið?Það hlýtur að vera hægt að draga einhvern lærdóm af stefnu sl. tveggja áratuga þar sem stóriðja var lausnarorðið. Framleiðsla landsins var ál og aftur ál en annars konar framleiðslu ýtt í burtu og hún í mörgum tilfellum lögð niður. Eggin voru sett í sömu körfuna þrátt fyrir að flestir viti að það sé rangt og allt of áhættusamt. Kvótinn var veðsettur upp í topp og bankakerfið byggt ofan á þeirri skuldasúpu með sívaxandi skuldum, fölsuðum hagtölum, enn meiri skuldum og að lokum fjársvikastarfsemi til að halda vitleysunni áfram.

Það eina sem við eigum skuldlaust í dag er náttúran (þó ekki fiskurinn í sjónum), menning og hæfileikaríkt fólk. Fólkinu fer fækkandi ef ekki verður breytt um gír hjá stjórnvöldum og hætt lausnir eins og "eitt álver í viðbót" og olíuhreinsistöð. Hér er bæði aðstaða og þekking til að byggja upp "grænt hagkerfi" þar sem náttúra og umverfi er sett í öndvegi en ekki litið á það sem nauðsynlegan fórnarkostnað.

Draumalandið má til með að verða að veruleika.


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margar frábærar konur fyrir einn flokk

Það er nokkuð athyglisvert að VG félagar í Reykjavík virðast sjá þörf á talsverðri endurnýjun þrátt fyrir að enginn úr þeirra forystu geti talist ábyrgur fyrir efnahagshruninu. Reyndar er það nú svo að prófkjör eða forval eins og þetta byggist að nokkru leyti á því að vinir og vandamenn frambjóðenda ganga í flokkinn og kjósa viðkomandi. Það eru því töluverðar líkur á því að tengslanet frambjóðenda skipti máli og er það út af fyrir sig góður rökstuðningur fyrir því að hér þurfi að taka upp persónukjör í alþingiskosningum. Hvernig líður annars því máli inni á Alþingi?

Annað sem vekur athygli er að konur skipa flest efstu sætin. Þetta þýðir líklega það að karlar muni ýta konum neðar á listanum vegna fléttufyrirkomulags. Þannig munu Árni Þór Sigurðsson og Ari Matthíasson væntanlega báðir flytjast uppfyrir Lilju Mósesdóttur sem þó hlaut mjög góða kosningu í 2. sæti. Vissulega ósanngjarnt því að það mun ekki auka hlut kvenna inni á Alþingi.

Á meðan að frábærar konur flykkjast á listana á vinstri vængnum hjá VG og Samfó er skortur á þeim hægra megin í gömlu spillingarflokkunum.


mbl.is Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing án stjórnmálaflokka

Sjálfstæðismenn virðast ekki sjá neinn tilgang með því að þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Þeir hrópa hátt að það sé ekki það sem hún þarfnist og nefna uppblásnar kostnaðartölur til að styðja sinn slæma málstað.

Reyndar er frumvarp ríkisstjórnarinnar hreint ekki gallalaust enda væri það saga til næsta bæjar ef Framsóknarflokkurinn ætlaði sér ekki að fá bita af kökunni. Hér fyrir neðan er hins vegar útfærsla sem "Samtök um lýðræði og almannahag" sendi frá sér og Borgarahreyfingin hefur nú gert að sinni. Kostnaður yrði allavega ekki neitt í líkingu við það sem Birgir Ármannsson heldur fram í fréttinni. Skyldi Birgir vera jafn slakur í reikningi og hann er sem málsvari almennings á Alþingi?

 

Kjör til stjórnlagaþings og endurskoðun stjórnarskrár 

Tilkynning frá Samtökum um lýðræði og almannahag 
 

Samtök um lýðræði og almannahag eru samtök fólks sem er fyrst og fremst lýðræðissinnað og krefst þess að Íslandi verði hér eftir stjórnað með hagsmuni almennings í huga.  Samtökin krefjast þess að það fari fram endurskoðun á stjórnarskránni og að sú endurskoðun verði gerð af almenningi og fyrir almenning. 

Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og berjast fyrir almannahag og lýðræðis- samfélagi sem hafnar forræði og forréttindum stjórnmálaflokka samtímans.  Samtökin telja augljóst að ríkisstjórnir Íslands til langs tíma og stjórnmálaflokkarnir að baki þeim hafi glatað öllum tengslum við raunverulegt líf fólksins í landinu. 

Samtökin telja einnig að allir núverandi stjórnmálaflokkar séu með einum eða öðrum hætti bundnir á klafa sérhagsmuna og/eða hugmyndafræði sem sé andstæð víðtækum almannahagsmunum og að augljóst sé að nánast öll stjórnarandstaða, hverju nafni sem hún nefnist, bíði ætíð og aðeins eftir að komast að nægtaborðinu sjálf. 

Samtökin telja endurskoðaða stjórnarskrá brýnasta mál samtímans og eru sannfærð um að aldrei fyrr hafi verið eins mikil þörf á að endurskoða stjórnarskrána og endurreisa lýðræði á Íslandi, ef landið eigi áfram að teljast til vestrænna lýðræðisríkja. 

Til að hagsmuna almennings verði gætt við endurskoðun stjórnarskrárinnar telja Samtökin grundvallaratriði að sú vinna fari fram á sérstöku stjórnlagaþingi sem verður án beinnar aðkomu stjórnmálaflokka og verði með eftirfarandi hætti: 

  • Valið verði á stjórnlagaþing úr röðum almennings samkvæmt hefðbundnu 600 manna úrtaki frá Gallup og einnig verði valdir eins margir til vara og þurfa þykir vegna forfalla, áhugaleysis eða vanhæfis.  Stjórnlagaþingseta verði fullt starf.
 
  • Stjórnlagaþingið skal skipulagt og verkinu stýrt af 5 manna sérfræðingahópi með sérþekkingu á stjórnskipunarrétti, mannréttindamálum og lýðræðisumbótum.  Æskilegt er að a.m.k. 2 af hópnum séu erlendir sérfræðingar.
 
  • Stjórnlagaþingið skal endurskoða allar greinar stjórnarskrárinnar og hafa til hliðsjónar þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í stjórnarskrárnefnd sem og taka við tillögum frá almenningi, jafnt einstaklingum sem hópum.  Fyrri vinnu stjórnarskrárnefndar og aðsendum tillögum skal finna stað ef hægt er, en þó ætíð með almannahag, lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.
 
  • Endurskoðun stjórnarskrárinnar skal lokið á 3 mánuðum, drögin send til umsagnar hjá innlendum og erlendum sérfræðingum og tilheyrandi alþjóðastofnunum og að því loknu lögð fram til víðtækrar kynningar í einn mánuð.
 
  • Að lokinni kynningu verður ný stjórnarskrá borin undir þjóðaratkvæði.

 


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með 11% þjóðarinnar?

Það er athyglisvert að svo virðist sem fólk sé tilbúið í meira af því sama - sömu flokkana, sama fólkið, sama orðaskakið. Reyndar er nokkuð skrýtið að Íslandshreyfingin sé enn með í mælingum þó svo að hún sé gengin til liðs við Samfylkinguna á meðan að hvorki Borgarahreyfingin né L-listinn fær að vera með.

Ísland úr fjarskaSvo er einn hópur fólks sem aldrei er spurður í skoðanakönnunum hvað það ætlar að kjósa. Það eru Íslendingar búsettir erlendis, 24.500 manns 18 ára og eldri, ca. 11% kjósenda. Fróðlegt væri að sjá tölur um það hvað landflótta Íslendingar vilja kjósa, varla það sama og hér hefur ráðið ríkjum sl. ár og áratugi.

Því miður eru skoðanakannanir stefnumótandi. Allt sem mælist um eða undir 5% prósentum er talað niður og reynt að afskrifa sem "dauð atkvæði". Með því móti verður líka engin endurnýjun, ekkert nýtt Ísland, ekkert gaman. Hversu mörg prósent kjósenda verða búsett erlendis í þarnæstu kosningum. 15%? 20%??


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing verður að fá frið fyrir stjórnmálaflokkunum

Hugmyndir um stjórnlagaþing í þessu stjórnarfrumvarpi eru því miður langt frá því að vera ásættanlegar. Hér fyrir neðan er tilkynning sem "Samtök um lýðræði og almannahag" sendi frá sér og Borgarahreyfingin hefur nú gert að sinni.

 

Kjör til stjórnlagaþings og endurskoðun stjórnarskrár 

Tilkynning frá Samtökum um lýðræði og almannahag 
 

Samtök um lýðræði og almannahag eru samtök fólks sem er fyrst og fremst lýðræðissinnað og krefst þess að Íslandi verði hér eftir stjórnað með hagsmuni almennings í huga.  Samtökin krefjast þess að það fari fram endurskoðun á stjórnarskránni og að sú endurskoðun verði gerð af almenningi og fyrir almenning. 

Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og berjast fyrir almannahag og lýðræðis- samfélagi sem hafnar forræði og forréttindum stjórnmálaflokka samtímans.  Samtökin telja augljóst að ríkisstjórnir Íslands til langs tíma og stjórnmálaflokkarnir að baki þeim hafi glatað öllum tengslum við raunverulegt líf fólksins í landinu. 

Samtökin telja einnig að allir núverandi stjórnmálaflokkar séu með einum eða öðrum hætti bundnir á klafa sérhagsmuna og/eða hugmyndafræði sem sé andstæð víðtækum almannahagsmunum og að augljóst sé að nánast öll stjórnarandstaða, hverju nafni sem hún nefnist, bíði ætíð og aðeins eftir að komast að nægtaborðinu sjálf. 

Samtökin telja endurskoðaða stjórnarskrá brýnasta mál samtímans og eru sannfærð um að aldrei fyrr hafi verið eins mikil þörf á að endurskoða stjórnarskrána og endurreisa lýðræði á Íslandi, ef landið eigi áfram að teljast til vestrænna lýðræðisríkja. 

Til að hagsmuna almennings verði gætt við endurskoðun stjórnarskrárinnar telja Samtökin grundvallaratriði að sú vinna fari fram á sérstöku stjórnlagaþingi sem verður án beinnar aðkomu stjórnmálaflokka og verði með eftirfarandi hætti: 

  • Valið verði á stjórnlagaþing úr röðum almennings samkvæmt hefðbundnu 600 manna úrtaki frá Gallup og einnig verði valdir eins margir til vara og þurfa þykir vegna forfalla, áhugaleysis eða vanhæfis.  Stjórnlagaþingseta verði fullt starf.
 
  • Stjórnlagaþingið skal skipulagt og verkinu stýrt af 5 manna sérfræðingahópi með sérþekkingu á stjórnskipunarrétti, mannréttindamálum og lýðræðisumbótum.  Æskilegt er að a.m.k. 2 af hópnum séu erlendir sérfræðingar.
 
  • Stjórnlagaþingið skal endurskoða allar greinar stjórnarskrárinnar og hafa til hliðsjónar þá vinnu sem þegar hefur verið unnin í stjórnarskrárnefnd sem og taka við tillögum frá almenningi, jafnt einstaklingum sem hópum.  Fyrri vinnu stjórnarskrárnefndar og aðsendum tillögum skal finna stað ef hægt er, en þó ætíð með almannahag, lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.
 
  • Endurskoðun stjórnarskrárinnar skal lokið á 3 mánuðum, drögin send til umsagnar hjá innlendum og erlendum sérfræðingum og tilheyrandi alþjóðastofnunum og að því loknu lögð fram til víðtækrar kynningar í einn mánuð.
 
  • Að lokinni kynningu verður ný stjórnarskrá borin undir þjóðaratkvæði.

 


mbl.is Stjórnlagaþing kosið í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syndaaflausn?

Bjarni með þjóðlegu ívafiÉg velti því fyrir mér hvort að vinnubrögð Bjarna Harðarsonar séu kjósendum að skapi. Hann hugðist nýta aðstoðarmann sinn á launum hjá ríkinu til að dreifa óhróðri um Valgerði flokkssystur sína. Ekki fór það rétta leið og í framhaldinu snautaði hann af Alþingi með skottið á milli lappanna. Skyldi hann lofa bót og betrun á fundinum á morgun?

Fékk hann ef til vill syndaaflausn hjá sr. Þórhalli?


mbl.is L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvístígandi þjóð

Það er ótrúleg sveifla meðal þjóðarinnar í stuðningi eða andstöðu við aðild að ESB. Í könnun sem gerð var í október sl. var töluverður meirihluti sem studdi aðild Íslands að sambandinu en nú virðist dæmið hafa snúist við. Hafa ber í huga að við erum enn jafn langt frá því að fá það upp á borðið hvað hugsanleg aðild hefði í för með sér fyrir land og þjóð - endalaust virðist fólk vera tilbúið að þrátta um keisarans skegg.
 
Að mínu mati er það mikið forgangsmál fyrir okkur að hefja aðildarviðræður sem fyrst og samhliða því skoða alla helstu kosti og galla. Eina rökrétta leiðin er að upplýst þjóð fái að skera úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vill ganga til liðs við sambandið eða áfram að eiga sig sjálf.
  • Í fyrsta lagi hlýtur öll töf að vera slæm hvað varðar framtíðarsýn í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Erfitt er að taka ákvörðun til framtíðar á meðan að óljóst er um stefnu innan eða utan ESB.
  • Í öðru lagi teldi ég mikilvægt að klára aðildarviðræður og umræður um þær fyrir 2012 þegar fiskveiðistefna sambandsins verður endurskoðuð.
  • Í þriðja lagi er nokkuð ljóst að Íslendingar verða af miklum styrkjum frá sambandinu sem gætu nýst til uppbyggingar á ýmsum sviðum nú þegar að svo mikil þörf er á mannaflsfrekum framkvæmdum, sjá færslu mína hér.
  • Í fjórða lagi finnst mér tilvalið að nýta þann mikla áhuga og velvilja Olli Rehn stækkunarstjóra sambandsins okkur til framdráttar. Ekki er líklegt að næsti maður í því embætti verði okkur svo vinveittur.

Ég mun þurfa að sætta mig við úrskurð um þetta mikilvæga mál í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Hins vegar get ég alls ekki sætt mig við að valdamiklir andstæðingar við ESB loki þjóðina áfram inni á biðstofu og hvorki gangi né reki í umræðunni um framtíð landsins.

En eitt virðist alltaf gleymast í þessari tilfinningasömu umræðu hér á landi. Það er að allar 27 þjóðir ESB myndu þurfa að samþykkja umsókn Íslands, hver og ein einasta. Skyldu þær gera það eftir það sem undan er gengið?

Stærsti stjörnusjónauki Evrópu á Kanaríeyjum, styrktur af ESB


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til fréttastofu RÚV og lögreglustjórans í Rvk.

Góðan dag,

Ég vil gera athugasemd við vinnubrögð fréttastofu RÚV og lögreglunnar í Reykjavík í sambandi við útifundi "Radda fólksins" á Austurvelli.

Í gær kom m.a. eftirfarandi fram í fréttum RÚV:
  • "Áhugi á mótmælum virðist þó fara dvínandi hér á landi."
  • "Mjög fámennt var á mótmælafundi á Austurvelli klukkan 3 í dag að sögn lögreglu."
  • "Að sögn lögreglu var þátttakan einnig lítil í lýðveldisgöngu frá Hlemmi og að Austurvelli fyrir fundinn."
Hér virðast vera settar fram staðhæfingar án þess að fréttamaður frá fjölmiðlinum hafi mætt á staðinn. Orð lögreglunnar eru tekin trúanleg þó svo að margsinnis áður hafi "talning" á hennar vegum verið dregin í efa og kvartað yfir því við fjölmiðla.

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi var á fundinum að dreifa út blöðum með upplýsingum frá VG. Hann sagði mér eftir fundinn að hann hefði afhent fólki 300 eintök og að fundarmenn hefðu verið mun fleiri, u.þ.b. 500.

Ég vil benda á að það hefur komið fram að kostnaður lögreglunnar vegna mótmæla síðustu vikur og mánuði sé kominn yfir 50 milljónir. Þetta er mikið fé og væntanlega þungur baggi fyrir starfsemi hennar. Lögreglan hefur því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga úr mótmælum eins og hægt er.

Það er algjörlega óásættanlegt að vandaður fjölmiðill eins og RÚV flytji ekki nákvæmari fréttir en þetta og leyfi sér að halda því fram að áhugi á mótmælum virðist fara dvínandi. Ég fullyrði að mun fleiri voru á fundinum í gær en voru þar á fundum tvo laugardaga á undan. Og síðan hvenær telst 500 manna útifundur í Reykjavík vera mjög fámennur?

Ég hringdi inn á fréttastofu RÚV með þessar upplýsingar Þorleifs um kl. 18.20 í gær og var mér lofað að þessu yrði breytt á Netsíðunni. Það loforð hefur ekki enn verið efnt núna á sunnudegi auk þess að ég heyrði í fréttum á miðnætti að sama vitleysan var borin á borð við hlustendur.

Það verður að segjast að fréttastofa Stöðvar 2 / Vísir hafði þó bæði fyrir því að senda myndatökumann á staðinn og var einnig með réttar tölur um þátttöku. Mbl.is var hins vegar með sömu röngu upplýsingar og RÚV.

Með ósk um útskýringar og kröfu um bætt vinnubrögð,

Sigurður Hr. Sigurðsson.


mbl.is Fáir þátttakendur í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunfólkið

Össur sagist vonast til þess að Ingibjörg verði áfram formaður Samfylkingarinnar og telur það best fyrir flokkinn. Eins og margir aðrir úr Þingvallastjórninni þekkir Össur ekki sinn vitjunartíma. Það gerði Ingibjörg ekki heldur þegar hún af hrokafullu yfirlæti hélt ríkisstjórninni á lífi, lengst af þvert á móti vilja kjósenda Samfylkingarinnar.

Á endanum fór það nú svo að ríkisstjórnin féll, stjórn og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hætti og nú síðast hinir þaulsetnu og firrtu bankastjórnar Seðlabankans sömuleiðis. Enginn fór þó beinlínis að eigin frumkvæði. En hvers vegna tók þetta lið ekki pokana sína strax í október þegar ljóst var hvernig rassinum hafði verið spilað úr buxunum? Það hefði sparað þjóðinni mikinn tíma, fyrirhöfn og fjármuni.

HrunfólkiðEinn af öðrum tilkynna fyrrverandi ráðherrar að þeir ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Enginn mun sakna þeirra því að þau sváfu á verðinum og gerðu illt verra með því að neita að bera ábyrgð. Össur og Ingibjörg sjá þetta ef til vill ekki sjálf ennþá en flokksmenn munu gefa það ótvírætt í skyn að þeirra nærveru er ekki þörf. Sama gildir auðvitað um aðra ráðherra líka þó svo að hrokinn virðist ekki hafa leikið þau alveg eins grátt.

Nú verður að horfa á ástandið hér eins og það er. Það kom efnahagskreppa og gjaldmiðilskreppa og í kjölfarið hrundi bankakerfið. Afleiðing þess var stjórnmálakreppa og hrun á sjálfsmynd þjóðarinnar. Í títtnefndum "björgunarleiðangri" geystist siðferðiskreppan inn á leikvöllinn og krafan um að allt væri lagt á borðið og hreinsað úr öllum skúmaskotum. ALLT! Krafan um réttlæti er sanngjörn og knýjandi. Því lengur sem gamlir draugar eru á sveimi því lengri tíma mun það taka að ná þjóðinni upp úr keldunni.


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram sama sagan

Ef einhver heldur að VG og Samfylkingin muni velja hæfasta fólkið hverju sinni til mikilvægra starfa fremur en flokkshesta, hlýtur sá hinn sami nú að hugsa sig vel um. Steingrímur J. velur sinn gamla formann úr Alþýðubandalaginu, vel marineraðan úr áralangri sendiherrastöðu til að semja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar um þrælahald næstu kynslóða á vegum IceSlave.

  • Finnst í alvöru ennþá fólk sem treystir íslenskum stjórnmálaflokkum?
  • VG vildi flýta kosningum svo að engin ný framboð gætu náð að bjóða fram.
  • Steingrímur J. ákvað að staðfesta hvalveiðar án þess að hafa siðferðilegt umboð kjósenda sinna til þess.
  • Formaður flokks sem stærir sig af jafnréttishugsjónum velur 7 karla og 1 konu í samninganefndina sem hér um ræðir.

Viljum við halda áfram að búa við flokksræði eða kjósa fólk á þing??? 

 --------------------------------------------------------

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri

Fulltrúar flokkanna hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Þessir fulltrúar hafa boðað komu sína:

Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki

Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum

Helgi Hjörvar frá Samfylkingu

Steingrímur J. Sigfússon frá VG

Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum þjóðarinnar um persónukjör? Mikilvægt er að fólk fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll


mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband