Syndaaflausn?

Bjarni með þjóðlegu ívafiÉg velti því fyrir mér hvort að vinnubrögð Bjarna Harðarsonar séu kjósendum að skapi. Hann hugðist nýta aðstoðarmann sinn á launum hjá ríkinu til að dreifa óhróðri um Valgerði flokkssystur sína. Ekki fór það rétta leið og í framhaldinu snautaði hann af Alþingi með skottið á milli lappanna. Skyldi hann lofa bót og betrun á fundinum á morgun?

Fékk hann ef til vill syndaaflausn hjá sr. Þórhalli?


mbl.is L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dæmigert rotið ógeð frá vinstrimanni

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gunnar; Hvernig myndi "dæmigert rotið ógeð" frá hægri manni líta út?

Heiða B. Heiðars, 2.3.2009 kl. 12:39

3 identicon

Ætli hann hafi ekki lært af mistökunum. Það er samt tíbíst þegar "almenningur" sest í dómarasætið þá virðist ekki vera til sú hugsun að menn hafi tekið út refsingu. Bjarni segir af sér, Árni Johnsen situr inni, en samt eru þeir alltaf sekir... endalaust! Best væri sennileg að það verði pesónukjör í kosningunum, þá kemur svona í ljós svart á hvítu ( ef kjörseðilinn verður hvítur) Ég gæti alveg gefið Bjarna eitt af mínum atkvæðum!

albert (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ekki skil ég hugarheim Gunnars Th. frekar en fyrri daginn og ekki langar mig að vita hvernig hann sér "rotið ógeð" fyrir sér.

Albert, Bjarni dæmdi sig sjálfan, hætti sjálfviljugur og hefur hreint ekki tekið út neina "refsingu". Ef fólki finnst vinnubrögð hans til fyrirmyndir þá bara kýs það L-listann, svo einfalt er það. Ég vil hins vegar sjá réttlátt og heiðarlegt fólk bjóða sig fram af öðrum hvötum.

Sigurður Hrellir, 2.3.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband