23.2.2009 | 16:47
LOKSINS!
Eru Mogginn og mbl.is ekki með neinar lágmarkskröfur á gæðum ljósmynda? Myndu þeir einhvern tímann birta svo lélegar myndir af einhverjum "hæstvirtum" alþingismönnum? Hér fyrir neðan er allavega mun skárri mynd sem þeir geta notað.
Annars, til hamingju með nýju hreyfinguna. Ef þjóðin kýs gamla flokksveldið áfram þá vorkenni ég henni ekki neitt. Herbert er allavega réttur maður á réttum stað.
![]() |
Borgarahreyfingin býður fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2009 | 14:12
Hvar er exbé?
Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fréttir berast af því hvernig stundum er farið með útlenda ríkisborgara hér frá löndum utan ESB og EES. Jonas má jafnvel eiga von á því að vera settur upp í næstu flugvél og sendur beinustu leið vestur um haf.
Ef horft er til nýlegra fordæma hlýtur lausnin að liggja hjá Framsóknarflokknum. Ef Jonas hefði lagt lag sitt við son Jónínu Bjartmarz hefði hann ekki þurft að bíða nema í tæpt ár eftir að fá ríkisborgararétt í stað þess að þræla og borga skatta í 6 ár til íslenska ríkisins. En því miður lítur út fyrir að hann hafi veðjað á rangan hest. Ertu með?
Verst að Guðjón Ólafur Jónsson skuli ekki sitja lengur á þingi - það mætti ef til vill spyja formannsefni Sjálfstæðisflokksins í staðinn. Nei, ég er ekki að tala um Snorra Ásmundsson.
![]() |
Farðu heim, góði minn! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 23:33
Hver er fremstur?

![]() |
Þóra Kristín blaðamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 14:18
Nýja gamla Framsókn
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hinn "nýja" öldung í íslenskum stjórnmálum? Ungi formaðurinn reynist vera Framsóknarmaður í beinan karllegg með fúlgur fjár á milli handanna. Nefndi einhver grasrót í þessu samhengi? Svo situr siðlaus boðflenna úr sama hreiðri nú í stól forseta borgarstjórnar sem einungis var uppfyllingarefni á hinum óborganlega exBé-lista. Það er með öðrum orðum enn verið að borga fyrir framsóknarspillinguna, ertu með? Árangur áfram - ekkert stopp!
![]() |
Segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2009 | 01:15
Heimóttarkórinn
Ýmsum andstæðingum ESB aðildar er tíðrætt um þann mikla áróður sem þeir telja sig sjá fyrir aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið. Mér hefur reynst erfitt að koma auga á allan þann áróður.
Í athugasemdadálki við þessa frétt taldi ég 13 svipaðar færslur frá þessum háværa einradda kór.
Fólk sem telur sig vita betur en aðrir og hafnar viðræðum, umræðum og þjóðaratkvæðagreiðslum á vissulega best skilið að búa á köldu skeri út í ballarhafi, einangrað frá helstu nágrannaþjóðum sínum. En ekki ætla ég að deila þeirri vist með þeim.
![]() |
Vill Ísland í Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2009 | 16:46
Réttlæti eða flokksræði?
Nokkuð skrýtin þessi umræða að ná þurfi sátt meðal "gömlu" flokkanna um þetta sjálfsagða réttlætismál.
Þau grasrótarsamtök sem eru í framboðshugleiðingum hljóta að krefjast þess að fá að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og verið með raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting næði ekki fram að ganga yrði það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði varla þegjandi tekið.

![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2009 | 00:33
Ærandi þögn!

![]() |
Seldu lúxusbíla Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 23:55
Mætir þjóðin?
Nú eru tæpar 10 vikur til kosninga. Kosninga um hvað? Sömu gömlu flokkana í sömu sparifötunum? Er þá baráttan til einskis? Hvers vegna verður ekki kosið til stjórnlagaþings? Af því að flokkunum liggur svo mikið á að fá "endurnýjað umboð"? Er verið að hafa þjóðina að fíflum enn eina ferðina? Þjóðin, skyldi hún láta sjá sig á fundinum í Háskólabíói í kvöld eða verður þar bara fullt af óverðugum almenningi?
![]() |
Staðan - Stefnan - Framtíðin rædd á opnum borgarafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 15:25
Framboðsræður á Alþingi
Mér er nóg boðið. Ég vil moka út þessu fólki á Alþingi sem eyðir tíma sínum í innihaldslitlar framboðsræður á meðan að þjóðfélaginu er að blæða út.
Sjálfstæðisflokkur: Í guðanna bænum dustið rykið af gömlum gildum flokksins og finnið einhverja trausta manneskju sem komin er til vits og ára til að leiða flokkinn út úr hugmyndafræðilegum rústum og morfískeppnisræðumennsku. Ég sting upp á Ragnari Önundarsyni.
Samfylkingin: Í guðanna bænum losið ykkur við Össur Skarphéðinsson og aðra gamla stóriðjudurta. Þeir eiga fremur heima í Framsóknarflokknum og nú þarf heldur betur endurnýjun til að jafnaðarmenn treysti Samfylkingunni til áframhaldandi stjórnarsetu.
Varðandi Evrópumálin þá hefur Samfylkingin svikið kjósendur sína tvívegis með því að taka sæti í ríkisstjórn án þess að málið sé sett á dagskrá. Það er auðvitað reginhneyksli að ekki skuli kannaður hugur kjósenda til aðildarviðræðna nú þegar að gengið verður til kosninga í apríl. Hvenær á þá að kjósa um það??
![]() |
Eitt hænufet til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 13:22
D-O-F-R-I
Það hlýtur að vera lágmark að fréttamenn mbl.is stafi nöfn fólks rétt.
Ég vona að Dofri fái gott sæti á framboðslista Samfylkingarinnar því að umhverfisstefna flokksins hefur sannast sagna siglt í strand.
![]() |
Dofri býður sig fram hjá Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)