Hrunfólkið

Össur sagist vonast til þess að Ingibjörg verði áfram formaður Samfylkingarinnar og telur það best fyrir flokkinn. Eins og margir aðrir úr Þingvallastjórninni þekkir Össur ekki sinn vitjunartíma. Það gerði Ingibjörg ekki heldur þegar hún af hrokafullu yfirlæti hélt ríkisstjórninni á lífi, lengst af þvert á móti vilja kjósenda Samfylkingarinnar.

Á endanum fór það nú svo að ríkisstjórnin féll, stjórn og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hætti og nú síðast hinir þaulsetnu og firrtu bankastjórnar Seðlabankans sömuleiðis. Enginn fór þó beinlínis að eigin frumkvæði. En hvers vegna tók þetta lið ekki pokana sína strax í október þegar ljóst var hvernig rassinum hafði verið spilað úr buxunum? Það hefði sparað þjóðinni mikinn tíma, fyrirhöfn og fjármuni.

HrunfólkiðEinn af öðrum tilkynna fyrrverandi ráðherrar að þeir ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Enginn mun sakna þeirra því að þau sváfu á verðinum og gerðu illt verra með því að neita að bera ábyrgð. Össur og Ingibjörg sjá þetta ef til vill ekki sjálf ennþá en flokksmenn munu gefa það ótvírætt í skyn að þeirra nærveru er ekki þörf. Sama gildir auðvitað um aðra ráðherra líka þó svo að hrokinn virðist ekki hafa leikið þau alveg eins grátt.

Nú verður að horfa á ástandið hér eins og það er. Það kom efnahagskreppa og gjaldmiðilskreppa og í kjölfarið hrundi bankakerfið. Afleiðing þess var stjórnmálakreppa og hrun á sjálfsmynd þjóðarinnar. Í títtnefndum "björgunarleiðangri" geystist siðferðiskreppan inn á leikvöllinn og krafan um að allt væri lagt á borðið og hreinsað úr öllum skúmaskotum. ALLT! Krafan um réttlæti er sanngjörn og knýjandi. Því lengur sem gamlir draugar eru á sveimi því lengri tíma mun það taka að ná þjóðinni upp úr keldunni.


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf þá ekki Jóhanna að segja af sér líka?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband