Of margar frábærar konur fyrir einn flokk

Það er nokkuð athyglisvert að VG félagar í Reykjavík virðast sjá þörf á talsverðri endurnýjun þrátt fyrir að enginn úr þeirra forystu geti talist ábyrgur fyrir efnahagshruninu. Reyndar er það nú svo að prófkjör eða forval eins og þetta byggist að nokkru leyti á því að vinir og vandamenn frambjóðenda ganga í flokkinn og kjósa viðkomandi. Það eru því töluverðar líkur á því að tengslanet frambjóðenda skipti máli og er það út af fyrir sig góður rökstuðningur fyrir því að hér þurfi að taka upp persónukjör í alþingiskosningum. Hvernig líður annars því máli inni á Alþingi?

Annað sem vekur athygli er að konur skipa flest efstu sætin. Þetta þýðir líklega það að karlar muni ýta konum neðar á listanum vegna fléttufyrirkomulags. Þannig munu Árni Þór Sigurðsson og Ari Matthíasson væntanlega báðir flytjast uppfyrir Lilju Mósesdóttur sem þó hlaut mjög góða kosningu í 2. sæti. Vissulega ósanngjarnt því að það mun ekki auka hlut kvenna inni á Alþingi.

Á meðan að frábærar konur flykkjast á listana á vinstri vængnum hjá VG og Samfó er skortur á þeim hægra megin í gömlu spillingarflokkunum.


mbl.is Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er ekki fléttufyrirkomulag bundið í forval hjá VG í Reykjavík svo Lilja heldur sínu 2. sæti og það er vel. Nú þarf bara fólk eins og mig og þig til að tryggja hana á þing.

Þór Jóhannesson, 8.3.2009 kl. 10:28

2 identicon

Já sem betur fer er ekki fléttufyrirkomulag að skemma fyrir því ágæta fólki sem fékk sín sæti á sanngjarnan hátt. Ég þori reyndar að lofa því að ef þetta hefðu verið 3 konur af 10 þarna eða einhvers annars staðar þá hefði eitthvað heyrst í "jafnréttis" fólki landsins. Þess vegna er gott hjá VG grænum að koma með það góða fordæmi að besta fólkið fái að halda sínum sætum þótt þau séu konur eða karlar.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég vissi ekki betur en að sama fléttufyrirkomulag gilti nú og fyrir 2 árum þegar konur voru fluttar upp um sæti. Nú er öldin önnur, konur fleiri en karlar í efstu sætum og greinilega ekki sömu viðmið. Reyndar verð ég að segja að það hlýtur að vera umhugsunarvert að jákvæð mismunun eigi bara að gilda fyrir annað kynið en ekki hitt.

Sigurður Hrellir, 8.3.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband