Góð og jákvæð ferðaþjónusta

Skattstofn?Það er óneitanlega mjög ánægjulegt að til sé fólk í ferðaþjónustu á Íslandi eins og Stefán Helgi. Algengara er að líta á erlenda ferðamenn eins og hverja aðra gullgæs sem tilvalið er að kreista. Á sumum stöðum á landsbyggðinni eru fýlulegir og illa upplýstir unglingar látnir afgreiða ferðamenn og víða virðist það hreinlega ekki vera neitt markmið að viðskiptavinirnir séu ánægðir. Vonandi er þessi hugsunarháttur samt á undanhaldi en hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stórfellda skattlagningu á ferðamenn eru því miður algjörlega sama marki brenndar og munu eflaust fæla burtu fólk í stórum stíl.

mbl.is Hjólar ókeypis með ferðamenn um borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ræna banka innanfrá - taka 2

Ég held að þeim sem gáfu beygluðu pottana sína á Þjóðminjasafnið eftir mótmælin í fyrravetur væri nær að fá þá lánaða aftur. Við hin sem trúðum því ekki að Búsáhaldabyltingunni væri lokið þurfum einungis  að teygja okkur upp í skáp. Mætum öll á baráttufund n.k. laugardag, Austurvöllur kl. 15.
 
Látum ekki bankamenn og fjárglæframenn ræna okkur aleigunni í annað sinn!

mbl.is Læti við Kirkjusand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lattelepjandi lopatreflar

Skyldu margir íslenskir kvikmyndagerðarmenn vera farnir eða á förum? Hér stefnir allt í öfuga átt, þökk sé sameiginlegu átaki ríkisstjórnarinnar og RÚV. Það sorglega er að íslensk kvikmyndagerð er arðbær fyrir ríkissjóð en ekki fyrir einkaaðila eina og sér. Þetta skilur ekki svokölluð "Skjaldborgarstjórn" sem gengur með þær ranghugmyndir að hún sé vinstri stjórn og sé að standa vörð um hagsmuni almennings á Íslandi.

 



Sjá einnig þetta óborganlega skot á RÚV.

mbl.is Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað fyrir RÚV


mbl.is Póker auglýstur á barnasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó-LÁN

Það er til vitnis um dæmalaust ábyrgðarleysi stjórnvalda að ráðherrar "Skjaldborgarstjórnarinnar" og "Morfís" við Austurvöll hafi hummað þetta fyrirsjáanlega mál um gengistryggð neytendalán fram af sér í heilt ár. Á meðan hafa svokölluð "fjármálafyrirtæki" (lesist fjársvikafyrirtæki) fengið hikstalaust að krefjast himinhárra upphæða af örvæntingarfullum fjölskyldum sem berjast í bökkum og drekkja þeim í hótunarbréfum ef tafir verða á greiðslum af stökkbreyttum ó-lánum.
 
Skyldu Müllers-æfingar geta bjargað ríkisstjórninni?Hvað voru eftirlitsstofnanir að hugsa eða öllu heldur starfsmenn þar á bæ? Hvar í heiminum voru stjórnendur FME, Seðlabankans og Neytendastofu? Hvers vegna höfum við þetta fólk á himinháum launum hjá okkur? Skyldi það hafa verið ráðið á faglegum forsendum eða fengið bitling í boði stjórnmálaflokks? Hér má t.d. lesa um það sem fyrrverandi yfirlögfræðingur FME aðhefst nú í boði ríkisins!
 
Er mælirinn enn ekki orðinn fullur? Nefndi einhver byltingu eða stjórnlagaþing? Mætum öll og mótmælum ólöglegum ó-lánum, næst í hádeginu á morgun við Íslandsbanka á Kirkjusandi.


mbl.is „Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitsgjafar í u-beygju?

Eyvindur G. Gunnarsson rökstuddi mál sitt á ákaflega trúverðugan hátt. Hæstiréttur á erfitt verk fyrir höndum, ekki síst því að trúverðugleiki réttarkerfisins er í húfi.

Dómarar við HæstaréttAnnars langaði mig að minnast á það hvernig álitsgjafar dagsins í Silfri Egils virðast sjálf hafa tekið u-beygju í Icesave málinu. Bæði Eiríkur Bergmann og Íris Erlingsdóttir hafa verið ákaflega gagnrýnin á þátt forsetans í þessu máli svo vægt sé til orða tekið en nú sögðu þau hvorugt eitt einasta styggðaryrði um hann. Meira að segja talaði Eiríkur mjög fallega um forsetann og framkomu hans í erlendum fjölmiðlum, enda sagði hann að Ólafur Ragnar væri "eini maðurinn sem talar fyrir hönd Íslands á erlendum vettvangi". Það er vissulega virðingarvert að geta skipt um skoðun eftir því sem forsendur breytast en stundum finnst mér að ákveðnir fræðimenn (ekkert frekar Eiríkur en margir aðrir) séu "mainstream" og fylgi um of afstöðu stjórnvalda hverju sinni.

Stjórnmálafræðingnum tókst einnig á undraverðan hátt að greina framvindu Icesave málsins án þess að minnast einu orði á þátt almennings í atburðarásinni. Samkvæmt Eiríki breytti forsetinn stjórnarháttum landsins með ákvörðun sinni þann 5. janúar en virðist algjörlega horfa framhjá því að forsenda þess var áskorun frá 56.089 Íslendingum. Reyndar tek ég undir með Eiríki í mörgu sem hann sagði um stjórnkerfið og áhugaleysi stjórnmálaflokkanna á raunverulegum lýðræðisumbótum. Áður var brýnt að endurskoða stjórnarskrána en nú er það algjör nauðsyn.

Íris viðurkenndi hins vegar að hafa sjálf skipt um skoðun í Icesave málinu hundrað sinnum og líklega geta margir sagt það sama.


mbl.is Yrði u-beygja hjá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitlausir fjölmiðlar

Ég veit fyrir víst að reynt var að fá fjölmiðla til að fjalla um þetta mál fyrir 3 mánuðum síðan en án undirtekta:


 
Þarna kemur það skýrt fram í athugasemd að fjölmiðlar virðist ekki ýkja áhugasamir um spillingu í bankakerfinu. Að vísu hefur það hugsanlega breyst eitthvað á síðustu dögum, en hví ekki fyrr?

Það hefur sýnt sig oftar en tölu verður á komið að margir íslenskir fjölmiðlar eru engan veginn að standa sig og hafa í raun tekið þátt í "skjaldborgarsmíði" stjórnvalda utan um fjármagnseigendur. Kemur reyndar sumum á óvart. DV er vissulega undanskilið og nokkrir einstaklingar á RÚV hafa átt mjög góða spretti.


mbl.is Situr beggja vegna borðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi þursinn rumska?

Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fjármálafyrirtækja og ráðamanna við þessum vel rökstudda dómi. Hingað til hafa bæði ráðherrar í "Skjaldborgarstjórninni" og helstu forsvarsmenn bankanna hummað fram af sér fjölmörg rök fyrir því að gengistryggðu lánin væru í raun brot á lögum nr. 38/2001 eða fullkomlega ósanngjörn vegna forsendubrests og atburðarásar sem skrifast verður alfarið á ábyrgð lánveitenda.

Stökkbreyttar afborganir húsnæðislánaReyndar má týna til mun fleiri lagaleg rök fyrir ógildingu þessara veðskuldabréfa, svo mörg að mann hreinlega sundlar. Voru lögfræðingar bankanna sálugu virkilega svo uppteknir við "skapandi" lagaflækjur að þeir hreinlega létu hjá leiðast að skoða hvort algengir lánasamningar væru í raun löglegir?

Við skulum bara hafa það í huga að enn er löng barátta framundan og að það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það eru mörg ljón í veginum.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjartalag?

Ég óska Degi Kára til hamingju með að myndin kemur loksins fyrir sjónir almennings hér á Íslandi. Tökur á henni stóðu yfir vorið 2008, lengst af í frábærri leikmynd sem sett var upp í skemmu í Vesturbænum.

Brian Cox á barnumMargir þeirra sem störfuðu við myndina hafa beðið frumsýningarinnar lengi, m.a. vegna þess að einhverjar eftirstöðvar voru eftir á greiðslum til fólks fyrir upptökurnar. Annar framleiðandinn, Þórir Snær Sigurjónsson hringdi reyndar í mig rétt í þessu og lofaði að ganga frá öllum lausum endum fyrir frumsýningardag í sátt við það fagfólk sem að málinu kom. Það eru góðar fréttir en ég ítreka að hann verður að standa við gefin heit.

Vonandi verður frumsýning myndarinnar eins hátíðleg og tilefni er til. Hún á það eflaust skilið.


mbl.is Stikla úr The Good Heart frumsýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óumdeild ?!?

"Það er full samstaða um Búðarhálsvirkjun" sagði Katrín Júlíusdóttir og þar af leiðir að VG styðja líklega þessa framkvæmd.

Ég skora á talsmenn flokks sem kallar sig "Grænt framboð" að lýsa því yfir opinberlega að þeir styðji framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að því gefnu að orkan fari í álbræðslu eða aðra mengandi stóriðju. Ef svo er þá tel ég að umhverfissinnað fólk þurfi að finna sér aðra fulltrúa og trúverðugri.

Alcan - hver slær hendinni á móti svona vinnu?"Alcan er starfandi fyrirtæki hér á landi" sagði Katrín og vill efla það með aukinni álbræðslu. Ekki er langt síðan rúmur helmingur kjósenda felldi áform um stækkun álversins í Straumsvík en nú á víst að kjósa aftur og síðan enn aftur ef ekki fæst samþykki fyrir því. Um hvað á annars að kjósa, stækkun álversins eða deiliskipulag? Framkoma Samfylkingarfólks í Hafnarfirði er ekki til eftirbreytni.

Annars vísa ég til fyrri pistla minna um sömu virkjun og tilvistarkreppu VG.


mbl.is Virkjunin gangsett 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband