Óumdeild ?!?

"Það er full samstaða um Búðarhálsvirkjun" sagði Katrín Júlíusdóttir og þar af leiðir að VG styðja líklega þessa framkvæmd.

Ég skora á talsmenn flokks sem kallar sig "Grænt framboð" að lýsa því yfir opinberlega að þeir styðji framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að því gefnu að orkan fari í álbræðslu eða aðra mengandi stóriðju. Ef svo er þá tel ég að umhverfissinnað fólk þurfi að finna sér aðra fulltrúa og trúverðugri.

Alcan - hver slær hendinni á móti svona vinnu?"Alcan er starfandi fyrirtæki hér á landi" sagði Katrín og vill efla það með aukinni álbræðslu. Ekki er langt síðan rúmur helmingur kjósenda felldi áform um stækkun álversins í Straumsvík en nú á víst að kjósa aftur og síðan enn aftur ef ekki fæst samþykki fyrir því. Um hvað á annars að kjósa, stækkun álversins eða deiliskipulag? Framkoma Samfylkingarfólks í Hafnarfirði er ekki til eftirbreytni.

Annars vísa ég til fyrri pistla minna um sömu virkjun og tilvistarkreppu VG.


mbl.is Virkjunin gangsett 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband