Góð og jákvæð ferðaþjónusta

Skattstofn?Það er óneitanlega mjög ánægjulegt að til sé fólk í ferðaþjónustu á Íslandi eins og Stefán Helgi. Algengara er að líta á erlenda ferðamenn eins og hverja aðra gullgæs sem tilvalið er að kreista. Á sumum stöðum á landsbyggðinni eru fýlulegir og illa upplýstir unglingar látnir afgreiða ferðamenn og víða virðist það hreinlega ekki vera neitt markmið að viðskiptavinirnir séu ánægðir. Vonandi er þessi hugsunarháttur samt á undanhaldi en hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stórfellda skattlagningu á ferðamenn eru því miður algjörlega sama marki brenndar og munu eflaust fæla burtu fólk í stórum stíl.

mbl.is Hjólar ókeypis með ferðamenn um borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú í meginatriðum rétt hjá þér.

Það er reyndar ekki við unglingana að sakast þótt þeir séu fýlulegir greyin. Það eru yfirmenn þeirra sem eru oft bölvaðir kjánar, borga illa og eru óöruggir með sig og totryggnir út í allt. Oftar en ekki eru þeir vart af barnsaldri sjálfir. Að öllu þessu virtu er ekki undarlegt þótt krökkunum finnist dagurinn lengi að líða. Þeir eru líka þreyttir og svo er það hreinlega feimni sem veldur þessu hjá þeim. Auk kunnáttuleysis í þjónustustörfum.

En fínt hjá Stebba að hjóla með túristana. Ég myndi reyndar aldrei gera neitt svona ókeypis en þannig er ég bara. Veiti mínum kúnnum ávallt góða þjónustu fyrir peninginn.

Steini (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Morten Lange

Þetta er frábært framtak. Hef sjálfur farið með í eina af ferðum  Stefán Helga og Ursula/Úrsúlu. Tveir Grikkir, ung kona og karl og einum Íslendingi komu með. Samtals voru um 10 að hjóla saman.  Boðið er upp á að verða sótt á hóteli eða gististað og góð hjól fær maður lánað.  Og ef maður vill fær maður far með aftur á hóteli eða niður í miðbæ.

Íslendingin sem var með í för fannst stundum skrýtnar áherslur í hvað væri fjallað um, reyndar. En þetta er einmitt lagt upp með að bjóða fólki að sjá aðra hluti og þætti í  borginni, og sem viðbót við hefðbundna útsýnisferð frekar en kynning á því "áhugaverðasta" og flottasta.

Og það ætti að benda á það að þótt þetta sé ókeypis þá borga sennilega flestir nokkra þúsundkalla í frjálsum framlögum. 

http://www.icelandbike.com/

Eins og megi sjá hér :

   http://www.tripadvisor.com/Attraction_Review-g189970-d1582006-Reviews-Reykjavik_Bike_Tour-Reykjavik.html

er hjólaferðin meðal vinsælustu hluti ( í fjórða sæti af 73)  að gera í Reykjavík, samkvæmt notenda Tripadvisor...

Þau bjóða manni líka upp á að fá endurskinsvesti og hjálm lánaðan.  Mér fannst hópinn mun huggulegri að sjá áður en þau fóru að bjóða upp á það, en þau hafa eflaust fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum um þetta. Í ferðinni sem ég fór í vorum við 4 sem ekki þáðu að klæðast óþægilegu táknin um "dangerisation of cycling".

Morten Lange, 17.2.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband