10.2.2010 | 12:23
Rykfallin skjöl
Úrskurður Skipulagsstofnunar frá því í maí 2001. Það var áður en ráðist var á tvíburaturnana í New York og löngu áður en hin viljuga þjóð Íslendingar studdi innrásina í Írak og fjöldamorð þar á saklausu fólki.
Skyldi Landsvirkjun eiga fleiri svona tromp uppi í erminni? Samninga Fossafélagsins Títan við sunnlenska bændur frá því um 1930? Ekki er vanþörf á því ef metta á Straumsvík, Helguvík og síðast en ekki síst kartöflukísilflöguverksmiðju í Þorlákshöfn.
Sjá nánar um Búðarhálsvirkjun hér.
![]() |
Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2010 | 21:16
Voru kosningarnar óvenju snemma í ár?
Gerið ykkur grein fyrir því að fimm af sjö núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru öruggir með áframhaldandi setu í borgarstjórn? Þrír af fjórum fulltrúum Samfylkingarinnar eru það sömuleiðis og svo eflaust báðir fulltrúar VG sem eru fréttaefni dagsins í dag.
Með öðrum orðum eru tveir þriðju hlutar borgarfulltrúanna ósnertanlegir þegar rúmur ársfjórðungur til kosninga og reyndar gæti þetta þaulsetna fólk hæglega myndað nýjan borgarstjórnarmeirihluta nú strax í febrúar!
Krafan um persónukjör var mjög hávær fyrir ári síðan og þrátt fyrir að breytingafrumvarp um kosningalög í átt til persónukjörs hafi tvívegis verið lagt fram af núverandi dómsmálaráðherra, bæði á sumarþingi og haustþingi, er greinilega takmarkaður áhugi fyrir því meðal stjórnmálaflokkanna. Sérstaka athygli hefur vakið hvað fólk innan VG hefur talað gegn þessu frumvarpi. Líklega hugnast þeim betur prófkjörin eins og þau tíðkast þessa dagana.
![]() |
Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 09:40
Allt í ó-lagi

Reyndar gæti þetta þaulsetna fólk sem svo gjörsamlega brást íbúum Reykjavíkur á yfirstandandi kjörtímabili með sínum 4 borgarstjórum hæglega myndað nýjan meirihluta nú strax í febrúar! Er allt í lagi?
![]() |
Úrslit í forvali VG óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 19:54
Reynsla af málefnum útlendinga
Eins og flestir ættu að muna hefur Jónína Bjartmarz töluverða reynslu af málefnum útlendinga sem sækja hér um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Hún sýndi það og sannaði að hún væri góður málsvari fólks eins og Luciu Celeste Molina Sierra sem Kastljósið lagði í einelti fyrir 3 árum síðan. Að sjálfsögðu mun hún ekki síður reynast öðrum útlendingum haukur í horni enda búið að skapa fordæmi um sérstaka flýtimeðferð fyrir "sérstaklega gott fólk", sjá m.a. hér og hér.
Skyldi Jónína annars hafa verið orðin leið á Xiamen?
![]() |
Tíu sóttu um forstjórastöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 14:46
Hvað skyldi framkvæmdastjórn ESB nákvæmlega taka til umfjöllunar?
Þó að ég sé yfirlýstur Evrópusinni og telji að Íslandi sé best borgið sem aðila að ESB, verð ég að segja að ríkisstjórninni hefur gjörsamlega mistekist að setja aðildarumsóknina og undirbúningsferlið í ásættanlegan farveg. Eins og málin hafa þróast með Icesave er algjörlega tómt mál að tala um að þjóðin muni kjósa með inngöngu, hversu góður sem samningurinn kann að verða.
Undir eðlilegum kringumstæðum væri hér lífleg umræða um samningsmarkmið Íslendinga, vangaveltur um aðrar aðildarþjóðir, rökræður um kosti og galla aðildar, o.s.frv. Samfylkingin hefur með ótrúlegu taktleysi beint þessu máli í blinda einstefnugötu sem erfitt verður að bakka út úr. Skortur á faglegum vinnubrögðum, leyndarhyggja, leiðtogaleysi og vandræðagangur eru orð sem lýsa dapurlegum framgangi málsins hingað til. Ekki hjálpar það til að formaður VG skuli við ýmis tækifæri lýsa andstöðu sinni við inngöngu þrátt fyrir að styðja aðildarviðræðurnar og að flokkur hans sé í raun klofinn í afstöðu sinni með og á móti aðild.
Það er hins vegar veik von um aðkomu ESB að lausn Icesave deilunnar sem gæti mögulega fengið Íslendinga til að trúa að það sé staður fyrir okkur innan sambandsins. Norðmenn hafa höggvið á hnútinn með að styðja Ísland án óásættanlegra skilyrða og nú þarf forysta ESB að taka sig saman í andlitinu og miðla málum svo að Ísland geti áfram verið þjóð meðal þjóða. Engum dylst að Evrópusambandið er ekki stikkfrí í Icesave deilunni og ef valið stendur á milli þess að styðja Breta og Hollendinga gegn Íslandi annars vegar og að taka ábyrgan þátt í lausninni hins vegar þá verður það í leiðinni vísbending um mögulega aðild Íslands að ESB.
![]() |
Ræða aðild Íslands í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2010 | 00:35
Fólk eða fjármálastofnanir?
Nú þurfa flokkarnir í ríkisstjórn að bretta upp ermarnar og nýta öll þau sambönd sem til eru. Það er einfaldlega ekki bjóðandi lengur að draga lappirnar og láta eins og þetta sé allt saman íslenskum almenningi að kenna.
Samfylkingin verður að horfast í augu við að með óbreyttri stefnu er algjörlega tómt mál að tala um aðild Íslands að ESB. Hins vegar myndi grundvallarstefnubreyting í Icesave hugsanlega auka tiltrú fólks á að Evrópusambandið snúist fremur um fólk en fjármálastofnanir.
En þeir sem héldu því fram að AGS hefði lært af mistökum sínum á undanförnum árum þurfa víst að éta ýmislegt ofan í sig.
![]() |
Nota AGS sem vopn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2010 | 20:41
Á faglegum forsendum
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það borgar sig að vinna faglega að málum og setja þau í annað og stærra samhengi en þrætupólitík til heimabrúks. Á fundi Norðurlandaráðs fyrir viku síðan var Elviru Méndez Pinedo boðið til Kaupmannahafnar að tala þar á samkomu norrænna vinstri flokka. Hún var kölluð til sem óháður sérfræðingur og lýsti sjónarmiðum sínum sem fram koma í nýrri og ítarlegri skýrslu. Fullvíst er að erindi hennar vakti viðstadda til umhugsunar og líklega hafa fulltrúar norskra sósíalista styrkst í trúnni á að þetta sé ekki einkamál Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar.
Rökstuðningur Elviru gengur m.a. út á að það sé algjörlega óásættanlegt að mál eins og þetta fái ekki eðlilega meðferð fyrir dómstólum og að þessi "pólitíska aðferðarfræði" sé í hróplegri andstöðu við yfirlýst markmið ESB á sviði mannréttinda og samvinnu milli Evrópuþjóða.
Allavega hljóta allir Íslendingar hvar í skotgröfum sem þeir leynast að vera ánægðir með þessa stefnubreytingu norsku ríkisstjórnarinnar. Vonandi fylgja fleiri frændþjóðir í kjölfarið.
![]() |
Norðmenn breyta um Icesave-stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2010 | 00:41
50% hækkun á fasteignagjöldum
Ég var að opna bréf sem mér barst frá Reykjavíkurborg. Þar í var yfirlit um fasteignagjöld fyrir árið 2010. Við fyrstu sýn gat ég ekki betur séð en að upphæðir væru óbreyttar frá því í fyrra og hugsaði ég með mér að fasteignamatið hefði líklega lækkað og skattprósentan hækkað eitthvað á móti. Heildarsumman fannst mér reyndar grunsamlega há og þá fyrst tók ég eftir því að gjalddagar verða 9 í stað 6. Fasteignagjaldið hefur m.ö.o. hækkað um 50% á milli ára (!) og er það burtséð frá lækkun á fasteignamati.
Við nánari athugun kom það í ljós að fjölgun gjalddaga átti sér stað í fyrra og því hefur fasteignamatið víðast hvar ekki hækkað neitt í Reykjavík síðan þá.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2010 | 15:09
Ekkert verið að tala undir rós
Max Keiser talaði skýrt og skorinort í þessu stórfína Skype-viðtali við okkar besta fjölmiðlamann. Hann bendir beint á glæpinn og glæpamennina en talar ekki undir rós eins og misvitrir stjórnmálamenn gera til að fela eigin vanmátt.
Það eru orðnir nokkuð margir áhrifamiklir fjölmiðlamenn erlendis sem ræða um Icesave málið á þessum nótum þó svo að fæstir komi sér eins beint að efninu og Max Keiser. Það væri stórkostlegt klúður að nýta ekki þennan óvænta meðbyr til að koma þjóðinni aftur á réttan kjöl og í leiðinni að vekja athygli á því hvernig siðspilltir fjármálamenn eru að spila með fjármálakerfi á vesturlöndum og víðar.
Einnig er athyglisvert að velta fyrir sér samanburðardæmum Þórðar Magnússonar í þættinum og spá í siðferði íslenskra banka- og stjórnmálamanna nú rúmu ári eftir hrunið. Ætlum við sem þjóð að halda áfram á sömu braut eða ætlum við að sýna sjálfum okkur og umheiminum að við séum lýðræðisþjóð með sterka réttlætiskennd?
![]() |
Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2010 | 23:16
Lýðræði eða fáræði?
Fyrir kurteisis sakir óska ég efstu mönnum til hamingju með úrslit kosninganna. Ég er ánægður að sjá Hjálmar Sveinsson ná baráttusætinu og tel líklegt að einhverjir kjósi Samfylkinguna til að auka líkur hans á að ná kjöri í vor.
Mig langar að benda á það hversu brenglað lýðræði birtist okkur í þessum úrslitum. Í fyrsta lagi ákvað Samfylkingin líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hver skyldi leiða listann og augljóslega vildu engir frambjóðendur rugga bátnum með því að skora ókrýndan leiðtoga á hólm.
Í öðru lagi voru þátttakendur í prófkjörinu einungis 2.656 eða 33,7% af kjörskrá. Í kosningunum 2006 kusu 29.721 einstaklingar lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og ef sú tala helst nokkurn veginn óbreytt í vor má álykta að einungis 9% af kjósendum hafi í raun tekið þátt í uppröðun listans. Reyndar er sú tala líklega enn lægri því að nokkuð er um að fólk skrái sig til leiks af greiðasemi við einstaka frambjóðendur eða kjósi jafnvel í prófkjörum flestra flokka.
Þeir sveitarstjórnarmenn sem hafa talað hve mest á móti nýju frumvarpi um breytingu á kosningalögum mega til með að skammast sín fyrir að standa í vegi fyrir að kjósendur hafi raunverulega eitthvað um það að segja hverjir veljast sem fulltrúar í sveitarstjórnunum.
Svo er að lokum rétt að benda á að hlutfallslega sitja miklu færri fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur heldur en gerist og gengur í borgum og bæjum á Norðurlöndum. Reyndar hefur fjöldi fulltrúanna 15 ekkert breyst síðan í upphafi síðustu aldar þegar 6.321 íbúar voru í Reykjavík. Nú eru íbúarnir orðnir 118.665 og því eru 7.911 þeirra á bak við hvern kjörinn fulltrúa, ótrúlegt en satt!
![]() |
Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2010 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)