Fordæmisgefandi dómur?

Í umfjölluninni um gengistryggðu lánin hefur átakanlega skort upplýsingar um þær "lausnir" sem helst hafa verið nefndar, ekki síst þá lausn sem Héraðsdómur kvað upp um að notast ætti við óverðtryggða vexti SÍ. Þó svo að sú lausn væri viðkomandi lántaka til hagsbóta við uppgjör hins gengistryggða bílaláns er fjarri lagi að sömu sögu sé að segja ef litið er á dæmigert gengistryggt húsnæðislán tekið árið 2006.

Alltaf skulu neytendur borga brúsannEf miðað er við 10 milljón króna gengistryggt lán (50% Yen og 50% svissfr.) tekið í upphafi árs 2006 til 30 ára, væru samanlagðar afborganir fram til dagsins í dag samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun um 2.4 milljónir en samkvæmt útsendum greiðsluseðlum og stökkbreyttum afborgunum af völdum rýrnun íslensku krónunnar um 4.3 milljónir. Það er sá raunveruleiki sem blasað hefur við lántakendum gengistryggðra lána. Afborganir eru um þessar mundir tvöfallt hærri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Ef ákvörðun Héraðsdóms fengi að standa og vera fordæmisgefandi myndu greiðslur af þessu sama 10 milljón króna láni miðast við óverðtryggða vexti SÍ og afborganir á tímabilinu vera heilar 7.6 milljónir! Þannig væri skuldari sem staðið hefði í skilum og greitt samviskusamlega af láni sínu 3.3 milljónir í mínus gagnvart bankanum, auk þess að skulda eftirstöðvar lánsins!

Einnig væri hugsanlegt að dómarar kæmust að þeirri niðurstöðu að miða ætti við verðtryggingu og tilheyrandi vexti. Þá yrði útkoman sú að afborganir á bilinu 2006-2010 næmu 3.7 milljónum en líta verður til að mun minna hefði saxast á höfuðstól lánsins þar sem að stærstur hluti afborgana af verðtryggðum lánum fer til að byrja með í vaxtagreiðslur.

Ljóst er að dómurum Hæstaréttar er mikill vandi á höndum því að niðurstaðan verður að vera lántakendum til hagsbóta. Þess vegna gæti hugsast að þeir féllust á kröfu lántakans um að láta samninginn standa óbreyttan án gengistryggingar með tilvísun til að dómurinn hafi fordæmisgildi.


mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband