Viðgengst mismunum á Íslandi?

Ég skora á Jussanam að sækja strax um ríkisborgararétt á Íslandi og snúa sér beint til allsherjarnefnar Alþingis sem á sínum tíma veitti annarri ungri konu frá S.-Ameríku ríkisborgararétt eftir aðeins 10 mánaða búsetu á Íslandi. Sú ákvörðun grundvallaðist ekki (að því að sagt var) á fjölskyldutengslum viðkomandi umsækjanda við einn ráðherra Framsóknarflokksins og þess vegna þarf Jussanam væntanlega ekki að óttast mismunun sökum lítilla pólitískra tengsla.

Ef það vefst eitthvað fyrir allsherjarnefnd að taka mál hennar fyrir ætti Bjarni Benediktsson að geta orðið hjálplegur, en á sínum tíma var það hann ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur (nýskipuðum tengilið vistheimila) og Guðjóni Ólafi (með hnífasett Björns Inga í bakinu) sem gáfu grænt ljós á veitingu ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. (Sjá nánar hér.)

Eigum við ekki annars að trúa því að mismunun líðist ekki á Íslandi árið 2010?

 


mbl.is Starf Jussanam er sérhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Mismunum á Íslandi er staðreynd, ef þú ert í réttum flokki eða tengdur einhverjum í gegnum pólitík færðu sér meðferð, það hefur sýnt sig og sannað. Það sem kemur mér á óvart er, hvar eru Stígamót og Femínistafélagið ? ég veit þess dæmi að konur utan EES búa við ofbeldi og hótunum að hlýði þær ekki í einu og öllu skilji kallinn við þær og slíkt andlegt(og líkamlegt ofbeldi) er auðvitað með öllu óásættanlegt, hví er Sóley Tómasdóttir ekki að mótmæla þessu, nei hún er of upptekin að skjóta pílum á borgarstjóra, mér verður flökurt á að hugsa um hvernig pólitíkusar hugsa og forgangsraða.

Sævar Einarsson, 23.9.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Laxinn

Hvað með atvinnulausa íslendinga? Er ekki verið að mismuna þeim með því að gefa út atvinnuleyfi handa ómenntuðum útlendingum? Það eru mörg hundruð manns á atvinnuleysisskrá sem gætu vel tekið þetta starf að sér og einhver mun gera það.

Laxinn, 23.9.2010 kl. 16:47

3 identicon

Það er ekkert verið að mismuna aumingja Íslendingunum. Hún kemur hingað væntanlega vegna þess að eiginmaður hennar er íslenskur og svo fer hún út á vinnumarkaðinn eins og hver önnur manneskja og fær þessa vinnu, hvar er mismuninin í því?

Ég geri ráð fyrir því að flestir aðrir áttu jafn góða möguleika á að fá þetta starf upphaflega. Ef ég hef rangt fyrir mér endilega benda mér á það.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:23

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Laxinn, kynntu þér það hvernig hefur gengið að manna frístundarheimilin áður en þú kemur með svona kjaftæði. Í fyrra sem dæmi voru 17.000 atvinnulausir en frístundarheimilin voru í mesta veseni að fá starfsfólk í vinnu, hvernig stendur á því ? núna hefur atvinnuleysi minnkað, heldur þú að þá verði auðveldara fyrir frístundarheimilin að fá starfsfólk ? og ef ég man rétt þá var frístundarheimilið sem hún vinnur á undirmannað svo á að segja henni upp vegna þess að íslendingar ganga fyrir ? sérðu ekki ruglið og mótsögina í þessu ?

Sævar Einarsson, 24.9.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Manneskja sem orðin er hluti af samfélaginu á ekki að þurfa að óttast útskúfun eða brottrekstur af völdum kyns, þjóðernis, kynþáttar, tungumáls eða trúarskoðana. Málið er ekki flóknara en svo.

Sigurður Hrellir, 24.9.2010 kl. 08:00

6 Smámynd: Laxinn

Lausnin á vanda frístundarhemilanna á ekki að leysa með því að bjóða útlendingum vinnu þar sem sætta sig við lægra kaup en Íslendingar. Laun fulltrúa þar eiga að lúta sömu lögmálum og önnur störf á vinnumarkaðnum; þe. meiri eftirspurn = hærri laun. Það virðist þó ekki vera raunin víðast hvar heldur "leysa menn málin" með því að ráða ódýrt erlent vinnuafl.

Laxinn, 24.9.2010 kl. 08:36

7 identicon

Hver segir að hún fái lægri laun en aðrir? Þú ert í ruglinu Laxinn.

Harpa (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 11:24

8 identicon

For Salmon and others that has the same opinion than him,understand that I am not taking job of Icelanders. Read the article below and you can understand that are enough offers to work in Fristundaheimilis and Kindgardens. I want only to stay with a job that is mine for 2 years already. Takk!

http://www.ruv.is/frett/born-send-heim-vegna-manneklu

Börn send heim vegna manneklu

Mynd: Shutterstock
Mynd: Shutterstock
Senda varð tólf börn á leikskólanum Engjaborg í Grafarvogi heim í gær vegna manneklu. Varaformaður félags leikskólakennara segir svekkjandi hve fáar umsóknir berist leikskólunum.

Þetta er í annað skipti á þessu hausti sem þurft hefur að grípa til þess ráðs að senda börn heim vegna manneklu. Skrifstofa Kennarasambands Íslands hefur haft spurnir af tilfellum frá fleiri leikskólum sem neyðst hafa til að senda hluta barna heim vegna sama vandamáls.

Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags leikskólastjórnenda, segir yfirvöld ekki veita nægu fjármagni til leikskóla. Tímabært sé að horft sé til raunverulegra forfalla í skólunum og gerðar viðeigandi ráðstafanir.

Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður félags leikskólakennara, segir mannekluna nú skýrast af veikindum starfsfólks. Lítið sé ráðið í afleysingar nú og því séu ekki önnur úrræði en að senda börnin heim.

Hún segir að erfiðlega hafi gengið að fá fólk til að sækja um störf á leikskólum. Það komi á óvart miðað við atvinnuleysið. Hún segir laun leiðbeinanda á leikskóla oft og tíðum lægri en atvinnuleysisbætur. Þau kjör geri leikskólunum erfitt fyrir að laða til sín fólk.

Jussanam (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband