Grundvallarmistök?

Ég er kominn á þá skoðun að það hafi verið mistök hjá Atla-nefndinni að ákæra ekki alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar. Þó svo að ábyrgð þeirra og hlutverk hafi verið mismikið mætti beita sömu rökum og oft heyrast í máli níumenninganna svokölluðu, að dómurinn sýknaði þá ef brotin væru ekki alvarlegs eðlis. Meint brot níumenninganna blikna þó í samanburði við fjármálasukk, meðvirkni og aðgerðarleysi einstakra ráðherra!

Það er einfaldlega ekki sæmandi að að 7 ráðherrar úr hrunstjórninni skuli blygðunarlaust sitja á Alþingi og ætla að greiða þar atkvæði um ákærur til handa fyrrverandi samráðherrum sínum. Augljóst er að þau munu öll greiða atkvæði á móti ákærunum. Ef þau væru hins vegar ákærð öll sem eitt myndu þau neyðast til að víkja sæti. En auðvitað jaðrar það við hreina geðveiki að hin heilaga Jóhanna, einn aðalráðherra hrunsstjórnarinnar skuli ekki stíga til hliðar meðan að Alþingi fjallar um þetta tiltekna mál. Stór hlýtur bjálkinn í auga hennar að vera eftir 32 ára þrásetu í sölum Alþingis.

Sömuleiðis ættu Kristján Möller, Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir að halda sig víðs fjarri þessari umræðu á Alþingi. Öll sátu þau í ríkisstjórninni sem horfði aðgerðarlítil á bankakerfið rænt innanfrá og sum tóku meira að segja beinan þátt, sbr. styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín með fyrirtæki sínu 7 hægri ehf.

Losum Alþingi við þennan beiska kaleik.


mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það ætti að virkja Landsdóm í þessu máli. Ég hef reyndar miklu lengur verið undrandi á því fálæti sem þessi dómstóll um vafasöm vinnubrögð í stjórnsýslu okkar hefur búið við.

Nú hef ég að vísu ekki lesið þau lög sem gilda um Landsdóm og þau dómsefni sem þar er kveðið á um. En í fljótu bragði finnst mér að þessi ályktun þín sé fyllilega þess verð að hugleiða hana. Og það er augljóslega vafasamt í meira lagi að leyfa fyrrverandi samráðherrum ákærðu að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu sem nú liggur fyrir.  

Árni Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband