Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heyannir

Ýmsar spurningar vakna í tengslum við þessa frétt. Ásmundur hefur talað skýrt gegn aðild að ESB og jafnvel gefið í skyn að leiðbeinandi "þjóðaratkvæðagreiðsla" myndi engu breyta þar um. Nú vill hann sem sagt fá slíka skoðanakönnun þó svo að hann þurfi ekki að taka mark á henni.

HeyannirÁsmundur selur ekki sannfæringu sína svo glatt sem er auðvitað ótvíræður kostur en hins vegar metur hann tilvist ríkisstjórnarinnar meir en eitt stærsta mál hennar og vekur það upp spurningar um forgangsröðun og verðmætamat hins unga alþingismanns.

En það væri fróðlegt að heyra hvort að fyrirhuguð fjarvist Ásmundar í umræðum um ESB þurfi ekki nánari útskýringa við. Varla ætlar hann að kalla inn varamann fyrir sig? Ætlar Ásmundur að heyja tún sín á fullum launum frá Alþingi?


mbl.is Ásmundur farinn í heyskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram með smjörið

Borgarahreyfingin hefur sett 3 einföld og skýr skilyrði fyrir því að styðja ESB frumvarp ríkisstjórnarinnar:

  1. að tryggð verði gagnsæ og hlutlaus miðlun fræðslu frá sérstakri upplýsingastofu á vegum Alþingis. Stofan skal skipuð fagfólki og taka mið af reynslu nágrannaþjóða við þjóðaratkvæðagreiðslur. Endanlegur samningur skal vera almenningi aðgengilegur.
  2. að samninganefndin verði skipuð á faglegum forsendum og njóti ráðgjafar a.m.k. tveggja óháðra erlendra sérfræðinga.
  3. að tryggt verði jafnt vægi atkvæða allra landsmanna við þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Líkt og þingmönnum Borgarahreyfingarinnar finnst mér það fáránlegt sjónarmið að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður þar sem að umræðan hefur öll verið í upphrópunarstíl og laus við yfirvegun. Auk þess yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ekki bindandi því að stjórnarskrá lýðveldisins gerir ekki ráð fyrir að almenningi sé treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunartökum. Það er allavega ljóst að yngsti þingmaður VG myndi ekki láta vilja þjóðarinnar hafa áhrif á neikvæða afstöðu sína til ESB svo að tilgangslaust er að eyða tíma og fjármunum í "skoðanakönnun" sem ekki er bindandi.

Skrifstofa Heimssýnar 2030?Að mínu mati er verið að slá hausnum við steininn með því að standa í vegi fyrir að skoða fulla ESB aðild með öllum þeim kostum og göllum sem væru henni fylgjandi. Ísland þarf á hjálp að halda og því þarf að leita allra leiða til að leysa yfirþyrmandi vanda ríkissjóðs áður en hákarlarnir fara að gæða sér á því sem þeir geta glefsað til sín.

Ísland hefur verið aðili að EES í 15 ár og á skilyrðislausan rétt á annars konar og betri meðferð en bretar og hollendingar hafa beitt okkur. Þeir stóðu í vegi fyrir því að Icesave deilan kæmist fyrir dómstóla þrátt fyrir að ljóst væri að reglugerð ESB um innistæðutryggingar stæðist ekki þegar kerfishrun ætti sér stað. Enda hefur komið í ljós að einungis 13 ESB ríki af 27 ábyrgjast tryggingasjóð innistæðueigenda í viðkomandi ríkjum. Íslendingum var stillt upp við vegg með því að taka stjórn AGS í gíslingu og tefja fyrir lánveitingu úr sjóðnum. Þetta kallast á mannamáli kúgun.

Eins og ég sagði í síðustu færslu væri hið eina rétta að Evrópusambandið féllist á að hlutast til um Icesave deiluna og koma Íslendingum til aðstoðar. Ennfremur ætti Evrópudómstóllinn að gera úttekt á löggjöfinni og álykta um málið. Það er ekki í anda Evrópusambandsins að króa aðildarþjóðir (hvorki ESB eða EES) úti í horni og setja á hausinn. Trúverðugleiki sambandsins og innri markaðarins er einfaldlega í húfi og málið miklu stærra en það virðist vera. Hvort lausn þessa máls verður skoðuð í samhengi við fyrirhugaða aðildarumsókn eða ekki skal ég ekki fullyrða en staða Íslands væri mögulega sterkari  ef aðildarumsókn lægi fyrir.


mbl.is Almennur fyrirvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki

Hollensk stjórnvöld segjast ekki eiga aðild að væntanlegum málaferlum hollenskra innistæðueigenda gegn íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort þau hafi ekki beðið fulltrúa innistæðueigenda um að hinkra þangað til Alþingi hefði afgreitt ríkisábyrgð vegna Icesave skuldbindinga.

ESBHollendingar og bretar stóðu á sínum tíma í vegi fyrir því að Icesave deilan færi fyrir dómstóla og beittu þrýstingi innan AGS til að tefja fyrir afgreiðslu lánsins þar. Með því var Íslendingum stillt upp við vegg á hranalegan hátt með óásættanlegri framkomu.

Reglugerð ESB um innistæðutryggingar reyndist meingölluð og alls ekki til þess fallin að fást við kerfishrun. Úr því sem komið er væri hið eina rétta að Evrópusambandið féllist á að hlutast til um málið og koma Íslendingum til aðstoðar. Ennfremur ætti Evrópudómstóllinn að gera úttekt á löggjöfinni og álykta um málið.

Það er ekki í anda Evrópusambandsins að króa aðildarþjóðir (hvorki ESB eða EES) úti í horni og setja á hausinn. Trúverðugleiki sambandsins og innri markaðarins er einfaldlega í húfi og málið miklu stærra en það virðist vera.


mbl.is Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan handtekur mótmælendur

Á leiðinni heim frá stórfínum mótmælafundinum hitti ég stúlku sem ég þekki. Hún hafði gengið upp Amtmannsstíg ásamt 3 aktífistum og veitt því athygli að óeinkennisklæddur maður virtist vera að elta þau. Skömmu síðar komu 3 lögreglubílar akandi og handtóku aktífistana. Ekki var nein ástæða gefin upp fyrir handtökunni.
 
Ekki líst mér á framgöngu lögreglunnar að undanförnu. Skyldu þeir vera búnir að gleyma því hvernig mótmælendur stilltu sér upp þeim til varnar í vetur?

mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúrekar norðursins?

Spænska konan mín stundi hátt þegar ég sagði henni helstu fréttir dagsins. "Are they cowboys?" spurði hún um Grímseyingana sem ætluðu sér að skella alfriðuðum Hnúfubak á grillið á sjómannadaginn. Hún hitti heldur betur naglann á höfuðið því að kvendýr hvala kallast kýr eins margir íslendingar vita.

HnúfubakarÉg velti því hins vegar fyrir mér hvort að Grímseyingar dansi Línudans á sjómannadaginn?


mbl.is Skáru hnúfubakinn úr dræsunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Business as usual

Það þarf ekki að spóla marga mánuði til baka til að rifja upp háværar umræður um gagnsæi í stjórnsýslunni, faglegar ráðningar hjá hinu opinbera og lýðræði en ekkert kjaftæði. Elsti stjórnmálaflokkur landsins fór í naflaskoðun og birtist endurfæddur í holdgervi öldungs á fertugsaldri. Skipt var um formerki í ríkisstjórninni, vinstri í stað hægri, þó svo að sumar aðalpersónurnar fengju áfram að leika lausum hala. "Nýji" var skeytt framan við nöfn bankanna og dælan gangsett á ný. Allt hefur sinn vanagang - business as usual.


mbl.is Ríkisbankarnir þurfa ekki að auglýsa lausar stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RÚV illa við Borgarahreyfinguna?

Það væri of langt mál að rekja hér þá raunalegu sögu sem lýsir því hvernig dagskrárstjórar RÚV reyndu markvisst að fjalla lítið eða af ónákvæmni um Borgarahreyfinguna í aðdraganda kosninganna og ákváðu út frá mjög ólýðræðislegum forsendum að hafa af hreyfingunni einu ókeypis kynninguna sem til stóð að bjóða í Sjónvarpinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta stæði til bóta eftir að hreyfingunni tókst að brjóta hinn illræmda 5% múr og fá fjórar galvaskar manneskjur inn á þing.

NútímaljóðÍ fréttum kl. 18 var því slegið fram að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefði aukist úr 23,7% í 25,1% og að stuðningur við Samfylkinguna hefði að sama skapi minnkað úr 29,8% í 28,4%. Minna var hins vegar gert úr því að stuðningur við Borgarahreyfinguna hefði aukist úr 7,2% í 8,2%. Var það handvömm eða viljandi gert að horfa fram hjá því að fylgisaukning við Borgarahreyfinguna væri tæp 14% á meðan að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins náði vart 6%? Fréttastjórar RÚV hafa greinilega ekki enn getað kyngt því að Borgarahreyfingin er farin að hafa raunveruleg áhrif og ógnar rótgrónu helmingaskiptakerfi fjórflokksins; kerfinu sem fæðir og klæðir hina íhaldssömu ríkisstofnun.

Í sama fréttatíma kom það skýrt fram að enginn alþingismaður hefði óskað eftir því að hitta Dalai Lama í heimsókn hans hingað til lands. Hins vegar var ekki minnst einu orði á það að Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar væri formaður félagsins "Vinir Tíbet" og hefði fordæmt kjarkleysi ráðamanna, ekki síst útrásarforsetans. Birgitta mun hitta trúarleiðtogann við tvö ólík tækifæri á morgun og geta félagar í Borgarahreyfingunni amk. borið höfuðið hátt ólíkt flestum öðrum.

Þvílík skömm sem ég hef á svokölluðum þjóðhöfðingja vorum.


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sínum augum lítur hver silfrið

Hversu oft hef ég ekki hringt á fréttastofu RÚV eða sent tölvupóst til að tilkynna um það sem mér finnst fréttnæmt. Sjaldan eða aldrei hef ég fengið nokkur viðbrögð við því.

Í gærkvöldi sat ég félagsfund hjá Borgarahreyfingunni þar sem einn félagsmaður bað um orðið og las upp ádrepu þar sem hann gagnrýndi bæði stjórn hreyfingarinnar og þinghóp fyrir vinnubrögð og skort á lýðræðislegum vinnubrögðum milli þess sem hann hrósaði sömu aðilum fyrir störf sín innan Alþingis og utan. Sumt var að mínu mati réttmæt gagnrýni, annað óréttmætt og inn á milli bæði ýkjur og ósannindi. Út frá þessu spunnust heitar umræður og skiptar skoðanir látnar í ljós en í lok fundarins var ekki annað að sjá en flestir færu sáttir heim.

Fréttastofu "allra landsmanna" finnst það fréttnæmt að fólk innan Borgarahreyfingarinnar skiptist á skoðunum. Á sama tíma er grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum og mikil óvissa í fjármálum ríkisins. Margt ungt fólk flýr nú landið í von um bjartari framtíð annars staðar. Útrásarvíkingarnir spóka sig í sólinni á Cannes og hafa engar áhyggjur af "mjög sérstökum" saksóknara efnahagsbrota sem hefur ekki enn haft fyrir því að kalla þá inn til yfirheyrslu. Sínum augum lítur hver silfrið.


mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur er knár þótt hann sé smár ...

... gæti bæði átt við þinghóp Borgarahreyfingarinnar og (háttvirtan) 9. þingmann SV-kjördæmis sem er ekki með hæstu mönnum.

Frá fundi í IðnóVissulega er ég ekki hlutlaus aðili en má þó til með að hrósa félögum mínum í Borgarahreyfingunni sem stóðu sig einstaklega vel í jómfrúarræðum sínum. Það er allavega ljóst að það hljóma nýjar raddir í gömlum sölum við Austurvöll. Vonandi tekst þeim að smita út frá sér og auka tiltrú almennings á Alþingi. 

 


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að berja innanfrá!

Bannað að bera að innan!Ég ætla rétt að vona að það hafi verið pantað aukasett af rúðum fyrst svona erfitt er að fá afgreitt gler við hæfi. Reyndar grunar mig að það hefði mátt bíða aðeins lengur með að skipta út brotnu rúðunum, bæði vegna þess aðdráttarafls sem þær hafa á ferðamenn og líka ef ske kynni að byltingin sé ekki dáin og grafin. Ef nýrri ríkisstjórn tekst ekki fljótlega að sannfæra þjóðina um að hún sé að gera allt sem hægt er til að bjarga heimilunum í landinu þá er alveg eins víst að næsta bylting verði ekki kennd við búsáhöld.

mbl.is Skipt um rúður í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband