Áfram með smjörið

Borgarahreyfingin hefur sett 3 einföld og skýr skilyrði fyrir því að styðja ESB frumvarp ríkisstjórnarinnar:

  1. að tryggð verði gagnsæ og hlutlaus miðlun fræðslu frá sérstakri upplýsingastofu á vegum Alþingis. Stofan skal skipuð fagfólki og taka mið af reynslu nágrannaþjóða við þjóðaratkvæðagreiðslur. Endanlegur samningur skal vera almenningi aðgengilegur.
  2. að samninganefndin verði skipuð á faglegum forsendum og njóti ráðgjafar a.m.k. tveggja óháðra erlendra sérfræðinga.
  3. að tryggt verði jafnt vægi atkvæða allra landsmanna við þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Líkt og þingmönnum Borgarahreyfingarinnar finnst mér það fáránlegt sjónarmið að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður þar sem að umræðan hefur öll verið í upphrópunarstíl og laus við yfirvegun. Auk þess yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ekki bindandi því að stjórnarskrá lýðveldisins gerir ekki ráð fyrir að almenningi sé treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunartökum. Það er allavega ljóst að yngsti þingmaður VG myndi ekki láta vilja þjóðarinnar hafa áhrif á neikvæða afstöðu sína til ESB svo að tilgangslaust er að eyða tíma og fjármunum í "skoðanakönnun" sem ekki er bindandi.

Skrifstofa Heimssýnar 2030?Að mínu mati er verið að slá hausnum við steininn með því að standa í vegi fyrir að skoða fulla ESB aðild með öllum þeim kostum og göllum sem væru henni fylgjandi. Ísland þarf á hjálp að halda og því þarf að leita allra leiða til að leysa yfirþyrmandi vanda ríkissjóðs áður en hákarlarnir fara að gæða sér á því sem þeir geta glefsað til sín.

Ísland hefur verið aðili að EES í 15 ár og á skilyrðislausan rétt á annars konar og betri meðferð en bretar og hollendingar hafa beitt okkur. Þeir stóðu í vegi fyrir því að Icesave deilan kæmist fyrir dómstóla þrátt fyrir að ljóst væri að reglugerð ESB um innistæðutryggingar stæðist ekki þegar kerfishrun ætti sér stað. Enda hefur komið í ljós að einungis 13 ESB ríki af 27 ábyrgjast tryggingasjóð innistæðueigenda í viðkomandi ríkjum. Íslendingum var stillt upp við vegg með því að taka stjórn AGS í gíslingu og tefja fyrir lánveitingu úr sjóðnum. Þetta kallast á mannamáli kúgun.

Eins og ég sagði í síðustu færslu væri hið eina rétta að Evrópusambandið féllist á að hlutast til um Icesave deiluna og koma Íslendingum til aðstoðar. Ennfremur ætti Evrópudómstóllinn að gera úttekt á löggjöfinni og álykta um málið. Það er ekki í anda Evrópusambandsins að króa aðildarþjóðir (hvorki ESB eða EES) úti í horni og setja á hausinn. Trúverðugleiki sambandsins og innri markaðarins er einfaldlega í húfi og málið miklu stærra en það virðist vera. Hvort lausn þessa máls verður skoðuð í samhengi við fyrirhugaða aðildarumsókn eða ekki skal ég ekki fullyrða en staða Íslands væri mögulega sterkari  ef aðildarumsókn lægi fyrir.


mbl.is Almennur fyrirvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sammála síðasta ræðumanni

Kristbjörn Árnason, 9.7.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband