Sínum augum lítur hver silfrið

Hversu oft hef ég ekki hringt á fréttastofu RÚV eða sent tölvupóst til að tilkynna um það sem mér finnst fréttnæmt. Sjaldan eða aldrei hef ég fengið nokkur viðbrögð við því.

Í gærkvöldi sat ég félagsfund hjá Borgarahreyfingunni þar sem einn félagsmaður bað um orðið og las upp ádrepu þar sem hann gagnrýndi bæði stjórn hreyfingarinnar og þinghóp fyrir vinnubrögð og skort á lýðræðislegum vinnubrögðum milli þess sem hann hrósaði sömu aðilum fyrir störf sín innan Alþingis og utan. Sumt var að mínu mati réttmæt gagnrýni, annað óréttmætt og inn á milli bæði ýkjur og ósannindi. Út frá þessu spunnust heitar umræður og skiptar skoðanir látnar í ljós en í lok fundarins var ekki annað að sjá en flestir færu sáttir heim.

Fréttastofu "allra landsmanna" finnst það fréttnæmt að fólk innan Borgarahreyfingarinnar skiptist á skoðunum. Á sama tíma er grafalvarlegt ástand á mörgum heimilum og mikil óvissa í fjármálum ríkisins. Margt ungt fólk flýr nú landið í von um bjartari framtíð annars staðar. Útrásarvíkingarnir spóka sig í sólinni á Cannes og hafa engar áhyggjur af "mjög sérstökum" saksóknara efnahagsbrota sem hefur ekki enn haft fyrir því að kalla þá inn til yfirheyrslu. Sínum augum lítur hver silfrið.


mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var hissa þegar ég las þessa frétt um "átakafundinn", skoðanaskipti og allskonar upplýsingar komu fram á fundinum.  Orðaskak, en ekki átök  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er þetta með fréttamatið Það er oft og tíðum ákaflega furðulegt en þó er ljóst að það verður aldrei hlutlaust! Mér finnst fréttmat margra sem fjalla um Borgarahreyfinguna snúast um óttann við það sem er nýtt, ófyrirsjáanlegt og djarft.

Fréttamaðurinn sem gerði úlfalda úr þeirri mýflugu að ein manneskja innan Borgarahreyfingarinnar stóð upp og sagði eitthvað sem var réttmæt - eða óréttmæt gagnrýni langaði sennilega til að koma höggi á hreyfinguna. Hreyfingu sem hann skilur kannski ekki. Kannski ógnar hann tilveru hans og heimsmynd.

Það eru a.m.k. eitthvað sem er ekki alveg hlutlaust sem hefur áhrif á það að hann gerir þetta að frétt en sneiðir fram hjá því að fjalla um alvöru mál í staðinn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband