Hver er fremstur?

Fremstur???Það er nokkuð skondið að "FREMSTI FRÉTTASKÝRINGAVEFUR LANDSINS", hvorki meira né minna, skuli ekki minnast einu orði á þessa upphefð Þóru Kristínar. Einhverra hluta vegna virðist Óli Björn, ritstjóri AMX ekki sjá ástæðu til að minnast á það þegar kollegi hans fær viðurkenningu fyrir "vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun."
 
Í ljósi þess hve umræddur fréttaskýringavefur er afskaplega hliðhollur  Sjálfstæðisflokknum er nokkuð sérstakt að Óli Björn Kárason skuli hafa sagt þeim til syndanna skömmu fyrir bankahrunið. Sú gagnrýni er nú á bak og burt.
 
Til hamingju Þóra Kristín og haltu áfram á sömu braut.

mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það hentar ekki AMX að fréttaflutningur sé af raunsönnu ástandi mála. Þeir vita sem er, að ef fjölmiðlum er stýrt og þeirra völdu upplýsingu komið á framfæri við almenning, þá getur fólk ekki myndað breiða samstöðu um hagsmunamál sín.

Margrét Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband