Mætir þjóðin?

Borgarafundur XNú eru tæpar 10 vikur til kosninga. Kosninga um hvað? Sömu gömlu flokkana í sömu sparifötunum? Er þá baráttan til einskis? Hvers vegna verður ekki kosið til stjórnlagaþings? Af því að flokkunum liggur svo mikið á að fá "endurnýjað umboð"? Er verið að hafa þjóðina að fíflum enn eina ferðina? Þjóðin, skyldi hún láta sjá sig á fundinum í Háskólabíói í kvöld eða verður þar bara fullt af óverðugum almenningi?


 


mbl.is „Staðan - Stefnan - Framtíðin“ rædd á opnum borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Frétt í gær um fund þeirra Davíðs Oddsonar og Alfreðs Þorsteinssonar setti kaldan hroll niður eftir hrygglengjunni á mér. Eru þessi menn í einhverju tómarúmi ? Eru þeir ekki að heyra hvað almenningur hefur verið að reyna að segja þeim síðustu vikur og mánuði ? Trúlega ekki.

Við viljum breytingar og frelsi frá þessum afskiptum nátttröllanna í gömlu fjórflokkunum. Það sannast hér sem víða annarstaðar að ekki verður gömlum hundi kennt að sitja.

Að þessir tveir meistarar baktjaldamakksins skuli svo mikið sem hittast, þó ekki sé nema til að bera saman prjónauppskriftir, vekur upp grunsemdir um að enn skuli tökin hert og tryggt að engar breytingar verði, í það minnsta ekki á þeirra vakt. Þetta vekur grun um að flokkarnir ætli ekki að læra neina lexíu á mistökum undanfarinna ára heldur skuli halda sjó og bíða eftir að lægi

Þegar svona fréttir berast þarf fólk að vera á varðbergi.

Ef okkur er alvara með því að krefjast breytinga þá er algerlega nauðsynlegt að hafna öllum sem hægt er að gruna um græsku á þessu sviði. 

Hjalti Tómasson, 16.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband