50% hækkun á fasteignagjöldum

Allir þurfa þak yfir höfuðiðÉg var að opna bréf sem mér barst frá Reykjavíkurborg. Þar í var yfirlit um fasteignagjöld fyrir árið 2010. Við fyrstu sýn gat ég ekki betur séð en að upphæðir væru óbreyttar frá því í fyrra og hugsaði ég með mér að fasteignamatið hefði líklega lækkað og skattprósentan hækkað eitthvað á móti. Heildarsumman fannst mér reyndar grunsamlega há og þá fyrst tók ég eftir því að gjalddagar verða 9 í stað 6. Fasteignagjaldið hefur m.ö.o. hækkað um 50% á milli ára (!) og er það burtséð frá lækkun á fasteignamati.

Við nánari athugun kom það í ljós að fjölgun gjalddaga átti sér stað í fyrra og því hefur fasteignamatið víðast hvar ekki hækkað neitt í Reykjavík síðan þá.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Voru ekki 8 gjalddagar á árinu 2009?

Jón Valur Jensson, 2.2.2010 kl. 02:13

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það voru klárlega 6 gjalddagar hjá mér í fyrra og síðustu árum en ég mun kanna þetta betur í dag.

Sigurður Hrellir, 2.2.2010 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband