Hvað skyldi framkvæmdastjórn ESB nákvæmlega taka til umfjöllunar?

Þó að ég sé yfirlýstur Evrópusinni og telji að Íslandi sé best borgið sem aðila að ESB, verð ég að segja að ríkisstjórninni hefur gjörsamlega mistekist að setja aðildarumsóknina og undirbúningsferlið í ásættanlegan farveg. Eins og málin hafa þróast með Icesave er algjörlega tómt mál að tala um að þjóðin muni kjósa með inngöngu, hversu góður sem samningurinn kann að verða.

Following the starsUndir eðlilegum kringumstæðum væri hér lífleg umræða um samningsmarkmið Íslendinga, vangaveltur um aðrar aðildarþjóðir, rökræður um kosti og galla aðildar, o.s.frv. Samfylkingin hefur með ótrúlegu taktleysi beint þessu máli í blinda einstefnugötu sem erfitt verður að bakka út úr. Skortur á faglegum vinnubrögðum, leyndarhyggja, leiðtogaleysi og vandræðagangur eru orð sem lýsa dapurlegum framgangi málsins hingað til. Ekki hjálpar það til að formaður VG skuli við ýmis tækifæri lýsa andstöðu sinni við inngöngu þrátt fyrir að styðja aðildarviðræðurnar og að flokkur hans sé í raun klofinn í afstöðu sinni með og á móti aðild.

Það er hins vegar veik von um aðkomu ESB að lausn Icesave deilunnar sem gæti mögulega fengið Íslendinga til að trúa að það sé staður fyrir okkur innan sambandsins. Norðmenn hafa höggvið á hnútinn með að styðja Ísland án óásættanlegra skilyrða og nú þarf forysta ESB að taka sig saman í andlitinu og miðla málum svo að Ísland geti áfram verið þjóð meðal þjóða. Engum dylst að Evrópusambandið er ekki stikkfrí í Icesave deilunni og ef valið stendur á milli þess að styðja Breta og Hollendinga gegn Íslandi annars vegar og að taka ábyrgan þátt í lausninni hins vegar þá verður það í leiðinni vísbending um mögulega aðild Íslands að ESB.


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við skulum vona að ESB vonin verði áfram veik og deyji svo drottni sínum. Amen

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband