Á faglegum forsendum

Norðurlönd = N-EvrópaÞetta sýnir svo ekki verður um villst að það borgar sig að vinna faglega að málum og setja þau í annað og stærra samhengi en þrætupólitík til heimabrúks. Á fundi Norðurlandaráðs fyrir viku síðan var Elviru Méndez Pinedo boðið til Kaupmannahafnar að tala þar á samkomu norrænna vinstri flokka. Hún var kölluð til sem óháður sérfræðingur og lýsti sjónarmiðum sínum sem fram koma í nýrri og ítarlegri skýrslu. Fullvíst er að erindi hennar vakti viðstadda til umhugsunar og líklega hafa fulltrúar norskra sósíalista styrkst í trúnni á að þetta sé ekki einkamál Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar.

Rökstuðningur Elviru gengur m.a. út á að það sé algjörlega óásættanlegt að mál eins og þetta fái ekki eðlilega meðferð fyrir dómstólum og að þessi "pólitíska aðferðarfræði" sé í hróplegri andstöðu við yfirlýst markmið ESB á sviði mannréttinda og samvinnu milli Evrópuþjóða.

Allavega hljóta allir Íslendingar hvar í skotgröfum sem þeir leynast að vera ánægðir með þessa stefnubreytingu norsku ríkisstjórnarinnar. Vonandi fylgja fleiri frændþjóðir í kjölfarið.


mbl.is Norðmenn breyta um Icesave-stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, þetta er nefnilega miklu meira og stærra mál en bara ísland og skrúðkrimmarnir.

Reyndar rakst ég á það í fréttum í dag að ástæðan fyrir því að íslenskir pólítíkusar þora ekki dómstólaleiðina sé sú að íslenskir pólítíkusar og embættismenn lugu að erlendum eftirltsaðilum um stöðu mála.

Baldvin Björgvinsson, 3.2.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það erum við sem berjumst fyrir réttlæti ekki gerir spillta einkavinastjórnin það allt við það sama og fyrri stjórnvöld gerðu verja þófana setja ekki málin upp á borðið og ljúga við verðum að fá breytingar! 

Sigurður Haraldsson, 4.2.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband