29.11.2008 | 02:03
Byrjað öfugu megin
Jeppalingur útvarpsstjóra er að vísu svartur og myndin samsett, en var ekki byrjað á vitlausum enda í niðurskurðinum eins og venjulega? Mánaðarlegar afborganir RÚV ohf af þessu farartæki eru líklega á við laun eins fréttamanns.
28.11.2008 | 15:13
Í boði Bláu krumlunnar
Enn er Sjálfstæðisflokkurinn að þrengja að RÚV - núna á að segja upp 44 starfsmönnum (verktakar eru að sjálfsögðu taldir með) en örugglega engum stjórnendum. Frumvarp menntamálaráðherra sem hefur óhjákvæmilegan niðurskurð í för með sér hefur enn ekki verið sent þingflokkunum en samt er búið að tilkynna um niðurskurðinn meðal starfsmanna RÚV - til hvers halda alþingismenn eiginlega að þeir séu?
Alþingi hefur afhent framkvæmdavaldinu alræðisvald og er í raun orðinn kjaftaklúbbur af síðustu sort. Af hverju er þingmennska ekki bara gerð að hlutastarfi - einn dag í viku til að samþykkja frumvörpin sem ráðherrarnir afhenda? Það myndi eflaust sparast milljarður þar eða tveir. Best væri að loka búllunni og opna þar götueldhús.
Útvarpsstjóri þiggur þreföld þingmannalaun fyrir það hlutskipti sitt að vera málaliði "Bláu krumlunnar". Heyrst hefur að hann muni lækka um 10% í launum ásamt öðrum æðstu yfirmönnum RÚV en af hverju er aldrei hagrætt með því að fækka yfirmönnum? Öðrum starfsmönnum er fækkað og munu margir þurfa að taka á sig umtalsverðar launalækkanir.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hætta fyrr en öllu hefur verið komið í þrot?
![]() |
700 milljóna sparnaður hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 09:59
Í boði Flokksins
Ég ætla nú rétt að vona að Katrín mæti aftur næsta laugardag og fylgi ræðunni eftir.
Annars finnst mér þessar kvartanir nema við HR vera þeim til skammar. Hvað nú ef einhver þeirra sjálfra hefði haldið innblásna ræðu á fjölmennum fundi fyrir ári síðan þar sem nýfrjálshyggja hefði verið umræðuefnið? Eru þetta eintómir plebbar sem ekki þurfa að leggja mikið á sig í náminu til að fá öruggt starf á vegum Flokksins?
![]() |
Óánægð með ræðu á heimasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 01:29
Boðorðin 10
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2008 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 12:49
Enn ein stríðyfirlýsing frá yfirvöldum - Mótmælum!
Minnið hann svo á að lækka ofurlaun sín nú þegar eins og ríkisstjórnin hefur mælst til ásamt launum helstu yfirmanna RÚV ohf. Almennum starfsmönnum hefur löngum verið naumt skammtað.
pall.magnusson@ruv.is
thorgerdur.katrin.gunnarsdottir@mrn.stjr.is
frettir@ruv.is
frettir@stod2.is
ns@ns.is
postur@umb.althingi.is
g.petur.matthiasson@vegagerdin.is
![]() |
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.11.2008 | 09:41
Hvað nú?
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem ekki komust einu sinni inn í stóra salinn í Háskólabíó í gærkvöldi. Samt var ég mættur 10 mínútum fyrir 8. Fréttablaðið segir að 1.500 manns hafi lagt leið sína þangað en við vitum jú að fjölmiðlar kunna ekki að telja. Það voru a.m.k. 2.500 manns á staðnum meðan fundurinn stóð yfir og örugglega mikill fjöldi sem varð frá að hverfa.
En ríkisstjórnin er í afneitun eins og alki af verstu sort. Alltaf eru fundnar upp ástæður fyrir því að ekki sé tímabært að fara frá - ekki þegar allt hrundi - ekki þegar reynt var að semja við Breta, Hollendinga og fleiri - ekki þegar lánið mikla er skila sér - hvaða ástæða verður notuð eftir áramót? Þeim virðist fyrirmunað að skilja að nærvera þeirra spillir endurreisnarstarfinu og að tómt mál sé að tala um óháða rannsókn á þeirra eigin stjórnsýslu á meðan þau sitja enn og stjórna.
Geir hefur svosem sýnt sitt hrokafulla viðmót margoft áður og kom væntanlega engum á óvart en Solla kom viðmælendum sínum örugglega í opna skjöldu þegar hún sagði viðmælendur sína ekki dæmigerða fyrir vilja þjóðarinnar. Hún kýs semsagt frekar að líta á einhverja aðra sem hina sönnu þjóð - skyldi það vera fólkið sem Hannes Hólmsteinn lýsti með orðunum "...hafa engan áhuga á pólitík" og "...vilja græða á daginn og grilla á kvöldin"?
Ræðumenn stóðu sig með ágætum og vel þess virði að hlusta á ræður þeirra aftur. Þar var m.a. varað við því að yfirvöld taki ekki mark á friðsamlegum mótmælunum því að það væri ekki sjálfgefið að þau héldu áfram að vera friðsamleg. Ég býst ekki við að margir vilji sjá hér bardaga á götum úti, brennandi bíla og sérsveit BB með piparúðabrúsa út um allar koppagrundir.
![]() |
Þetta er þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 09:58
Slökkvistarfið gengur illa

![]() |
Veikir málstað Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 00:19
22.11.2008
Mér er nóg boðið. Ég er raunar bálreiður.
Það er ekki svo lítið sem við öll þurfum að kyngja þessa dagana.
Á hverjum degi berast okkur fréttir - nær undantekningalaust slæmar fréttir.
Og svo erum við höfð fyrir rangri sök.
Ég tók þá afstöðu að reyna að sætta mig við ástandið eftir fremsta megni.
Þess vegna lít ég ekki á hækkandi vöruverð sem stórt áfall.
Þess vegna vonast ég til að atvinnuleysi verði ekki langvarandi hjá mörgum.
Þess vegna syrgi ég það ekki mjög mikið þó eitthvað af sparifé mínu hafi tapast.
Þess vegna trúi ég því að húsnæðislánin muni ekki hækka meira en ég ræð við.
Á hverjum degi berast okkur fréttir af ótrúlegum fjármálagjörningum.
Allir þekkja söguna um Icesave og Kaupthing Edge.
Hins vegar er undanþáguákvæði í tilskipun ESB sem hefði getað minnkað ábyrgð Íslendinga.
Þetta mál var sett í nefnd fyrir ári síðan og gleymdist þar!
Geir sagði í Kastljósinu í fyrradag: "Það var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki."
Hver ber ábyrgð á þessu? Eru ráðamenn ekki með réttu ráði?
Auk þess hafa íslensku bankarnir útdeilt ómældu fé til sérvalinna fyrirtækja og einstaklinga.
Skúffufyrirtækið Stím ehf fékk t.d. 25.000 milljónir lánaðar frá Glitni til hlutabréfakaupa.
Hlutabréfin sem Stím keypti voru í Glitni sjálfum og FL-group (sömu eigendur).
Eina tryggingin fyrir þessu láni var veð í hlutabréfunum sem keypt voru = engin áhætta.
Flestir sjá að þetta er peningavél - þetta er stórkostlega glæpsamlegt athæfi að yfirlögðu ráði.
En þegar upp er staðið þurfum við hin að borga reikninginn.
Davíð Oddsson er svo sannarlega ekki maður að mínu skapi.
Eins og allir vita hefur hann látið ýmislegt ógætilegt flakka með hörmulegum afleiðingum.
En hann vill ekki vera sökudólgur fremur en aðrir ráðamenn.
Samt sagði hann ýmislegt athyglisvert í ræðu sinni sl. þriðjudag. Hann sagði þar m.a.:
"En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt."
Það er m.ö.o. verið að láta glæpamennina sleppa - tíminn vinnur með þeim.
Í fréttum á RÚV í kvöld var þessi frétt.
Eins og sjá má var rekstur bankanna okkar ein stór svikamylla.
Reynt var að raka inn lánsfé sem jafnharðan var lánað út án öruggra trygginga.
Þeir sem í þessu stóðu voru með margar milljónir í laun á mánuði auk bónusa.
Tæpast var gert ráð fyrir því að skuldir þyrfti að greiða tilbaka nema með öðrum lánum.
Fólkið sem í þessu stóð hefur flest verið skipað í aðrar stöður í nýju bönkunum.
Í flestum löndum væri þetta fólk undir rannsókn og með réttarstöðu grunaðra.
Okkur er hins vegar sagt að það megi ekki persónugera vandann!
Kæru vinir, fyrir alla muni mætið á Austurvöll og mótmælið!
Fundurinn byrjar kl. 15 í dag, laugardag og varir einungis 30-40 mínútur.
Það munar um sérhvern mann - alltaf er reynt að gera minna úr þessu í ríkisstjórnarmiðlum.
Takið börnin með en skiljið eggin eftir heima.
Það er ófyrirgefanlegt að sitja heima og gera ekki neitt.
Sjáumst,
Siggi Hr.
![]() |
Forstjóri verndaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2008 | 09:46
Lítil eftirsjá í Jóni
Sjálfstæðismenn keppast nú hver um annan þveran að lýsa því yfir að þeir hræðist ekki kosningar og að lýðræðisástin sé þeim í blóð borin. Ekki sýna þeir þó mikla tiltrú á lýðræðinu fyrst þeir taka það ekki í mál að ganga til kosninga eftir eitt mesta klúður Íslandssögunnar. Skýringin er vitaskuld sú að þeir þurfa að horfast í augu við algjört fylgishrun og hugsanlegan klofning í ofanálag. Jón Gunnarsson gæti t.d. þurft að gera það upp við sig hvorn arminn af flokkshræinu hann muni hengja sig á, þeim ESB sinnaða eða einangrunarsinnaða.
Jón þessi er einna kunnastur fyrir árásir sínar á umhverfisráðherra og kemur það varla mörgum á óvart að honum finnist hún eiga að víkja. Það væri hins vegar að byrja á öfugum enda ef Þórunn segði af sér af öllum syndaselum ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
![]() |
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 11:51
Auðvitað ekkert upp á Seðlabankann að klaga
Geir er enn við sama heygarðshornið. Ég biðla til helstu sálfræðinga okkar að útskýra þetta heilkenni fyrir þjóðinni. Sjálf þjóðin er haldin Stokkhólmheilkenni segir hér. Nauðsynleg viðbót er komin við okkar slöku fréttamiðla. Til hamingju með Smuguna.
Ef grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag tekst ekki að vekja Samfylkinguna til meðvitundar þá er næsta víst að fylgishrun bíður þeirra líkt og Sjálfstæðisflokksins þegar kosið verður í vor. Það eru ófáir kjósendur Samfylkingarinnar sem mæta á hverjum laugardegi í kulda og trekki til að krefjast þess að ráðamenn axli ábyrgð. Væntanlega verður 10.000 manna múrinn klofinn um næstu helgi. (Það myndi t.d. samsvara 1,33 milljón manns í Madrid).
Samfylkingin hefur mjálmað um Davíð Oddsson og Seðlabankann á ríkisstjórnarfundum og Alþingi án þess að nokkuð hafi gerst - hann nýtur enn fyllsta trausts forsætisráðherra og stjórnin tekur undir í þeim falska söng. Sjálfur beið ég spenntur í fyrradag eftir því að Samfylkingin tilkynnti um stjórnarslit eftir krísufund sem stóð hátt á þriðju klst. Niðurstaða fundarins var ekki vonbrigði - hún var grafskrift.
![]() |
Nýja Seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)