Auðvitað ekkert upp á Seðlabankann að klaga

Næstsætasta stelpan á ballinu?Geir er enn við sama heygarðshornið. Ég biðla til helstu sálfræðinga okkar að útskýra þetta heilkenni fyrir þjóðinni. Sjálf þjóðin er haldin Stokkhólmheilkenni segir  hér. Nauðsynleg viðbót er komin við okkar slöku fréttamiðla. Til hamingju með Smuguna.

Grimmur HallgrímurEf grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag tekst ekki að vekja Samfylkinguna til meðvitundar þá er næsta víst að fylgishrun bíður þeirra líkt og Sjálfstæðisflokksins þegar kosið verður í vor. Það eru ófáir kjósendur Samfylkingarinnar sem mæta á hverjum laugardegi í kulda og trekki til að krefjast þess að ráðamenn axli ábyrgð. Væntanlega verður 10.000 manna múrinn klofinn um næstu helgi. (Það myndi t.d. samsvara 1,33 milljón manns í Madrid).

SamfylkingarheilkenniðSamfylkingin hefur mjálmað um Davíð Oddsson og Seðlabankann á ríkisstjórnarfundum og Alþingi án þess að nokkuð hafi gerst - hann nýtur enn fyllsta trausts forsætisráðherra og stjórnin tekur undir í þeim falska söng. Sjálfur beið ég spenntur í fyrradag eftir því að Samfylkingin tilkynnti um stjórnarslit eftir krísufund sem stóð hátt á þriðju klst. Niðurstaða fundarins var ekki vonbrigði - hún var grafskrift.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rkisstjórn og seðlabankastóri eru helsýkt af Jerúsalemheilkenninu á meðan við hin erum föst í Stokkhólmsheilkenninu. Hvaða nafn skyldi þetta fá í geðlæknisfræðinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband