22.11.2008

Mér er nóg boðið. Ég er raunar bálreiður.
Það er ekki svo lítið sem við öll þurfum að kyngja þessa dagana.
Á hverjum degi berast okkur fréttir - nær undantekningalaust slæmar fréttir.

Og svo erum við höfð fyrir rangri sök.

Ég tók þá afstöðu að reyna að sætta mig við ástandið eftir fremsta megni.
Þess vegna lít ég ekki á hækkandi vöruverð sem stórt áfall.
Þess vegna vonast ég til að atvinnuleysi verði ekki langvarandi hjá mörgum.
Þess vegna syrgi ég það ekki mjög mikið þó eitthvað af sparifé mínu hafi tapast.
Þess vegna trúi ég því að húsnæðislánin muni ekki hækka meira en ég ræð við.

Á hverjum degi berast okkur fréttir af ótrúlegum fjármálagjörningum.
Allir þekkja söguna um Icesave og Kaupthing Edge.
Hins vegar er undanþáguákvæði í tilskipun ESB sem hefði getað minnkað ábyrgð Íslendinga.
Þetta mál var sett í nefnd fyrir ári síðan og gleymdist þar!
Geir sagði í Kastljósinu í fyrradag: "Það var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki."
Hver ber ábyrgð á þessu? Eru ráðamenn ekki með réttu ráði?

Auk þess hafa íslensku bankarnir útdeilt ómældu fé til sérvalinna fyrirtækja og einstaklinga.
Skúffufyrirtækið Stím ehf fékk t.d. 25.000 milljónir lánaðar frá Glitni til hlutabréfakaupa.
Hlutabréfin sem Stím keypti voru í Glitni sjálfum og FL-group (sömu eigendur).
Eina tryggingin fyrir þessu láni var veð í hlutabréfunum sem keypt voru = engin áhætta.
Flestir sjá að þetta er peningavél - þetta er stórkostlega glæpsamlegt athæfi að yfirlögðu ráði.
En þegar upp er staðið þurfum við hin að borga reikninginn.

Davíð Oddsson er svo sannarlega ekki maður að mínu skapi.
Eins og allir vita hefur hann látið ýmislegt ógætilegt flakka með hörmulegum afleiðingum.
En hann vill ekki vera sökudólgur fremur en aðrir ráðamenn.
Samt sagði hann ýmislegt athyglisvert í ræðu sinni sl. þriðjudag. Hann sagði þar m.a.:
"En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt."
Það er m.ö.o. verið að láta glæpamennina sleppa - tíminn vinnur með þeim.

Í fréttum á RÚV í kvöld var þessi frétt.
Eins og sjá má var rekstur bankanna okkar ein stór svikamylla.
Reynt var að raka inn lánsfé sem jafnharðan var lánað út án öruggra trygginga.
Þeir sem í þessu stóðu voru með margar milljónir í laun á mánuði auk bónusa.
Tæpast var gert ráð fyrir því að skuldir þyrfti að greiða tilbaka nema með öðrum lánum.

Fólkið sem í þessu stóð hefur flest verið skipað í aðrar stöður í nýju bönkunum.
Í flestum löndum væri þetta fólk undir rannsókn og með réttarstöðu grunaðra.
Okkur er hins vegar sagt að það megi ekki persónugera vandann!

Kæru vinir, fyrir alla muni mætið á Austurvöll og mótmælið!
Fundurinn byrjar kl. 15 í dag, laugardag og varir einungis 30-40 mínútur.
Það munar um sérhvern mann - alltaf er reynt að gera minna úr þessu í ríkisstjórnarmiðlum.
Takið börnin með en skiljið eggin eftir heima.
Það er ófyrirgefanlegt að sitja heima og gera ekki neitt.

Sjáumst,

Siggi Hr.

Ísland/Bretland - Sönn ást


mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þeir vinna gegn okkur en ekki með okkur. Þeir nota tíma og orku í hvernig þeir geta platað okkur og falið skítinn fyrir okkur.

Ráðleggingar norski hermannsins er bara hneyksli.

Mætum öll á Austurvelli kl. 15 í dag.

Heidi Strand, 22.11.2008 kl. 06:54

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég styð ykkur í baráttunni á Austurvelli. Get að vísu ekki mætt, enda staddur í útlöndum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband